Allir eiga sína uppáhalds Tumblr síður

Á þessu ári komust GIF síður í tísku. Sú síða sem sló hvað mest í gegn var What Should We Call Me. Í kjölfarið spruttu upp nokkrar GIF síður hér á Íslandi, en ætli þær vinsælustu hafi ekki verið eða séu Gulir miðar úr gleðibankanum og The Berglind Festival.

Þessar síður eiga sér það allar sameiginlegt að byrja á Tumblr, enda er Tumblr.com tilvalið apparat til að hýsa svona myndablogg. Það eiga sér allir (flestir) sína uppáhalds Tumblr síður. Uppáhalds íslenska síðan mín þessa stundina er Hverjir voru hvar, en það er aðallega út af Retro Stefson stöntinu sem kom geðveikt vel út fyrir bæði síðuna og hljómsveitina.

En eins og ég segi þá eiga allir sínar uppáhalds Tumblr síður. Þetta eru mínar:

What happens in Media Planningsögur úr birtingardeildum á auglýsingastofum.

Mo Farah Running Away From Things – Mo Farah er breskur hlaupari sem tók gullið í 10 km hlaupinu á Ólympíuleikunum í sumar. Þegar hann kom í mark náðist þessi mynd af honum, sem hefur svo verið notuð aftur og aftur til að sýna hann hlaupandi í burtu frá m.a. grameðlunni í Jurassic Park, Predator og Voldemort svo dæmi séu tekin.

Rich Kids of Instagram – Þar er safnað saman myndum þar sem ríkir krakkar út um allan heim eru að setja inn myndir af sér í einkaþotum, með $100.000 reikning á veitingastað eða í partý að spreyja Dom Perignon kampavíni út um allt. Það getur verið mjög gaman að fylgjast með!

White People Mourning Mitt Romney – Þegar Obama sigraði forsetakosningarnar um daginn urðu stuðningsmenn Mitt Romney að sjálfsögðu gríðarlega sorgmæddir og í kjölfarið var að SJÁLFSÖGÐU komin upp Tumblr síða daginn eftir með myndum af sorgmæddu fólki að “syrgja” Romney. Sumar myndirnar eru alveg ógeðslega fyndnar.

Hver er uppáhalds Tumblr síðan þín? Sendið mér einhverjar góðar í athugasemdum.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s