Ein lítil gáta

Ég er að hlusta á ansi áhugaverða bók. Í einum kafla hennar er sagt frá gátum sem fólki er sagt og það á að leysa þær á skömmum tíma. Fyrst færðu gátuna sem þú átt að leysa. Ef þú finnur lausnina þá til hamingju, þú ert frábær. En ef þér gengur erfiðlega, þá færðu vísbendingu, sem gæti samt hjálpað þér að leysa vandann.

Fyrir forvitnissakir þá ætla ég að birta eina gátuna. Annað kvöld mun ég setja inn vísbendinguna. Kannski verð ég kominn með svar áður. Ég náði ekki að leysa vandamálið í fljótu bragði án hjálpar. Endilega komið með ágiskanir í athugasemdum, en ef þið hafið heyrt söguna og lausnina áður þá reynið að sitja á ykkur. Og engir læknar að svara heldur!

Hér kemur þetta:

Þú ert læknir. Það kemur til þín sjúklingur með illkynja æxli í maganum. Það virðist vera ómögulegt að fjarlægja það, en ef ekkert er aðhafst þá mun sjúklingurin deyja. Það er til geislavél sem hægt er að nota til að eyða æxlinu. Ef geislinn hittir á æxlið af fullum krafti, mun það takast að eyða því, en með svo miklum krafti þá mun hann eyðileggja mikið af heilbriðgum vefjum líkamans á leiðinni að æxlinu. Ef þú lækkar kraftinn þá hefur geislinn engin áhrif á heilbrigða vefi, en ekki æxlið heldur. Hvernig aðgerð þarf að framkvæma til að eyða æxlinu, án þess þó að eyðileggja heilbrigða vefi?

Gangi ykkur vel!

UPPFÆRT:

Ég ákvað að setja inn ensku útgáfuna ef þýðingin hjá mér væri að rugla einhvern.

You are a doctor faced with a patient who has a malignant tumor in his stomach. It is impossible to operate on the patient, but unless the tumor is destroyed, the patient will die. There is a kind of ray machine that can be used to shoot at and destroy the tumor. If the rays reach the tumor all at once at sufficiently high intensity, the tumor will be destroyed. Unfortunately, at this intensity, the healthy tissue that the rays pass through on the way to the tumor will also be destroyed. At lower intensities the rays are harmless to the healthy tissue, but they will not affect the tumor either. What type of procedure might be used to destroy the tumor with the rays, and at the same time avoid destroying the healthy tissue?

8 comments
 1. Ari said:

  Liggur svarið í
  “á leiðinni að æxlinu”?

  • Engar vísbendingar Ari minn 🙂

   Þýðingin gæti samt kannski valdið einhverjum hugarbrotum. Skal birta gátuna á ensku líka

 2. Ari said:

  “the healthy tissue that the rays pass through on the way to the tumor will also be destroyed”

  Maður opnar sjúklinginn, og skýtur síðan beint á æxlið.

 3. Herdís said:

  fara í gegnum munninn með geislana alla leið niður í maga til að hitta beint á æxlið.

 4. Benni said:

  Væri kannski hægt að senda inn geislann á lægra frequency og auka það einhvernveginn á leiðinni að tumorinu

 5. Skera hann upp og nota geislann beint á æxlið?

  Ef æxlið er í maganum, hví ekki að bíða eftir því að líkaminn skili því út eins og öðru þar?

 6. Jakob Ó said:

  Það fyrsta sem mér datt í hug, er líklegast lausnin. Að láta nokkra minni geisla fara á æxlið í einu. Hins vegar held ég að það hafi verið villa í þýðinginnu þinni. Málið er að ég fattaði svarið þegar ég las “If the rays reach the tumor all at once…will be destroyed” en þarna lauma þeir þessu inn í fleirölu. En hjá þér var það “Ef geislinn hittir á æxlið af fullum krafti”. Hefði réttar að hafa það í fleirtölu.

  En samt ánægður með mig, fattaði þetta í fyrstu tilraun. Eða held það allavega.

  Flott gáta, meira svona 🙂

 7. Atli Bjarnason said:

  Skera sjúklinginn upp og rífa æxlið fram og skjóta svo geislum á það?? 🙂

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s