Ein lítil gáta, framhald

Í gær setti ég inn færslu með gátu sem virðist vera óleysanleg. 97% fólks segir hana óleysanlega og ég náði ekki að leysa hana án hjálpar.

Hún hljómar svona:

Þú ert læknir. Það kemur til þín sjúklingur með illkynja æxli í maganum. Það virðist vera ómögulegt að fjarlægja það, en ef ekkert er aðhafst þá mun sjúklingurin deyja. Það er til geislavél sem hægt er að nota til að eyða æxlinu. Ef geislinn hittir á æxlið af fullum krafti, mun það takast að eyða því, en með svo miklum krafti þá mun hann eyðileggja mikið af heilbriðgum vefjum líkamans á leiðinni að æxlinu. Ef þú lækkar kraftinn þá hefur geislinn engin áhrif á heilbrigða vefi, en ekki æxlið heldur. Hvernig aðgerð þarf að framkvæma til að eyða æxlinu, án þess þó að eyðileggja heilbrigða vefi?

En ég var búinn að lofa því að birta vísbendingu. Vísbendingin er í raun saga sem tengist gátunni ekki neitt. Sjáum til hvort við náum að leysa gátuna eftir að hafa lesið vísbendinguna.

Virki eitt er staðsett inni í miðju landi. Margir vegir liggja að virkinu. Hershöfðingi vildi ráðast á virkið og ná þar yfirráðum með hernum sínum. En hann vildi heldur ekki að sprengjur á veginum myndu drepa allan herinn og þorpin í kring. Þar af leiðandi gat herinn ekki allur þrammað niður einn veginn að virkinu. Hins vegar þurfti hershöfðinginn á öllum hernum að halda til að geta unnið sigur, það hefði ekki verið hægt með áras frá hluta hópsins. Hershöfðinginn skipti því hernum upp í litla hópa og staðsetti þá jafna vegalengd frá virkinu, en alla á mismunandi vegum. Allir hóparnir gerðu svo áhlaup á virkið á sama tíma, hver úr sinni átt. Með þessum hætti unnu þeir virkið. 

Þó svo sögurnar tengist ekki á neinn hátt er hægt að sjá ákveðna samsvörun á milli þeirra. 70% af þeim sem fengu vísbendinguna náðu núna að leysa gátuna. Skrollaðu niður til að sjá svarið.

Svarið er að vera með 10 geislavélar sem allar eru stilltar á 10% kraft og raða þeim hringinn í kring um sjúklinginn. Þegar þeim er skotið úr mismunandi áttum en öllum beint á sama staðinn, þá eyðir það æxlinu án þess að hafa áhrif á heilbrigða vefi í sjúklingnum. Hann lifir og allir eru ánægðir.

Bókin sem ég er að hlusta á heitir Imagine: How Creativity Works eftir Jonah Lehrer. Kaflinn sem þetta er tekið úr fjallar um fyrirtækið 3M sem framleiðir allt frá venjulegu límbandi yfir í snertiskjái. Þetta er fyrirtækið sem fann upp Post-It miðana. Lykillinn að þeirra vöruþróun er að setja saman fólk úr mismunandi deildum sem tengjast ekki neitt. Þannig færðu oft sjónarhorn sem þér hefði aldrei dottið í hug áður. Það kemur dómur um bókina seinna. Mig langaði bara til að prófa gátuna.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s