Nike og fótboltinn – #makeitcount

Það kemst enginn með tærnar þar sem Nike hefur hælana þegar kemur að íþróttaauglýsingum. Auglýsingarnar frá þeim skarta yfirleitt stærstu stjörnum hvers tímabils og fyrirtækið gefur yfirleitt út risastóra herferð í kring um öll stórmót.

Nýjasta herferðin ber nafnið My time is now og í henni leika menn eins og Franc Ribery, Wesley Sneijder, Neymar, Pep Guardiola, Cristiano Ronaldo og fleiri. Auglýsingin er að sjálfsögðu gríðarlega hógvær og látlaus, eða hitt þó heldur, og spannar ekki nema 3 mínútur! Það væri gaman að sjá birtingarplanið hjá Nike. Þeir ætti að fá a.m.k. konfekt kassa frá miðlunum!

Það skemmtilega við þessa auglýsingu er ekki að sjá hana í sjónvarpinu, þú hefur séð hana milljón sinnum áður, heldur áttu að fara á YouTube og leika þér með hana. Með því að hafa músina tilbúna þá sérðu sögur um alla leikmennina, getur fylgst með þeim á Facebook eða Twitter og ef þú fylgist nógu vel með finnurðu “leynistaðina” í myndbandinu. Ég eyddi sjálfur einhverjum 30 mínútum bara að fikta og uppgötva nýja hluti.

Auglýsingin sjálf er hér að neðan en til að upplifa alla dýrðina skalltu fara á https://www.youtube.com/nikefootball.

En eins og áður sagði er Nike vant að tjalda öllu til þegar kemur að stórmótum. Fyrir heimsmeistarakeppnina 2010 í Suður-Afríku var gerð herferðin Write the future þar sem meðal annars Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo voru í aðalhlutverkum. Skilaboðin voru að duga eða drepast, annað hvort ertu hetja eða skúrkur, þetta er undir þér komið (eitthvað sem Rooney þekkir af eigin raun). Auglýsingin var það vel tekið að hún vann gull á auglýsingaverðlaunahátíðinni í Cannes á síðasta ári. Enda mjög skiljanlegt, er einhver sem fær ekki gæsahúð þegar Rooney tæklar Ribery eftir sprettinn til baka?

Ein af mínum uppáhalds stórmótsauglýsingum frá Nike kom í kring um heimsmeistarakeppnina í Japan og Suður Kóreu árið 2002. Þar efndi kóngurinn Eric Cantona til leynikeppni á milli færustu knattspyrnuhetja á þeim tíma. 16 lið spiluðu um borð í skipi, það var spilað 3 á 3 í stálbúri, fyrra liðið til að skora vann viðureignina. Þarna voru hetjur eins og Ronaldo, Roberto Carlos, Francesco Totti, Javier Saviola og Freddie Ljungberg sem flestir eru heillum horfnir í dag. Cantona á stórleik í auglýsingunni og ég man eftir því að hafa legið yfir þessari auglýsingu trekk í trekk fyrir 10 árum. Alger snilld!

En mín uppáhalds fótboltaauglýsing allra tíma er Good vs. Evil frá árinu 1996. Hún er akkurat frá þeim tíma sem ég er að byrja að fylgjast með fótbolta og í henni voru leikmenn sem ég leit upp til og vildi vera þegar ég var að spila með krökkunum. Það er allt frábært í henni, frá því að Maldini bjargar deginum og svo er gæsahúðaraugnablik þegar Cantona tekur hann niður, vippar upp kraganum og segir “Au revoir” áður en hann dúndrar boltanum í netið. Ég held að þessi auglýsing verði seint toppuð.

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s