Facebook IPO

Á föstudaginn var merkur dagur í sögu Nasdaq kauphallarinnar. Stærsta hlutafjárútboð sögunnar fór fram þegar Facebook var skráð á markað. Ég og margir aðrir höfðu beðið eftir þessum degi í langan tíma og ég var farinn að hafa augun á ticker-num löngu áður en bjallan glumdi. Það var svo Mark Zuckerberg sjálfur sem fékk að hringja bjöllunni og hann gerði það stoltur í hettupeysu. Útboðsgengið var $38 á hlut, mun hærra en flestir bjuggust við, en almennt var talið að verðið yrði í kring um $25-30 á hlut.

Dagurinn byrjaði með krafti en fyrstu viðskiptin voru á genginu $42. En hvað gerðist svo? Nákvæmlega ekkert. Gengið lækkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á daginn en fór samt aldrei niður fyrir $38 útboðsgengið. Þegar viðskiptum var hætt fyrir helgina hafði Facebook hækkað um 0,97% eða 37 cent.

Þessi frétt birtist á MBL.is þegar markaðir lokuðu. Ég held að flestir hafi búist við að hlutabréfin myndu rjúka upp miðað við væntingarnar sem gerðar voru til fyrirtækisins. Það sem meira er að fólk vonaði að bréfin hækkuðu. Þess vegna voru það vonbrigði að þau skyldu ekki fara á flug.

Verðið á bréfunum var algert bull frá byrjun, sama hvort við erum að tala um $25, $38 eða $42. Ein mest notaða kennitalan í fjármálum er V/H-hlutfallið (PE ratio). Þá deilirðu verði á hlut með hagnaði á hlut. Hagnaðurinn á árinu 2011 var u.þ.b. 1 milljarður dollara, eða um $0,31 á hlut. 38/0,31 = 122.58! Sem dæmi er Google með hlutfallið 18.21, Apple 13.58 og Oracle 13.89. Auðvitað er ekki sanngjarnt að bera þessi tvö fyrirtæki saman, enda Facebook ennþá ungt og á inni (vonandi) einhvern vöxt. Google fór á markað miklum bolamarkaði með V/H-hlutfall í kring um 75 en Facebook er að fara á markað núna þegar birnir ráða ríkjum.

Í gær og í dag hóf markaðurinn svo massífa leiðréttingu á hlutabréfaverðinu og þegar þetta er skrifað stendur verðið í $31 á hlut og hefur fallið um ca.  22% frá útboðinu.

Vonbrigði hvað?

Frá höfuðstöðvum Facebook

Í Menlo Park í Kaliforníu voru menn hins vegar gefandi fimmur, brosandi og skálandi í kampavíni. Þeir náðu að safna ca. $16 MILLJÖRÐUM með útboðinu og seldu þannig tæplega 500.000.000 hluti á miklu yfirverði. Akkurat núna eru þeir syndandi í peningum, allir krakkarnir sem byrjuðu í fyrirtækinu eru milljarðamæringar og leiðin liggur ekkert nema upp. Það skiptir Facebook ekki máli í augnablikinu að hlutabréfaverð sé að lækka, enda eru þeir nýbúnir í útboði og þurfa þess vegna ekki á frekar fjármögnun í augnablikinu. Aðrir hluthafar eru líka himinlifandi, t.d. er Peter Thiel búinn að fá sína $500.000 margfalt til baka og getur brosað út að eyrum.

Hvað með markaðinn?

Markaðurinn tók líka áhugaverðar sveiflur á föstudaginn. Svo virðist að fjárfestar séu smátt og smátt að hverfa frá þessum sjóðandi heitu internetfyrirtækjum. Zynga lækkaði um 4%, LinkedIn lækkaði um 4,5%, Groupon um 6,7% og kínverska útgáfan af Facebook, RenRen, lækkaði um heil 21%! Bólan byggist á því að ofurtrú er sett á að notendur búi til peninga, og að vissu leiti er það satt. Hversu háar tekjur virðist hins vegar enginn geta svarað.

Ég hef sagt það áður að við séum í bólu, en svo virðist sem loftið sé farið að leka úr. Hvort við munum sjá algera sprengingu eins og í kring um síðustu aldamót veit ég ekki, en það eru blikur á lofti. Það jákvæða við þess bólu er að þeir sem eiga eftir að tapa á henni eru frekar smár hópur manna en ekki lífeyrissjóðir og almennir borgarar eins og síðast.

Ég verð allavega með Google Finance opið og fylgist spenntur með!

Advertisements
1 comment
  1. arnarar said:

    Sammála flestu. Facebook og Groupon hafa með alltof hárri verðlagningu sennilega eyðilagt fyrir þeim sem koma á eftir í þessari nýju bólu (segi bóla útaf þessari háu verðlagningu, ekki því ég telji samfélagsmiðla vera bólu). Oftast líka vilja þeir sem fara í útboð hafa einhvern “sweetener” fyrir fjárfesta, bjóða þeim lægra verð til að gera útboðið successful því þá eru hluthafarnir jákvæðari ef fleiri útboð verða. Það átti ekki við hjá þessum tveimur, sýnist mér. Því þurfa þeir sem næst koma mögulega að gefa óeðlilega mikinn afslátt af verði sinna fyrirtækja því fjárfestar eru líklega mjög brenndir. Eins þarf FB að sanna sig heldur betur til að geta farið aftur í útboð.

    Eldri hluthafar Facebook a.m.k. mega þó vera sáttir. Það má gera ýmislegt við $16b til að auka tekjurnar verulega. Hlutabréf eru líka í eðli sínu langtímafjárfesting og bla bla bla 😉

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s