Þriðja heimsstyrjöldin og Sóley Tómasdóttir

Árið er 2030 og þriðja heimstyrjöldin er í hápunkti. Rússar, Kínverjar og Bandaríkjamenn eru að heyja lokaorrustu úti í geimnum og endalok mannkynsins blasa við. Evrópa er lögð í rúst, hún átti sér einskis von gegn stórveldunum þremur. En lítil eyja norður í Atlantshafi heldur enn í sjálfstæði sitt! Þökk sé þrotlausum æfingum í Elliðaárdalnum hefur litla Ísland komið sér upp þróttmesta her í heiminum sem risaveldin hafa ekki roð við. Íslenski herinn er bara í allt of góðu formi!

Nei bíddu ha? Fáum við í alvörunni ekki að æfa varnir Íslands af því Sóley Tómasdóttir er á móti því að Boot Camp fái aðstöðu í Elliðaárdalnum? Þriðja heimstyrjöldin er á leiðinni! Hvað er að henni??

Ný aðstaða BC í Elliðaárdal

Hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík liggur fyrir tillaga að Boot Camp fái að opna líkamsræktaarstöð í húsnæði einu í Elliðaárdalnum. Allt lítur út fyrir að tillagan verði samþykkt með miklum meirihluta, enda engin sýnileg ástæða til að stoppa hana.

Samt varð allt brjálað? Af hverju?

Af því Sóley Tómasdóttir sá sér leik á borði og ákvað að koma á framfæri einu af baráttumálum Vinstri grænna, að Ísland sé herlaust land og að Vinstri grænir séu á móti hernaðarbrölti í allri sinni mynd.

Og Facebook LOGAÐI!

Sóley Tómasdóttir, ég tek hatt minn ofan fyrir þér. Þú ert sannur “newsjacker”.

Sóley Tómasdóttir – © Vísir.is

Haldiði virkilega að hún hafi ekki vitað hvað að þetta myndi rata á fréttasíður? Vísir birti fyrirsögnina “Vinstri grænir leggjast gegn heræfingum í Elliðaárdal” og í framhaldinu var viðtal við eiganda Boot Camp þar sem hann bauð Sóleyju velkomna í prufutíma sem hún svo afþakkaði.

Fyrir vikið fékk Boot Camp mjög flotta auglýsingu á nýju stöðinni sem þeir ætla að opna, þannig þeir geta ekki kvartað. Vinstri grænir komu sínum málefnum á framfæri á mjög sniðugan hátt og ég þori að veðja að Sóley Tómasdóttir fékk klapp á bakið frá flokksystkynum sínum.

Boot Camp á Íslandi er enginn undirbúningur fyrir hernað á vígstöðvum, ég veit það, þú veist það, mamma mín veit það og Sóley Tómasdóttir veit það.

Það að “newsjack-a” er þegar þú nýtir þér fréttir til að koma sjálfum þér og/eða vörum þínum á framfæri. Hugtakið er búið til af David Meerman Scott og hefur verið fjallað um áður hér í Hugrenningum.

2 comments
  1. breidholt said:

    Ætla ekki að vera þessi gaur en..

    Það var ekki Sóley Tómasdóttir sem lét bóka þetta eða sagði þetta heldur flokksbróðir hennar Torfi Hjartarson.

  2. Það er hárrétt Gummi. Þau mótmæli voru samt bókuð fyrir mörgum mánuðum. Sóley lét skjalfesta þau aftur núna í vikunni ef mér skjátlast ekki

Leave a reply to breidholt Cancel reply