Snillingurinn hann Wes Anderson

Wes Anderson

Wes Anderson er snillingur. Hann er leikstjóri og handritshöfundur sem hefur getið sér gott orð í Hollywood. Myndirnar hans eru ekki þær vinsælustu, með fyndustu brandarana né stærstu sprengingarnar, en innan ákveðins hóps er hann átrúnaðargoð.

Anderson er með frekar sérstakan stíl. Í myndunum hans eru söguhetjurnar venjulega í mikilli sálarkreppu sem samt reddast einhvernveginn fyrir lok myndarinnar. Þær eru svo hnausþykkar af svörtum húmor sem venjulega er blandað við frábæra tónlist. Til dæmis er yfirleitt a.m.k. eitt lag með Rolling Stones í hverri mynd eftir hann. Eins er hann þekktur fyrir að vinna með mikið af sama fólkinu. Þannig leikur Bill Murray í flestum Anderson myndum, en af fleiri kunnuglegum andlitum má nefna bræðurna Luke og Owen Wilson, Anjelica Huston og Jason Schwartzman.

Tvær af mínum uppáhaldsmyndum eru eftir hann, en þær eru The Royal Tenenbaums og Rushmore.

En Wes er ekki bara í því að framleiða költ bíómyndir um furðulegar fjölskylduaðstæður. Hann hefur einnig verið að dunda sér við að framleiða auglýsingar fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum í heimi. Sumar þessara minna svo sannarlega á kvikmyndirnar hans. Til dæmis þessi auglýsing með Brad Pitt fyrir japanska farsímafyrirtækið SoftBank.

Þessari auglýsingu fyrir Stella Artois var leikstýrt í sameiningu af Wes Anderson og Roman Coppola, syni Francis Coppola sem færði okkur Godfather myndirnar. Franska þemað er alveg beint úr smiðju Wes og er útkoman alveg þrælskemmtileg.

Hann vann líka mjög skemmtilega herferð fyrir IKEA sem gekk út á að sína að útstillingarnar í IKEA verslununum væru svo kósý að þér liði strax eins og þú værir heima hjá þér og værir þess vegna tilbúin að eiga fjölskyldurifrildin þar, eins og heima hjá þér.

Að lokum er hér auglýsing sem var unnin fyrir American Express. Wes Anderson leikur sjálfur í henni, en þegar horft er á hana sést svo greinilega að hún er skrifuð og henni leikstýrt af honum sjálfum. Klippingin, myndatakan, tónlistin og samtölin eru svo beint upp úr bæði Rushmore og Royal Tenenbaums. Horfið og njótið.

Advertisements
1 comment
  1. Rúna said:

    Wes er snillingur og myndirnar hans eru snilld. Tónlistin í þeim er líka snilld, enda kemur David Bowie oftar en ekki við sögu, en hann er einmitt snillingur.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s