Próftíð – líttu á björtu hliðarnar!

Ég á svo rosalega mikið að vera að læra að það er ekki fyndið. Eins og alþjóð veit er ég að læra viðskiptafræði. Á föstudaginn næsta á ég að þreyta próf í Rekstrarbókhaldi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Rekstrarbókhald alveg jafn leiðinlegt og það hljómar. Debit, kredit, færa inn í réttan dálk, passa að allt stemmi, verkbókhald og svo framvegis.

En prófin þurfa ekki að vera svo slæm. Til að komast í gegn um þetta hef ég ákveðið að líta aðeins á björtu hliðarnar og horfa aðeins á það jákvæða sem fylgir því að læra undir próf.

1. Þú hittir vini þína

Góðir vinir

Það er sjaldan sem maður hangir jafn mikið með vinum sínum og þegar maður lærir undir próf. Ef þú ferð upp í háskóla á þessum tíma vors hittirðu alla bekkjarfélaga þína og fullt af öðru flottu fólki. Þið eruð öll að ganga í gegn um það sama þannig það er bara gott að geta deilt óhamingjunni saman.

2. Óhófleg kaffidrykkja

Það er frábært að standa aðeins upp og grípa sér kaffi. Ég er koffeinsjúklingur og mér finnst fátt skemmtilegra heldur en að standa upp og ná mér í einn bolla. Oftar en ekki verða til skemmtilegar umræður yfir einum slíkum sem dregur hugann tímabundið frá lærdómnum. Félagslegi hlutinn spilar hér inn í líka, því þú ferð með vinum þínum og færð þér kaffi.

3. Sumar og jól

Þegar prófin klárast þá er gaman. Á haustin klárast prófin rétt fyrir jólin og þá tekur við snjór, matur, svefn og piparkökur. Þegar prófin klárast á vorin þá er komið sumar með tilheyrandi sól, grilli ferðalögum og almennri skemmtun. Hafðu það í huga.

4. Tónlist

Ég hlusta aldrei á jafn breytt úrval af tónlist og þegar ég er að læra undir próf. Í dag hlustaði ég á (í tímaröð) Elliot Smith, Death Cab for Cutie, The Maccabees, Bon Iver, Radiohead, System of a Down, The Vaccines og The Velvet Underground. Þegar ég er að læra þá reyni ég yfirleitt að hlusta á eitthvað sem ég þekki vel, þá tekur það sem minnsta athygli frá lærdómnum. Það er fátt skemmtilegra en að hlusta á uppáhaldsplötuna þína.

Prófin sökka! Maður hættir að raka sig, lyktar illa, er klæddur eins og útigangsmaður, hausinn steikist á lestri og maður hangir inni allan daginn. Til þess að komast í gegn um þessa þrekraun er nauðsynlegt að horfa á björtu hliðarnar.

Yfir og út

Prófa-Hjalti

profahjalti

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s