Eitt saklaust tvít

Ég horfði á heimildarmyndina Heima eftir Sigur Rós í fyrsta skipti á laugardaginn. Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar Heima um tónleikaröð sem Sigur Rós hélt á Íslandi árið 2006. Þeir ferðuðust um landið og héldu ókeypis tónleika á allskonar stöðum eins og t.d. Ísafirði, Ólafsvík, Djúpavík og Ásbyrgi auk þess að halda risastóra tónleika á Klambratúni í Reykjavík.

Í myndinni er sýnt frá hverjum tónleikum fyrir sig stað fyrir sig. Einnig eru sýndar upptökur af stökum lögum, tekin upp á meðal annars Dverghömrum, Kárahnjúkum og í Selárdal í Arnarfirði, þar sem Kjarri, Jónsi, Goggi og Orri spiluðu oft á tíðum fyrir engan nema sjálfan sig og myndavélarnar. Á milli eru svo viðtöl við strákana en einnig við stelpurnar í Amiinu, sem fóru með þeim í þessa ferð.

Þegar ég byrjaði að horfa á myndina smellti ég inn mjög saklausri Twitter færslu, en í henni stóð: “I’m watching Heima, the @sigurros documentary for the first time. Why haven’t I seen this before?? #greatness #music“. Ég reiknaði ekkert með því að það fengi einhver viðbrögð en þau komu sko!

Meðlimir Sigur Rósar

Þegar ég opnaði Twitter í gærmorgun var ég búinn að fá fullt af svörum frá fólki allsstaðar að úr heiminum sem var sammála mér um hversu frábær myndin væri, hvað því langaði mikið til Íslands, hvað Sigur Rós væri frábær hljómsveit o.s.frv. Þegar þetta er skrifað hef ég fengið 37 svör, 36 favorites, 29 retweet og 15 nýja followers. Ekki slæmt fyrir saklaust tvít sem átti bara að vera varpað í umheiminn. Þetta er það frábæra við netið og sérstaklega við Twitter, þar sem fólk sem sameinast og á samskipti um þau málefni sem það hefur áhuga á, óháð því hvar það er í heiminum!

Sjáið viðbrögðin tekin saman hér.

Eins og áður segir er myndin æðisleg! Tónlistin er svo falleg og landslagið og myndefnið er yndislegt. Þetta smellpassar allt eitthvað – svo ótrúlega íslenskt. Ég var með gæsahúð næstum alla myndina og ég sé rosalega eftir því núna 6 árum seinna að hafa ekki gert mér ferð á eina af þessum tónleikum. Lokaatriði myndarinnar er rosalegt þar sem Sigur Rós spilar “Popplagið”, lag nr. 8 af ( ) plötunni fyrir framan fleiri þúsund manns á Klambratúni.

Sigur Rós hefur tilkynnt nýja plötu, en hún ber nafnið Valtari og kemur út 28. maí. Ég er orðinn illa spenntur fyrir henni eins og gerist alltaf þegar þeir senda frá sér nýja plötu. Nú þegar er eitt lag komið í spilun, lagið “Ekki múkk”. Það verður spennandi að sjá hvað Sigur Rós gerir í kjölfarið, enda eru þeir þekktir fyrir að fara ótroðnar slóðir. Við vonumst allavega eftir að minnsta kosti einum tónleikum hér á landinu!

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s