Hunter shoots a bear

Tippex, gamla góða fyrirtækið sem hefur gert okkur kleift að stroka yfir pennastrik, er mjög fært í netmarkaðssetningu. Árið 2010 komu þeir með YouTube auglýsinguna “Hunter shoots a bear”, sem fjallar um baráttuna milli veiðimanns og bjarnar úti í skóginum.

Í fyrsta myndbandinu færðu val um hvort þú vilt skjóta björninn eða ekki. Þú velur hvort hann skýtur eða ekki og svo fer af stað skemmtileg atburðarás þar sem þú ræður hvernig sagan endar. Veiðimaðurinn strokar yfir “shoots” með risastóru Tippex og þú setur inn það sem þú vilt að veiðimaðurinn geri.

Prófaðu til dæmis að slá inn “hugs”, “tickles” eða “kicks” í staðinn og skrifaðu söguna eins og þú vilt hafa hana.

Slagorð herferðarinnar var “Rewrite the story” og varð hún algjört sökksess eins og í Litlu Hryllingsbúðinni. 50 million áhorf á YouTube og fjölmörg verðlaun tala sínu máli.

Núna hefur Tippex gert framhald. Núna eru björninn og veiðimaðurinn að halda afmælisveislu árið 2012 sem er trufluð af loftsteini sem er í þann mund að skella á jörðina. Í örvæntingu sinni strokar veiðimaðurinn (með Tippex) yfir ártalið og biður áhorfandann um að flytja sig yfir á annað ár til þess að veislan geti haldið áfram.

Verkefnið er gríðarlega metnaðarfullt og alls voru teknar upp 46 mismunandi útgáfur af veislum, allt aftur til ársins 0. Nú á áhorfandinn ekki að “Rewrite the story” heldur er ætlunin að “Rewrite history”!

Prófaðu að slá inn ártöl. Mín uppáhalds eru t.d. 2000, 1980, 1989 og 1910. Sumar klippur ná yfir heilu aldirnar, enda hefði vinnan við að taka upp yfir 2000 myndbönd varla borgað sig!

Þetta er enn eitt dæmið um hvernig er hægt að nota YouTube á skemmtilegan hátt. Fleiri dæmi eru t.d. hvað var gert í kring um Expendables og baráttan á milli Fabio og the Old Spice Guy þar sem fólk gat sent inn sínar uppástungur og var svarað með myndbandi.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s