Forkastanleg heimska

Jæja nú er ég alveg að verða brjálaður. AAALVEG eins og Indriði félagi minn myndi segja.

Ég er nefnilega svo rosalega þreyttur á einhverju sem heitir “regional restrictions” eða svæðisbundnar takmarkanir. Ég geri rosalega mikið á internetinu. Ég er nettengdur heima hjá mér, í vinnunni og í símanum þegar ég er á ferðinni. Með hjálp internetsins neyti ég afþreyingar eins og tónlistar, bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta o.fl., eins og þú gerir eflaust sjálfur, lesandi góður.

Ég reyni að vera góður íbúi á Hótel Jörð og borga fyrir flesta þá hluti sem ég neyti. En aftur og aftur er ég neyddur til þess að stela. Af hverju? Vegna þess að efnið sem ég ætla að kaupa er ekki í boði fyrir mann með íslenska IP tölu!

Á Airwaves í haust sá ég frábæra hljómsveit frá Bandaríkjunum. Þegar ég kom heim langaði mig til að kaupa plötuna þeirra. Ég fór á heimasíðu sveitarinnar, Tónlist.is, Gogoyoko og skoðaði allar þær leiðir sem ég kunni til að nálgast plötuna en fann hana ekki. Hún var líka í boði á iTunes, en við getum víst ekki notað iTunes af því við búum á Íslandi. Þannig ég ákvað að hafa samband við sveitina og spyrja hvenær ég gæti keypt plötuna. Snemma 2012 í Evrópu, var svarið. Þannig ég þurfti að bíða í 3 mánuði eftir að geta keypt þriggja mánaða gamla plötu! Hver haldiði að lausnin hafi verið? PirateBay.

Frábær hljómsveit á Airwaves 2011

Í dag ætlaði ég að kaupa mér hljóðbók. Bókin er frá 2007 og ég fann hana á Amazon.com og á Audible.com. Ég er með áskrift á Audible.co.uk og kaupi þar 1-2 bækur í mánuði, þannig ég gerði nú bara ráð fyrir að bókin væri þar. Nei auðvitað ekki, hún er bara í boði á Bandaríkjunum, ekki í Evrópu. Hver haldiði að lausnin hafi verið? Jú auðvitað Piratebay aftur!

Að horfa á sjónvarpsþætti og kvikmyndir er frábær leið til að drepa tímann. Ég er af þeirri kynslóð sem vill geta stjórnað því hvenær hún neytir síns sjónvarpsefnis. Þannig draumastaðan fyrir mig er sú að kaupa aðgang að t.d. Netflix eða Hulu þar sem flestir bandarískir sjónvarpsþættir eru í boði í góðum gæðum. Þá gæti ég fyrir sanngjarnt verð horft á þættina mína, myndi hætta að stela þeim, framleiðendurnir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Allir vinna.

“Content is universal” – Efnið sem er framleitt er vara sem hægt er að neyta hvar sem er í heiminum. Ég get keypt bókina mína í kilju á Amazon og látið senda heim til mín, en ég get ekki sótt hljóðbókina. Að sama skapi hefði ég getað keypt geisladiskinn á CD Universe, látið senda hann heim til mín, brennt yfir á tölvuna og sett á iPodinn minn, en ég get ekki keypt MP3 útgáfuna.

Það er ekki hægt að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal, sama hversu margar SOPA, PIPA eða ACTA löggjafir verða til. Þess vegna er það fáránlegt að setja þeim sem vilja borga stólinn fyrir dyrnar. Ég vil að sá sem bjó til efnið sem ég er að njóta fái eitthvað fyrir sinn snúð og ég get ímyndað mér að hann vilji að ég borgi honum. Af hverju má ég ekki borga honum? Vilja þessir aðilar ekki peningana mína?

Þetta er ekki séríslenskt vandamál. Fólk út um allan heim er að lenda í þessu sama.

Fred Wilson er fjárfestir í New York, en hann hefur ítrekað talað um þetta á blogginu sínu:
Monetize the audience, not the content
Scarcity is a shitty business model 

MG Ziegler er reglulegur pistlahöfundur á Techcrunch.com og segir hér frá raunarsögu sinni varðandi Game of Thrones:
Help! I’m being forced to pirate Game Of Thrones against my will!

Daniel Barassi er vefstjóri Depeche Mode og sér um að stjórna YouTube viðveru hljómsveitarinnar auk þess að vera þekktur plötusnúður. Hann tók reiðiskast á Facebook síðunni sinni einn daginn.

…sem leiddi til að vefsíðan TechDirt fjallaði um málið:
Why Do The Labels Continue To Insist That ‘Your Money Is No Good Here?’

Það eina sem ég bið um er að fá að kaupa mína afþreyingu á sanngjörnu verði þannig ég fái að njóta þeirrar gleði sem fylgir því að lesa bók, hlusta á nýja plötu, horfa á spennandi sjónvarpsþátt o.s.frv. Af hverju þarf það að vera svona mikið vesen?

3 comments
    • Já ég hef skoðað það. Ég þurfti t.d. að laga proxy til að geta notað Google Music. Eins hef ég verið að skoða þetta fyrir Netflix. Málið er bara að ég vil ekki þurfa að fara einhverjar bakleiðir að málunum. Þetta á bara að virka!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s