Afmæli

Í dag er 2. apríl, sem er merkilegur fyrir margar sakir. Titanic var fyrst sjósett 2. apríl árið 1912, CN Tower í Toronto var fullbyggður árið 1975 og árið 2005 dó Jóhannes Páll páfi. En það merkilegasta sem hefur gerst á þessum degi í mínu lífi er að ég fæddist, í mannskaðaveðri á Ísafirði. Eftir að hafa keyrt í lögreglubílnum á eftir snjómokstursbílnum alla Óshlíðina frá Bolungarvík til Ísafjarðar og eftir að hafa verið vísað frá Fjórðungshúsinu á Ísafirði vegna plássleysis þá komst ég loksins í heiminn aðfaranótt 2. apríl, 1987.

Semsagt, í dag á ég afmæli. Að því ákvað ég að taka saman fimm uppáhalds afmælislögin mín.

1. Stevie Wonder – Happy birthday

Ekkert nema stuð, gleði og fílingur.

2. The Beatles – Birthday

Þetta lag toppar flesta svona lista.

3. The Mars Volta – Birthday

Þetta lag er reyndar eftir Sykurmolana, en ég fíla þessa útgáfu bara betur.

4. The Smiths – Unhappy birthday

Sennilega mest niðurdrepandi lagið á listanum

5. 50 Cent – In da club

Auðvitað flokkast þetta sem afmælislag!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s