Draumalandið

Andri Snær Magnason

Einn dag í síðustu viku var ég að keyra heim úr vinnunni. Á leiðinni upp í Kópavog lét ég hugann reika, svona eins og maður gerir eftir langan vinnudag. Allt í einu fékk ég þá hugdettu að horfa á aftur á Draumalandið, heimildarmyndina sem er gerð eftir samnefndri bók eftir Andra Snæ Magnússon. Ég las bókina fyrir ca 5 árum og fór á myndina þegar hún var sýnd í bíó. Þannig ég fór heim, Tinna mín var að vinna, bjó til piparsveinakvöldmat (samlokur) og leigði mér Draumalandið á VODinu.

Fyrir þá sem hafa ekki séð Draumalandið þá er hún hápólitísk ádeila á stóriðjuna. Þar eru stjórnmálamenn, bæjarstjórar og fleiri virkjanahaukar látnir líta út eins og hálvitar og afdalabændur eru upphafnir. Myndin er rosalega sorgleg en þar er stórbrotin náttúra sýnd fara undir virkjun og álver, og til að toppa allt saman þá er gæsamamma sýnd reyna að hlífa eggjunum sínum frá vatninu sem ætlar að drekkja hreiðrinu. Allt þetta er rosalega sorglegt og átakanlegt að horfa á, en þegar myndinni er lokið skilur hún samt ekkert eftir sig. Hún reynir að höfða til tilfinninga í fólki og vekja það til umhugsunar um náttúruna, en það bara tekst ekki. Sagan er ekki nógu góð.

Eftir að hafa horft á myndina, þá mundi ég hversu áhrifarík og skemmtileg mér fannst bókin á sínum tíma. Þannig ég reif upp Draumalandið og lá yfir henni í nokkra daga þangað til ég var búinn að drekka í mig allt sem í henni var að finna. Og viti menn, bókin var jafngóð og mig minnti!

Andri Snær setur fram virkilega flottar og skemmtilegar pælingar í bókinni. Draumalandið er skoðun eins manns, en sú skoðun er rökstudd vel með vísunum í söguna, tölfræðilegar staðreyndir og tilvitnanir í fólk. Hann það eru þrennt sem virkilega situr eftir í mér eftir að hafa lesið Draumalandið í annað skiptið.

1. Virkjun og stóriðja = framfarir,  Allt annað = Hnignun og dauði

Ætli besta skilgreiningin á stóriðju sé ekki “orkufrekur framleiðsluiðnaður”. Dæmi um stóriðjufyrirtæki eru t.d. álverin okkar, málmblendiverksmiðjan á Grundartanga og Sementsverksmiðjan á Akranesi. Til þess að slík fyrirtæki geti starfað þurfa þau orku og til þess að fá orku þarf að virkja.

Kárahnjúkavirkjun

Nú er ég ekki andvígur virkjunum, en ég hef hins vegar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á efnahag okkar og framtíð ef við dembum öllum eggunum okkar í sömu körfuna og stöndum uppi með 5 álver, sem eru undirstaða atvinnulífs okkar. Spurðu fólk sem átti allt sitt sparifé í hlutabréfum bankanna hversu góð áhættudreifing það er að treysta á einn iðnað. Í stað þess að byggja risastóra virkjun, sem starfar til þess að þjóna einu risaálveri, er ekki sniðugra að ganga til samninga við þrjá minni aðila sem þurfa minni orku, menga minna og hjálpa okkur að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf?

Og þarf ríkisstjórnin að vera að vasast í því að fá þessa aðila til Íslands? Getum við ekki hjálpað okkur sjálf?

2. Hvaða fyrirtæki viljum við fá til Íslands?

Þorp á kafi í rauðri leðju

Stakk það engan þegar forseti Íslands sagði í viðtali við Bloomberg fréttastofuna að hér á Íslandi væru fullt af tækifærum fyrir erlend fyrirtæki til að fjárfesta og rökstuddi það með því að segja frá því að Alcoa og Rio Tinto vildu byggja hér álver? Áliðnaður er gríðarlega mengandi og allt ferlið veldur gríðarlegu umhverfisraski. Man einhver eftir umhverfisslysinu sem varð í Ungverjalandi fyrir einu og hálfu ári? Þar rofnaði stífla sem átti að halda eitraðri leðju í lóni. Það endaði ekki betur en að leðja rann í gegn um nokkur þorp, kostaði nokkur mannslíf og olli ómældum skaða. Núna eru álver á Reyðarfirði, í Hafnarfirði og í Hvalfirði, er þetta ekki komið gott?

Rio Tinto hefur í mörg ár verið fordæmt fyrir að menga og spilla náttúru, rányrkju og brjóta á rétti verkamanna ásamt fleiru. Alcoa er einn stærsti hergagnaframleiðandi í heiminum. Þetta eru fyrirtækin sem forseti vor vill að hjálpi Íslandi. Ég veit það eru ekki til neinir englar í hinum harða heimi viðskipta en halló!

3. Getur framboð búið til eftirspurn?

Ef að á Íslandi útskrifuðust 200 stjarneðlisfræðingar á ári, hvað myndi þá gerast? Myndu þeir allir enda atvinnulausir? Já segir einhver, enda er ekki til neitt að gera fyrir stjarneðlisfræðinga á Íslandi. Eða hvað? Ef þekkingin væri til staðar væri þá ekki kominn grundvöllur fyrir spennandi fyrirtæki sem sérhæfði sig í rannsóknum á himinhvolfinu? Eða bara eitthvað allt annað?

Sigur Rós

Ef fleiri myndu skrá sig í FÍH og læra að verða tónlistarmenn, myndi það minnka möguleika þeirra á því að fá vinnu af því það eru of margir tónlistarmenn? Myndi tónlistargeirinn ekki bara stækka og dafna og við myndum eignast aðra Björk, Sigur Rós, Mugison eða Garðar Thor Cortes?

Ef að 500 viðskiptafræðingar útskrifast á ári, en aðeins 200 fá vinnu, erum við ekki með 300 manns á lausu sem geta látið að sér kveðja á öðrum stigum þjóðfélagsins? Þau geta farið í frekara nám, þau geta stofnað innflutningsfyrirtæki, þau geta farið á Alþingi eða veitt ráðgjöf. Það þarf ekki allt að vera inni í kassanum og matreitt fyrir “atvinnulífið”. Hugsum hlutina í aðeins víðara samhengi. Það sama á við um allar greinar.

————————————————————————————-

Draumalandið

Ég get með sanni sagt að þessi pistill er allt annar en sá sem ég ætlaði að skrifa. Fyndið hvernig hugmyndir breytast og þróast þegar maður vinnur með þær. Ég mæli með Draumalandinu, hún vekur mann til umhugsunar sama þó maður sé sammála hverju orði, öðru hverju nú eða ekki stakasta staf í bókinni.

Ef einhvern vantar eintak af Draumalandinu má viðkomandi fá mína, gegn því skilyrði að þegar hann er búinn að lesa bókina láti hann einhvern annan fá hana.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s