Skipting úr Blogger yfir í WordPress

Jæja þá er ég búinn að yfirgefa gamla góða Blogspot. Samleið mín og Blogspot hefur svosem ekki verið löng, en fyrsti pistillinn sem ég skrifaði á Hugrenningarnar bar nafnið Af leti afgreiðslufólks og birtist þann 21. febrúar á síðasta ári. Nei það er ekki alveg rétt, við áttum stutt samband þegar ég var í 2. bekk í MA, en þá fór ég að blogga á síðunni http://tjalfi.blogspot.com, þannig tæknilega séð hefur samband mitt við blogger spannað um 7 ár, með góðu hléi.

            vs     

Þegar ég valdi Blogger í fyrra var það vegna þess að það var greinilega auðvelt viðmót. Þú skráðir þig einfaldlega inn með Google ID og svo gastu byrjað. Þemun sem voru í boði voru einföld og þægileg og þetta virkaði bara strax frá byrjun. Ég hafði aldrei rekið heimasíðu áður og mig langaði bara til að byrja að skrifa.

En eftir því sem leið á fór ég að lesa mér meira til og langaði til að fikta aðeins meira. Þó að Blogger viðmótið sé einfalt og þægilegt þá er það virkilega lokað og býður ekki upp á að það sé fiktað mikið í því. Til dæmis var vesen bara að fá inn Facebook Like takka.

Þannig ég gerði eins og heimurinn og hoppaði yfir á WordPress. Ég er búinn að ætla að gera það í einhvern tíma, en ég vildi gera síðuna flotta og þægilega fyrst ég var nú á annað borð að skipta. Ég valdi mér frítt þema sem heitir Blogum. Það er mjög stílhreint og fallegt að mér finnst. Ég er nokkurn veginn með það eins og það kemur af kúnni en það býður upp á meiri möguleika til að breyta því ef ég vil, seinna meir.

Það fáránlega er hversu auðvelt það var að fá allar færslurnar yfir ásamt athugasemdunum. Fyrir þá sem eru að hugsa um að færa sig yfir þá þarf bara að fara inn í WordPress Dashboard -> Tools -> Import. Þá geturðu fært allar hreyfingar á Blogspot síðunni þinni yfir í einum grænum.

Einn stór kostur sem WordPress hefur framyfir Blogger er kommentakerfið. Hér er miklu þægilegra kommentakerfi þar sem HVER SEM ER getur skilið eftir sitt innlegg án þess að logga sig inn. Ef viðkomandi vill skilja eftir opinbert fótspor á síðunni minni þá getur viðkomandi skráð sig inn með Facebook eða Twitter aðgangi, nú eða bara skrifað nafnið sitt undir.

Að þó þetta hafi allt verið ótrúlega auðvelt og þægilegt er samt að sjálfsögðu smá galli á gjöf Njarðar. Þegar þú færir færslurnar svona sjálfvirkt á milli þá á textinn það til að ruglast aðeins, sérstaklega þegar kemur að myndum, myndböndum og einstaka greinaskilum. Ég er þó að vinna í þessu og innan skamms munu allar færslurnar verða eins og nýjar.

Ég vona að okkar samskipti munu bara batna og verða ennþá meiri og tíðari en hefur verið með þessari litlu breytingu.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s