Ekki taka smálán!

Í haust skrifaði ég um allar tilboðssíðurnar. Í dag eru fjórar virkar að einhverju leiti: Dilar.is, Hopkaup.is, Aha.is og WinWin.is. Hinar fimm eru svosem í gangi en tilboðin eru stopul og óspennandi. Þær eru Kaupnet.is, Kaupmattur.is, Nemendafelagid.is, Magntilbod.is og Gæsin.is.

Íslenski markaðurinn er lítill þetta vita allir. Ég held að áður en þetta ár er úti þá verði ekki nema 3-4 síður eftir og þeim mun fækka ennfrekar, niður í 2-3. Ástæðan, það eru bara X mörg fyrirtæki á Íslandi sem eru tilbúin að veita svona afslátt. Veistu hversu pirrandi það er að fá símtal frá NÍU mismunandi aðilum að betla eins tilboð? Og þá eru ekki meðtalin allir þessir klúbbar eins og Einkaklúbburinn, 2 fyrir 1, World for 2, fyrirtækjasamningar, samningar við nemendafélög og allir hinir.

En vissuð þið að það eru FIMM smálánafyrirtæki á Íslandi. FIMM! Kredia kom fyrst á markaðinn fyrir um 2 árum, Hraðpeningar þar á eftir og á þessu ári hef ég orðið var við auglýsingar frá Smálán, Múla.is og 1909. Er ekki í lagi?

Og talandi um auglýsingarnar frá þessum fyrirtækjum. Mig langar til að gefa ykkur smá ráð. Auglýsingin frá Múla.is hljómar einhvernveginn svona: “Ekki taka lán fyrir pizzu, ekki taka lán fyrir buxum og ekki taka lán með SMS. Farðu á Múla.is og taktu lán þar!”. Ok í alvörunni, ef þú ætlar að selja eitthvað, ekki byrja á því að segja fólki af hverju það ætti ekki að kaupa vöruna þína! Eftir að hafa hlustað á þá auglýsingu langar mig ennþá minna að taka svona lán. Og 1909: veljið ykkur eitthvað betra stef heldur en það sem þið endið auglýsingarnar ykkar á. Þetta er bara leiðinlegt og tacky.

Ég hef enga trú á því að það rúmist pláss fyrir fimm smálánafyrirtæki á markaðnum. Ætli Kredia.is og Hraðpeningar eigi ekki eftir að standa eftir í lok dags, þar sem þau eru orðin þekktust og greinilega með þokkalegt auglýsingabakland.

Þessi fyrirtæki hafa mætt harðri gagnrýni þar sem auglýsingar þeirra beinast að ungu fólki með litla reynslu af fjármálum. Nú síðast í vikunni birtist viðtal við unga stúlku sem hafði lent í vítahring smálánanna. Fjölsmargir hafa kallað eftir sérstakri lagasetningu um þessi fyrirtæki. Orðum eins og okurvextir er hent í umræðuna og athugasemdakerfið á DV.is logar. Flestir vilja banna þetta og vísa til nágrannalandanna þar sem ungt fólk er skuldsett upp fyrir haus eftir að hafa lent í svipuðum “vítahring”.

Hjalti frændi

Krakkar, hér kemur eitt gott ráð frá Hjalta frænda. Ekki taka lán fyrir neyslu. Ef þú átt ekki fyrir einhverju, ekki kaupa það. Þetta heitir að vera skynsamur. Ungt fólk að steypa sér í fjárhagsvandræði er ekkert nýtt á Íslandi. Hér er fólk að missa það yfir skuld upp á nokkra tugi þúsunda, en það þykir ekkert tiltökumál að ungt fólk um tvítugt sé að kaupa sér of stórar íbúðir og dýra bíla sem það getur varla borgað af. Þegar ég var 18 voru krakkar að taka yfirdrátt til að borga VISA reikninginn. Þarf ekki sérstaka lagasetningu á það líka?

Þarf ekki bara að kenna þjóðinni að fara með peninga? Hvernig getur fullorðið fólk sem steypti heilu landi næstum því í gjaldþrot verið að öskra úlfur úlfur núna? Ekki lifa um efni fram, það á við um fullorðið fólk sem og unglinga. Hættið að væla og takið ykkur aðeins saman í skynseminni.

kveðja
Hjalti frændi

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s