Vorlínan hjá Wrangler

Þeir sem hafa áhuga á flottum vefsíðum og vel framsettu efni ættu að tékka á vorlínunni hjá Wrangler. Þar eru fötin sem verða til sölu hjá Wrangler kynnt á mjög skemmtilegan hátt. Það er ekki oft sem maður fer inn á síðu og klárar þau verkefni sem hönnuðurinn vill að þú leysir. Í þessu tilviki er verið að vinna með “drag-and-release”  þar sem karakterinn frís inn á milli og þú þarft að koma honum af stað aftur. Þetta er mjög skemmtileg útfærsla og hringurinn er hæfilega langur, þannig að maður heldur áfram og klárar hann án þess að manni sér farið að leiðast.

Farðu á síðuna og sjáðu sjálf(ur): www.wrangler-europe.com.

Það er verið að kynna bæði karl- og kvenlínuna.

Mér finnst þetta hitta beint í mark og vera skemmtileg framsetning á efni. Eftir að hafa skoðað þessa síðu myndi ég klárlega kíkja inn í Wrangler búð og athuga hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Þetta virðist vera orðið trend í tískugeiranum að reyna að búa til “online tískusýningu” til að sýna fram á hversu flott þitt vörumerki er. Jack and Jones tóku svipað stunt á síðasta ári til að kynna vetrarlínuna hjá sér. Herferðin bar nafnið How to stay safe og sýndi unga karlmenn lenda í vandræðum út af því hversu vel þeir voru klæddir.

Íslendingar eru farnir að feta sig inn á þessar slóðir og 66°norður reið á vaðið með veftímariti til að sína 2012 vetrarlínuna sína. Sú herferð skilaði þeim í fjölda tilnefninga, m.a. tilnefningar til SVEF verðlaunanna og Lúðursins. Hugmyndin fannst mér mjög flott og vel út færð en það hefði samt verið gaman að sjá hana tekna skrefinu lengra og láta vera einhverja virkni til að hvetja fólk til að skoða meira. Það sem 66 gerði hins vegar vel er að það var auðvelt að finna fötin sem þú varst að leita að og síðan leiddi þig beint inn í kaupferlið.

Ef þið lumið á fleiri góðum dæmum væri gaman að heyra af þeim.

Advertisements
2 comments
  1. Ari said:

    Það sem 66°norður hefur fram yfir hinar er að hún er í HTML5, sem þýðir að hún sést í öllum tækjum og laggar (næstumþví) ekki.Annað dæmi um online tískusýningu er Peep Show frá Bruuns Bazaar http://bruunsbazaar.dk/news#node-234.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s