Af hverju átt þú að vera á Twitter?

Þegar allt virðist vera að stefna í flókna í samskiptavefi eins og Facebook stekkur örbloggið fram á sjónarsviðið. Á Twitter getur hver sem er komið skoðun sinni á framfræi, enda eru öll samskipti fyrir opnum tjöldum. Það er bara einn hængur: hver skilaboð geta bara verið 140 stafir að lengd eða svipað og eitt SMS. Í því liggur frábærleiki Twitter, vefurinn er svo einfaldur. Hann er meira að segja svo einfaldur að fólk ruglast! “Hvað á ég að gera hérna?” “Hvernig virkar þetta Twitter?” eru meðal algengustu fyrstu tvítanna sem fólk sendir frá sér. Svarið er einfalt: Fylgjast með og tjá þig!
Hvað á ég að skrifa?

Það fer allteftir því á hverju þú hefur áhuga á. Margir nota Twitter til að koma skoðunumsínum á framfæri. Aðrir nota miðilinn til að hlusta á aðra. Til dæmis er mjögsniðugt að elta uppáhalds hljómsveitirnar þínar þar sem þangað detta yfirleittinn nýjustu fréttir frá þeim og oftar en ekki eitthvað nýtt efni. Þá er líkagott að nota Twitter til að koma upplýsingum á framfæri. Ertu með blogg? Beindu færslum af því inn á Twitter til að fleiri lesi það.
Hvern á ég að elta?
Aftur, fer þaðallt eftir á hverju þú hefur áhuga. Viltu fylgjast með fræga fólkinu? Margar afstærstu stjörnum Hollywood eru á Twitter. Hefurðu áhuga á ljósmyndun? Eltuljósmyndara. Hefurðu áhuga á hagfræði? Flestir þekktustu prófessorar heims eruá Twitter. Hefurðu áhuga á fótbolta? Margir af stærstu stjörnunum tvítasjálfar. Hefurðu áhuga á tísku? Eltu hönnuði og tískuhús. Justin Biebermargfaldaði fjölda tónleikagesta með því að tvíta hvar hann var hverju sinni.
Hvernig finn ég þetta fólk?

Flestir eiga sérnetrúnt. Fylgstu með á þessum síðum hvort þeir sem skrifa eru á Twitter. Efþeir skrifa um hluti sem þeir hafa áhuga á eru þeir líklegir til að tvíta umhluti sem þeir hafa áhuga á. Ef þú finnur einhvern sem þér finnst segjaáhugaverða hluti, skoðaðu þá hvern hann eltir því þú gætir dottið inn ááhugavert efni þar. Leitaðu á þeim vefsíðum sem þú skoðar að þessum dularfullu@-merkjum sem einkennir Twitter eða að Twitter logo-inu. Sem dæmi geturðu elt mig með því að smella á Twitter merkið hér til vinstri.
Hvað þýðir # merkið?

# er notað til aðmerkja umræður. Ef þú ert að tjá þig um Man Utd – Liverpool leikinn gætirðu tildæmis merkt umræðuna með #fotbolti. Þá gætu aðrir merkt sín innlegg með samamerki og þannig skapast umræður milli fólks út um allan heim um hin ýmsumálefni. Til dæmis notaði Occupy hreyfingin í New York merkið #OCCUPYWALLSTREETtil að koma skilaboðum til allra mótmælendana á Wall Street í haust. #fotboltihefur líka verið greypt sig í huga íslenskra fótboltatvítara og myndast oftumræður milli knattspyrnuáhugamanna í kring um áhugamál sitt.

Sjá allir það sem ég er að gera?

Já, og það er svo frábært! Öll samskipti eru opinber þannig ef þú sérð einhverja vera að tala um eitthvað sem er þér hugfangið geturðu stokkið inn í umræðuna og tekið þátt. Eins geturðu lent á spjalli við fólk úti í heimi um svipuð málefni. Til dæmis hef ég ráðlagt fólki sem ég hef aldrei hitt hvað það á að gera í fríi á Íslandi. Ég hef fengið leyfi fyrir notkun á myndefni hjá ljósmyndara í Brasilíu og svo hef ég fengið þjónustu frá fyrirtækjum, allt í gegn um Twitter.

@ladygaga

Af hverju átt ÞÚ að vera á Twitter?

Sama hvað þúhefur áhuga á ættirðu að geta fundið það á Twitter og tekið þátt í samræðum við fólk út um allan heim með sömu áhugamál. Það er svo mikið afhljómsveitum þarna úti sem maður vill fylgjast með. Nú eða tískubloggurum. Eðafótboltaséníum. Kannski viltu bara fylgjast með ruglinu sem kemur út úrstjörnunum eða @NotLandsbankinn. Sama hvað það er þá finnurðu það á Twitter.
Advertisements
2 comments
  1. Hashtag ( # ) er einmitt mjög gott til þess að finna fólk með sömu áhugamál og þú. Hef persónulega gert mikið af þessu varðandi allskonar hönnun og þá leitað að t.d. #digitaldesign og fengið upp allskonar fólk sem er að ræða eitthvað sem ég hef mikin áhuga á. @baldurjon

  2. Já… spurning. Mér finnst bara ekkert af þessum samskiptaformum sem hafa komið út undanfarin ár vera með tærnar þar sem ircið var með hælana.En farðu nú að vinna í því að bæta kommentakerfið hérna, allt of þreytandi að þurfa að logga sig inn á gmail til að geta skilið eftir komment.#smátuð

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s