Leyndarmál vörumerkjanna

Ég er búinn að vera að horfa (aftur) á Secrets of the Superbrands, heimildarmynd í þremur þáttum sem framleidd var af BBC. Myndin var framleidd á síðasta ári og er þannig séð mjög nýleg. Hún fjallar um stærstu vörumerki í heimi, sögu þeirra og hvað þau hafa gert til að komast á þann stað sem þau eru í dag.

Eins og áður segir er hún í þremur hlutum og er skipt niður eftir efni – tækni, tíska og matur. Í tæknihlutanum er fjallað um tæknitröll eins og Facebook, Google, Apple og Microsoft. Í tískuhlutanum er byrjað á Louis Vuitton en svo er farið yfir í Levi’s, Diesel og loks Adidas og Nike. Í matarhlutanum er m.a. fjallað um Coca Cola, Heinz, Red Bull og McDonald’s.

Kynnirinn heitir Alex Riley og hann er fullkominn í þetta starf! Alex er hinn almenni lúði sem spáir ekkert (að hann heldur) í vörumerkjum, í hverju hann er, hvernig tölvu hann á o.s.frv. Hann gerir óspart grín að sjálfum sér og heldur þannig uppi húmor í gegn um allar myndirnar, sem annars fjalla um grafalvarleg málefni.

Það sem er svo merkilegt við myndirnar er að þau sýna hvernig sterkustu vörumerki heims láta fólk líða. Það er meðal annars farið með Apple fanboy í heilaskanna þar sem honum eru sýndar myndir af Apple vörum. Viti menn, niðurstöðurnar sýna að þegar hann sér eplið góða lýður honum eins og hann sé að sjá fjölskyldumeðlim eða gamlan vin, eða allavega sýnir heilinn á honum þau viðbrögð.

Myndirnar eru alveg frábærar og gefa einstaka innsýn inn í heim þessara sterkustu vörumerkja í heimi. Hann kannar báðar hliðar málsins, fer og talar við forsvarsmenn vörumerkjanna sjálfra en einnig við fólk á hinum pólnum eins og aðstandendur tímaritsins Adbusters. Ég mæli með þeim fyrir alla, markaðsfólk, kennara, sálfræðinga og alla þá sem vilja kíkja inn í haus neytandans og bestu vina hans.

“So where does the secret power of the fashion superbrands come from? It comes from us!
-Alex Riley


Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s