Superbowl XLVI!

Það verður mikið um dýrðir í Indianapolis 5. febrúar þegar Superbowl XLVI (46 fyrir þá sem ekki tala rómversku) fer fram. Þar mætast mín lið, New York Giants og New England Patriots, en í tvö ár átti ég heima í klukkutímafjarlægð frá Giants Stadium í New York og svo í klukkutímafjarlægð frá Gillette Stadium í eitt ár. Ég hef samt alltaf haft meiri taugar norður til New England, þannig ég eiginlega vona að Tom Brady stýri sínum mönnum til sigurs.

En ég ætla ekki að tala um ruðning við ykkur, enda er amerískur fótbolti ein sú leiðinlegasta íþrótt sem til er að horfa á í sjónvarpi. Superbowl er nefnilega gósentíð hjá auglýsendum í Bandaríkjunum. Auglýsingapláss í hálfleik er nefnilega dýrasta pláss ársins, enda nærðu þannig inn á flestöll heimili í Bandaríkjunum. Þannig hefur skapast rík hefð að fyrirtæki leggi aðalpúður ársins í auglýsingar á þessum árstíma, sem eru svo frumsýndar í hálfleik á meðan Superbowl stendur. Sagt er að hvert 30 sekúndna pláss í hálfleik hafi kostað um 3 milljónir dollara, eða um 370 milljónir króna!

Manían í kringum auglýsingarnar er meira að segja það mikil að nú eru farin að birtast “teaser” auglýsingar til að hita upp fyrir daginn sjálfan. Hér bregður Matthew Broderick bregður sér aftur í gervi Ferris Bueller í 10 sekúndna klippu sem enginn vissi hver borgar fyrir. Í dag kom svo í ljós að það var Honda sem stendur á bakvið þetta stunt, með margar tilvísanir í myndina sjálfa. Smelltu hér til að sjá alla auglýsinguna.

Partýið byrjar svo daginn eftir hjá okkur sem sitjum annarsstaðar í heiminum og fylgjumst með erlendum bloggsíðum taka saman allar þessar frábæru auglýsingar sem birtust kvöldið áður. Hér eru nokkrar af auglýsingum síðasta árs.

Volkswagen – The Force

The Force var valin auglýsing ársins 2011 af Adweek.

Chrysler – Imported from Detroit

Chrysler ákvað að fara í samstarf með Eminem í þessari auglýsingu. Mjög flott concept sem dregur fram vörumerkið Detroit jafn mikið og Chrysler vörumerkið.

Best Buy – Buy back program

Best Buy fékk gamla brýnið hann Ozzy Osbourne til að skilja ekki tækni (sem hann gerir örugglega ekki) og Justin Bieber til að vera mótvægi við hann í þessari skemmtilegu stiklu.

Coca Cola – Open happiness

Coca Cola hélt áfram með ævintýraþemað sitt.

Ég býð allavega spenntur að sjá hvað auglýsendur heimsins færa manni á árinu 2012.

Advertisements
4 comments
  1. Ósammála því að Amerískur fótbolti sé leiðinlegasta sjónvarpsíþrótt heims þó ég nenni ekki að horfa á hann :)Það verður spennandi að sjá hvernig VW fylgir eftir góðum viðtökum síðasta árs.

  2. Hróar said:

    Teaserinn þegar kominn með 10 milljón views, hafa greinilega hitt naglann á höfuðið í fyrra. Svo veit ég ekki alveg hversu vel hugsað þetta var hjá Honda, ég varð persónulega fyrir smá vonbrigðum yfir því að þetta væri auglýsing en ekki teaser fyrir nýja mynd (óraunhæft, en ég hélt í smá von).Sem dæmi um velgengni VW auglýsingarinnar þá eyddi Audi bókað mun meira í sínar SB auglýsingar í fyrra (Kenny G er ekki ódýr) en samt man fólk ekki eftir þeim. Þær voru flottar en vantaði þennan x-factor sem Darth Vader auglýsinginn hefur, kannski er það krúttlegi krakkinn, svoleiðis selur. (audi -> http://www.youtube.com/watch?v=3snyXTNmFm8 )Ef ekki væri fyrir þessi mörgu hlé á Amerískum Fótbolta væri þetta brilliant íþrótt. Hef horft eitthvað af leikjum og þegar liðin þurfa að sækja og það hratt er þetta fáránlega skemmtilegt áhorfs. Svo verð ég að koma að bestu Superbowl auglýsingu sem ég hef séð. TTT up in this house!http://www.youtube.com/watch?v=RzToNo7A-94

  3. Hvernig er það Hróar, ætluðum við ekki að ráða hann í vinnu hjá Símanum?

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s