Segðu sögur

“Stop trying to sell people facts and start telling them stories”
-Seth Godin

Ég er mikill aðdáandi Seth Godin, eins og ég hef sagt áður. Hann er með flottar hugmyndir sem hann lætur í ljós á blogginu sínu og svo hefur hann líka skrifað fjöldan allan af bókum. Persónulega finnst mér hann vera betri bloggari en rithöfundur en það breytir því ekki að margt af því sem hann segir er mjög flott.

Ég er búinn að vera að hlusta á bókina hans All Marketers are Liars og mér finnst hún sú besta af þeim sem ég hef lesið/hlustað á eftir hann. Ástæðan er sú að ég er sammála hverju orði í henni! Í bókinni talar Seth um að markaðsfólk er allt of upptekið af staðreyndum um vörurnar sem það er að reyna að selja. Fólki er alveg sama um staðreyndirnar! Það vill vita hvað varan gerir fyrir það! Það kaupir söguna sem þú segir því, ekki vöruna sjálfa. Tökum dæmi:

Starbucks selur kaffi. Kaffið þar er rándýrt, en samt er þetta vinsælasta kaffihúsakeðja í heimi. Er það af því kaffið er svona rosalega gott? Kannski. En er það 3x betra en á næsta stað? Varla. Farðu inn á hvaða Starbucks stað í heiminum og allt er útpælt. Þar er sögð saga af því hvaðan kaffið kemur, stærðirnar heita framandi nöfnum, tall, grande o.s.frv. í stað þess að heita small eða medium. Fólk velur Starbucks vegna þess að því finnst gaman að koma þangað. Staðurinn hefur eitthvað með sjálfið að gera og hvernig okkur líður með sjálf okkur. Ef stofnendur Starbucks væru bara að selja “kaffi” þá væri vörumerkið ekkert örðuvísi en sjoppan á næsta horni. Fólk fer ekki á Starbucks til að kaupa kaffi, það er að kaupa Starbucks.

Skilurðu hvert ég er að fara? Tökum annað nærtækara dæmi:

Hefurðu borðað á Hamborgarafabrikkunni? Simmi og Jói eru ekki að selja hamborgara. Þú getur fengið hamborgara með bernaise sósu næstum því hvar sem er. Staðurinn býr til sögu – maturinn, tónlistin, matseðillinn, Blákolla í horninu, bronsstyttan af Rúnari Júl. Það er ástæðan fyrir að fólk kemur aftur og aftur. Maturinn er svo bara bónus. Það eru seldir fínir hamborgarar út um alla Reykjavík, en sagan sem Fabrikkan hefur að segja hefur þau áhrif að okkur langar þangað aftur.

Sagan sem þú þarft að segja er það sem lætur þig standa upp úr. Ef þú stendur upp úr muntu vinna þér inn forskot umfram samkeppnisaðila þína, sem skilar sér í meiri sölu. En nú kemur erfiði hlutinn. Það geta allir sagt sögu og unnið sigra til skamms tíma litið. Þegar fólk heyrir söguna þína og trúir henni þá verðurðu að standa við hana. Þú getur logið upp alls konar hluti, unnið inn fullt af viðskiptum en það mun alltaf koma í hausinn á þér til lengri tíma litið. Passaðu þig á að lofa ekki upp í ermina á þér. Vertu ekta, vertu stöðug(ur) og segðu þina sögu. Þetta á við um allt, sama hvort þú sért að selja vöru, miða á tónleika, vinna þér inn atkvæði í kosningum eða safna peningum fyrir góðgerðarmál.

Hættu að segja staðreyndir, fólki er alveg sama. Segðu því sögur og þá fer það að tala um þig. Horfðu á þetta í samhengi við þitt vörumerki. Ertu að selja tölvur? Fólki er sama um örgjörva og gígabæt. Það vill vita hvað tölvan gerir fyrir það. Ertu að selja hugbúnað? Segðu frá hversu miklu þægilegri vinna fólks er með þessum hugbúnaði, hvað getur gert með tímann sem hann sparar.

Hvað ert þú að selja? Segðu mér sögu.

2 comments
  1. SimmiV said:

    Saell Hjalti, flott blogg hja ter. Haltu tvi afram!Eg er serstaklega sammala ter med tetta;"Passaðu þig á að lofa ekki upp í ermina á þér. Vertu ekta, vertu stöðug(ur) og segðu þina sögu. Þetta á við um allt, sama hvort þú sért að selja vöru, miða á tónleika, vinna þér inn atkvæði í kosningum eða safna peningum fyrir góðgerðarmál."Einfaldlega harrett.Kv,SimmiV, Fabrikkunni.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s