EM, RÚV og öll sú saga

Flestir Íslendingar hafa verið límdir við sjónvarpsskjáinn síðustu vikuna að fylgjast með Strákunum okkar úti í Serbíu. Í fyrsta lagi langar mig til þess að vekja athygli á því hversu frábær árangur mér þykir það að ná á stórmót trekk í trekk með landslið frá 300 þúsund manna skeri norður í rassgati. Strákar þið eruð hetjur og eruð landi og þjóð til sóma.

Í öðru lagi langar mig til að kvarta yfir hversu illa er haldið utan um útsendingar frá EM í Serbíu. RÚV hefur væntanlega unnið ötullega að því að fá sýningarréttinn yfir til sín aftur, eftir að 365 vann síðasta útboð um HM  í Svíþjóð á síðasta ári. Allt gott og blessað að þjóðin fái að fylgjast með því sem strákarnir eru að gera. Landsliðið er jú auðlind í þjóðareigu og allt það. Við borgum fyrir RÚV í gegn um skattana okkar og ættum því að sjálfsögðu að fá að njóta þess að horfa á landsliðin okkar keppa. Eða hvað? Þarf þetta að vera annað hvort eða?

Sýnt var frá heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á síðasta ári á Stöð 2 Sport. Fyrir leik var Þorsteinn Joð með upphitunarþátt þar sem talað var við ýmsa spekinga eins og Geir Sveinsson, Loga Geirs og Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þátturinn var yfirleitt um klukkutími, þar sem talað var um andstæðingana, þeirra leikur greindur og spáð fyrir um okkar leik. Eftir leik var umfjöllunin í svipuðum dúr, klukkutíma þáttur leikurinn greindur, farið yfir næstu leiki og hvað var framundan. Umfjöllunin var vönduð og góð og vel að henni staðið.

Núna árið 2012 eru leikirnir sýndir á RÚV. Útsending hefst stuttu fyrir leik, það er rétt farið yfir málin og svo er skipt út til Serbíu. Að leik loknum er smá umfjöllun, 1-2 leikatriði greind og spiluð viðtöl við strákana eftir leik – ef tími gefst til! Á föstudaginn töpuðum við því miður 34-32 gegn Slóveníu og eftir leikinn beið ég í ofvæni eftir að heyra hvað strákarnir höfðu að segja um tapið. Það rétt vannst tími til þess að tala við Guðmund landsliðsþjálfara og svo þurfti að skipta í hálftíma fréttatíma, fylgt eftir með hálftíma Kastljósi, svo fengum við að sjá seinni hálfleikinn af leiknum á milli Króatíu og Noregs (sem var mjög mikilvægur fyrir okkur) og svo var farið beint í Útsvarið, því ekki má landinn missa af uppáhaldsspurningaþættinum. Á meðan þessu stendur er heil handboltastöð í gangi sem sýnir ekkert! Þetta er alveg til skammar finnst mér! Stöð 2 gerði þetta svo 100 sinnum betur í fyrra að það er ekki fyndið!

Mín skilaboð til RÚV eru þessi: Gerið þetta almennilega eða sleppið þessu! Ef ekki er í boði að hliðra dagskránni nýtið ykkur þá plúsrásirnar, eða þessa blessuðu EM rás sem var sett upp sér fyrir þetta mót.

Það virðist vera einhver mýta í gangi með að það að sýna frá handboltalandsliðinu á Ríkissjónvarpinu þjóni hagsmunum almennings. Það er einfaldlega della ef það er ekki vel gert. Í fyrra sýndi Stöð 2 meirihlutann af leikjum íslenska landsliðsins í opinni dagskrá. Það er hægt að bæta um betur og sýna þá alla í opinni dagskrá, en læsa umfjölluninni og öðrum leikjum. Þá myndu handboltasjúklingar kaupa sér áskrift en hinir rólegri gætu horft á leikinn sjálfan. Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að selja kostun til íslenskra fyrirtækja. “Arion banki færir þér landsliðið”, “Össur færir þér Strákana okkar”, “Grímur kokkur færir þér öll mörkin í Serbíu”. Svo þar sem öll augu landsins væru límd við skjáinn er hægt að rukka meira fyrir hverja sekúndu í auglýsingaplássinu. Einfalt, allir sjá landsliðið, Stöð 2 fær áskrifendur og RÚV greiðið ekki morðfjár af skattpeningum fyrir útsendingu sem væri annars sinnt með hangandi hendi. Allir græða.

En þar sem maður á alltaf að vera jákvæður í garð landsliðsins, þú útsendingarnar séu ekki eins og maður vill, þá ætla ég að enda þetta á jákvæðu nótunum. Áfram strákar, þið takið þessa Frakka og Spánverja! Og ef ekki, þá er það allt í lagi líka!

Advertisements
2 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s