Eltu mig á….Tumblr?

Tumblr fyrir Android

Flestir sem hafa lesið hugrenninga frá mér þekkið sjálfsagt Twitter. En það eru því miður færri sem virðast þekkja Tumblr. Tumblr.com er síða sem hefur náð mikilli dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er þeim eiginleikum gædd að mjög auðvelt er að deila hlutum, hvort sem það er myndband, textafærsla, infógraf eða eitthvað allt annað. Hver er þá munurinn á Tumblr og Facebook, Blogger, Twitter og öllum hinum samfélagsmiðlunum. Ég horfi á þetta svona: ef Twitter er örblogg og WordPress er blogg þá myndi ég segja að Tumblr væri eitthvað akkurat þar á milli. Það er nefnilega svo rosalega auðvelt að deila á Tumblr og það kemur í svo þægilegri tímalínu. Tumblr snýst meira um myndefni heldur en venjulegar bloggsíður og hentar því mjög vel í svona myndablogg, betur en t.d síður eins og Blogger. Skoðið Tumblr-inn hjá mér til að sjá hvað ég er að meina

Tumblr er til dæmis með frábært snjallsímaforrit sem gerir deilingu í rauntíma svona líka þægilega. Eins er skemmtilegt að deila myndum þar til að sjá þær á í tímalínu, frekar en t.d. á Facebook þar sem allt blandast saman, myndir af fjölskyldunni, stöðuuppfærslur og annað. Þá er Tumblr skemmtileg síða til að benda inn á, hvort sem það er af Facebook eða Twitter eða hvað. Tumblr er líka með svona fítus eins og Twitter að þú getur “elt”  (e. follow) hvern sem er, þannig ef þú finnur einhvern með áhugaverða síðu, þá eltirðu hann og uppfærslur frá honum munu koma upp í svona “newsfeed”.

Eins og ég segi þá er þetta skemmtilegur miðill með marga möguleika. Þegar slíkur miðill stekkur fram á sjónarsviðið er gaman að skoða hvernig vörumerki nýta sér hann til að koma sér á framfæri. Við skulum líta á nokkur dæmi.

Barack Obama

Obama hefur hafið endurkjörsherferð sína af krafti. Hann ætlar sér að nýta samfélagsmiðlana til fulls og er á Twitter, Tumblr, Foursquare og á fleiri miðlum, til að ná til sem flestra. Tumblr síðan hjá honum er skemmtileg og lifandi og sýnir forsetan í nýju ljósi. Efsta myndin í dag er til dæmis af honum með hundinn sinn. Með þessari síðu er Obama að gera sig miklu aðgengilegri fyrir kjósandann. Kjósandinn gefur sitt atkvæði að öllum líkindum þeim frambjóðanda sem honum líkar best við. Á Tumblr er hann að ná til ákveðins hóps og hefur þetta mælst vel fyrir.

Mashable

Mashable fréttaveitan er með Tumblr síðu en hún er ekki notuð í að vísa inn á fréttir af síðunni eða vekja athygli á því sem er í gangi á síðunni sjálfri. Nei þau nota Tumblr bloggið sitt til að leyfa lesendum vefsíðunnar að kynnast starfsfólkinu og hvað er í gangi baksviðs. Þannig eru allskonar myndbönd og linkar frá fólkinu sem vinnur hjá Mashable, bæði eitthvað sem tengist vinnunni og svo líka bara skemmtileg innslög inn á milli. Skemmtileg leið til að nota blogg til að kynna vinnustaðinn.

Alexander Mcqueen

Alexander Mcqueen var heimsfrægur fatahönnuður sem dó langt fyrir aldur fram árið 2010. Tískuhúsið og vörumerkið hafa samt sjaldan verið sterkari og það er einmitt að gera skemmtilega hluti á Tumblr. Tískuvörumerkin hafa einmitt verið mjög áberandi í upptöku á Tumblr enda er bæði auðvelt að deila myndum af nýjum og væntanlegum vörum eða myndum af módelum í fötum frá t.d. Alexander Mcqueen. Eins er mjög auðvelt fyrir tískuáhugafólk að fylgjast með bara með því að ýta á “Follow” takkann, og þá fær það nýjustu myndirnar beint í æð.

Universal Music

Tónlistarbransinn er svipaður tískubransanum að því leiti að það er alltaf að koma nýtt efni. Universal Music hefur verið að nota Tumblr á skemmtilegan hátt með því að setja inn myndbönd, viðtöl, gömul plaköt og myndir frá listamönnum sem eru á samning hjá Universal.

Fleiri dæmi um vörumerki sem eru að nota Tumblr má sjá hér í þessari upptalningu.

Eru einhver íslensk dæmi?
Nú þekki ég ekki marga einstaklinga sem eru með Tumblr síður en ég þekki samt engin fyrirtæki eða vörumerki sem nýta sér þennan miðil hér á landi. Mér myndi helst detta í hug að hljómsveitir og fatahönnuðir myndu finna not í Tumblr, enda er þetta frábær síða til að vera með blogg sem snýst aðallega um myndir og myndbönd en minna um texta.
Ef ég fæ einhver góð dæmi fara þau beint hérna undir.
Advertisements
6 comments
  1. Já mjög skemmtilegt. Þetta er samt meira hefðbundin bloggsíða hýst hjá Tumblr.

  2. Inspired by Iceland er að sjálfsögðu með Tumblr síðuhttp://inspiredbyiceland.tumblr.com/

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s