Topp 5 erlendu plötur ársins 2011

Þetta var klárlega erfiðasti listinn til að setja saman. Mig langaði til að gera topp 10 lista en til að halda sanngirni við hina topplistana ákvað ég að hafa bara 5 efstu sætin. Ég gat ekki gert upp á milli fyrsta og fimmta sætis þannig þær eru allar jafnar á topp 5. Ég var að breyta samsetningu listans alveg fram á síðustu stundu en ég er orðinn 100% viss núna. Mér finnst ég samt ekki geta verið heiðarlegur án þess að minnast aðeins á þær sem komust ekki inn á topp fimm. Bon Iver gaf út frábæra plötu, Foo Fighters komu með skemmtilegt comeback út bílskúrnum hjá Dave Grohl, ég fékk að kynnast The Antlers sem áttu yndislega plötu og svo má ekki gleyma snillingunum Jay-Z og Kanye West sem gáfu út rosalega plötu saman. En topp fimm hljómar svona:

1. Florence and the Machine – Ceremonials

Íslandsvinirnir í Florence and the Machine fygldu eftir plötunni Lungs með öðru meistarastykki – Ceremonials. Þetta er 12 laga gripur, fullur af orku og flottri tónlist. Florence Welch, söngkona, fer mikinn í öllum lögunum eins og hún gerði á Lungs. What the water gave me var fyrsta lagið sem heyrðist í útvarpi í lok sumars og svo byrjaði Shake it out að hljóma með haustinu. Besta lagið að mínu mati er númer 5, Breaking Down.

2. The Wombats – This Modern Glitch

Ég er alveg rosalega skotinn í þessu bandi. Allt frá því ég heyrði Moving to New York af fyrri plötunni þeirra hef ég verið hooked á hljóminn frá þeim. Ég beið eftir This Modern Glitch í marga mánuði, setti útgáfudaginn í dagbókina hjá mér og elti Twitterstrauminn hjá þeim til að missa nú örugglega ekki af neinu. Og viti menn, platan er geðveik. Það eru öll lögin góð. Textarnir fjalla ennþá um partý og stelpur, en það má samt greina smá trega í þeim, eins og frægðin sé að reynast mönnum erfið. Ég vona bara að þessir strákar frá Liverpool brenni ekki út á eiturlyfjanotkun. 1996 er lagið sem fylgir með.

3. WU LYF – Go tell fire the to mountain


Hefurðu einhverntíman hlustað á plötu og fengið gæsahúð af öllum lögunum? Þessi plata er þannig! Mér var bent á hana þegar ég var að leita eftir tilnefningum um bestu plötu ársins, gaman að segja frá því að hún var sú eina sem kom til greina af þeim sem ég hafði ekki hlustað á áður. WU LYF eru nokkrir magnaðir peyjar. Þeir koma frá Manchester og eru rétt skriðnir yfir tvítugt. Þeir neituðu öllum plötusamningum og gáfu hana út sjálfir. Sömuleiðis hafa þeir aldrei gefið blaðaviðtöl og tóku plötuna sína upp í gamalli kirkju en ekki stúdíó. Allt þetta hefur valdið því að breska tónlistarpressan heldur ekki vatni yfir sveitinni. Enn hlustaðu bara, það heyrn er sögu ríkari, eins og máltækið segir.

4. Awolnation – Megalithic Symphony

Megalithic Symphony kom inn á borð til mín eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vinnufélagi minn lét mig fá hana þegar ég byrjaði í vor og hún var í spilun í allt sumar sama við hvaða aðstæður. Awolnation samanstendur af einum manni – Aaron Bruno. Ég get eiginlega ekki lýst tónlistarstefnunni, en Wikipedia skilgreinir hana sem “electronic rock” þannig ég reikna með að það sé rétta skilgreiningin. Hún á allavega vel heima á þessum lista. Hér er lagið Not Your Fault.

5. The Vaccines – What Did You Expect From The Vaccines

3 Bretar og 1 Íslendingur. Hefðu komið og spilað á Airwaves en það var ekki hægt þar sem söngvarinn þurfti að fara í aðgerð á hálsi. Ég græt það enn. Þessi sveit er búin að vera í eyrunum á mér allt árið, allt frá því að If You Wanna fór að hljóma á X-inu. Síðan þá hafa þeir komið með hvern slagarann á fætur öðrum. Frábær sveit sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér! Ekkert meira hægt að segja um þá nema hlustaðu á plötuna! Wetsuit er lagið sem fylgir.

Þá er þessari listamaníu lokið og ég get farið að einbeita mér að markaðsmálunum aftur. Færslurnar sem ég á inni alveg hlaðast upp þannig það verður nóg að gera á Hugrenningunum á nýju ári. Ég þakka allar 46 færslurnar og 7000 lesningarnar á árinu og hlakka til að upplifa nýtt markaðs-, fjárfestinga-, snjallsíma og tónlistarár með ykkur öllum.

Gleðilegt ár!

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s