Topp 5 íslensku plöturnar árið 2011

Þá ætla ég að halda áfram að fara yfir árið. Núna eru það bestu íslensku plöturnar. Þar var ein plata sem bar höfuð og herðar yfir hinar. Ég vind mér beint í þetta.

1. Mugison – Haglél

Var einhver sem efaðist um að Mugison ætti bestu plötu landsins? Ég hef alltaf haft lúmst gaman af tónlistinni frá Mugison, en hef aldrei virkilega dottið í hana. Það merkilega við Haglél er að hún fékk mig til að hlusta enn meira á eldi diskana, sem eru frábærir sömuleiðis. Haglél er alveg frábær hjá honum og nær til alveg merkilega breiðs hóps. Hún nær til tengdamömmu minnar sem hlustar á Bylgjuna sem og treflana sem fara á Airwaves. Hann hélt frábæra tónleika fyrir alla landsmenn í Hörpunn sem og út um allt land. Þau lög sem hafa verið mest í spilun eru Kletturinn og Stingum af. Lagið sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er lagið Gúanó stelpan.

2. GusGus – Arabian Horse

Gusgus mega eiga það að allt sem kemur frá þeim er gott. Síðustu 3 plötur frá þeim hafa selst eins og heitar lummur enda er þar um að ræða flotta danstónlist. Þeir troðfylla NASA trekk í trekk og valda aldrei vonbrigðum. Það tók mig samt nokkurn tíma að melta Arabian Horse. Hún er ein af þessum plötum sem ég fílaði ekki í fyrstu en þegar ég hlustaði á hana nokkrum mánuðum seinna fór hún að síga betur inn. Kannski er ég þrjóskur og neita að finnast vinsælir hlutir skemmtilegir. Mér finnst samt Forever alltaf vera besta platan. Hér titillag plötunnar, Arabian horse.

3. Of Monsters and Men – My head is an animal

Ég er búinn að velta þessari plötu fyrir mér lengi. Ég varð virkilega hrifinn af fyrstu smáskífunni, Little Talks, strax og ég heyrði hana og keypti plötuna um leið og hún kom út. My head is an animal er gott fyrsta verk. Þau sækja innblástur í sveitir eins og Arcade Fire og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Ég var svo endanlega seldur þegar ég sá þau á Airwaves í ár. Þau náðu þar að standa fyllilega undir athyglinni sem þeim hefur verið sýnd, að mínu mati allavega. Platan er þokkalega heilsteypt og þau eru með skemmtilegan hljóm. Það þarf kannski að slípa hann aðeins en hey, þau stukku nú bara fram á sjónarsviðið á Músíktilraunum fyrir 2 árum. Hér er lagið Six Weeks.

4. HAM – Svik, harmur og dauði

Er einhver hljómsveit á Íslandi sem kæmist upp með jafn mikla bull plötu? Já, kannski Botnleðja. Það er ekki hægt að fíla ekki HAM. Óttar Proppé að urra í míkrófón studdur af Sigurjóni Kjartanssyni í bakröddum. Þetta er önnur hljómsveit sem seldi sig fyrir mér á Airwaves í ár. Svik, harmur og dauði er engu að síður þrusu rokkari. Hún smellur nefnilega alveg þrælfínt í eyru, þrátt fyrir alla vitleysuna og er vel að því komin að vera á þessum lista.

5. Gang Related – Stunts & Rituals

Nú hljómar það kannski eins og ég sé að plögga vinum mínum og það má vel vera að svo sé. Ég er búinn að hlusta á Stunts & Rituals í döðlur. Það er eitthvað við þessa plötu sem smellur svo vel. Ég held án djóks að það sé amatöra sándið sem ríkur af henni. Það skín svo í gegn spilagleðin. Ég styrktist svo ennfrekar í áliti mínu þegar þeir fengu 4 stjörnur frá Morgunblaðinu og voru nefndir á topplistum hjá bæði gogoyoko og Fréttablaðinu. Hér er flott plata á ferðinni með nokkrum snillingum úr Grafarvoginum. Ef þú fílar hresst gítarrokk þá er þessi fyrir þig. Bestu lögin á plötunni eru annars vegar Dumb og hins vegar Sandskank.

Aldrei þessu vant er ég til í að hlusta á gagnrýni á þennan lista, þrátt fyrir að þetta sé minn listi 🙂

Hvaða hljómsveitir ættu heima hér, ef ég myndi stækka hann upp í topp 10?
3 comments
  1. Ég hlustaði bara ekkert á hana. Hljómsveitin Ég hefur bara aldrei kveikt neitt í mér af einhverjum ástæðum.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s