Topp 5 "too late" uppgötvanir ársins

Ég er svokallaður “listophile”. Ég elska vinsældarlista, hvort sem það er vinsælustu bækurnar, mest seldur tölvuleikirnir, aðsóknarhæstu kvikmyndirnar eða bara allt annað. Þannig ég ákvað að fyrst ég er loksins byrjaður að skrifa að ég myndi taka þátt í gleðinni í enda árs þar sem fólk tekur saman það besta sem gerðist á árinu 2011. Ef þið eruð ósammála mér í einhverju af listum ársins megiði að vanda skilja eftir athugasemdir, hvort sem það er hér, á Twitter eða á Facebook. En það er ólíklegt að það verði tekið mark á þeim þar sem hey, þetta er minn listi.

Til að byrja með ætla ég að fara í Topp 5 “too late” uppgötvanir ársins, en það eru þær plötur sem komu ekki út á árinu en ég byrjaði ekki að hlusta á fyrr en nýlega. Stundum er maður svo sljór, en því miður er bara ekki allur tími í heiminum til að uppgötva nýja tónlist, þó það væri nú ekki leiðinlegt starf. Life gets in the way. En það er önnur saga!

Það ber að taka fram að þetta er ekki í neinni sérstakri vinsældarröð, númerin eru bara til að hjálpa mér.

1. Titus Andronicus – The Monitor

Þessi plata er svo geðveik! Hresst pönk – indí – rokk sem ætti ekki að svíkja neinn. Titus Andronicus dregur nafn sitt af tragedíu frá Shakespeare. Hún hefur hlotið verðskuldaða athygli og var m.a. valin ein af áhugaverðustu nýju hljómsveitunum árið 2010 af Rolling Stone. The Monitor er önnur plata sveitarinnar og kom hún út í mars árið 2010. Ég heyrði fyrst af henni þegar ég var að auglýsa eftir nýrri tónlist á Facebook og sótti hana svona með hálfum hug, enda hafði ég ekki heyrt sveitina nefnda á nafn. Það er svo rosalega gaman þegar manni er komið svona á óvart. Lagið sem fylgir heitir No future part three: Escape from no future. Hlustið á þetta!

2. The Naked and the Famous – Passive Me, Aggressive You

Þessi plata er sko búin að hljóma í eyrunum á mér allt árið. The Naked and the Famous er hljómsveit frá Nýja Sjálandi, en hún náði ekki inn á öldur ljósvakans hér á landi fyrr en núna í vor. Ég var háður með fyrsta laginu sem kom í útvarpinu, Young Blood, og platan Passive Me, Aggressive You, olli engum vonbrigðum. Hún kom út í september á síðasta ári og fær því miður ekki að vera á topplista þessa árs. Hún fær þó sæti á aukalistanum mínum. Ég hef áður talað um The Naked and the Famous og lagið Girls Like You, sem fylgdi með þá, fær líka að fara með í þetta skiptið. Það er bara allt of gott.

3. Edward Sharpe & The Magnetic Zeros – Up from below

Það þekkja allir þessa hljómsveit. Ekki endilega af því hún er svo fræg heldur af því lagið Home var í auglýsingu frá Sjóvá. Platan Up from below kom út árið 2009 og það má heyra áhrif frá henni t.d. í lögum frá Of Monsters and Men, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Platan er engu að síður alveg frábær og sækir anda sinn í áttunda áratuginn þar sem allir voru hippar með sítt hár og skegg. Lagið sem fylgir með heitir 40 day dream og er fyrsta lagið á plötunni.

4. Bon Iver – For Emma, Forever Ago

Af hverju ég var ekki búinn að hlusta á þessa plötu hreinlega veit ég ekki. Ég leiddist út í að hlusta á Bon Iver af því hann gaf út frábæra plötu í ár. For Emma, Forever Ago var gefin út af hljómsveitinni sjálfri árið 2007 en svo endurútgefin 2008 með hjálp útgáfufyrirtækisins Jagjaguwar. Frægasta lagið á plötunni er klárlega Skinny Love en það fékk fína spilun á útvarpsstöðvum landsins. Platan er mjög hugljúf og hentar vel á köldum vetrarmorgnum til að minna sig á hvað lífið er fallegt. Lagið sem skilur hvað mest eftir hjá mér er síðasta lag plötunnar, en það heitir Re:Stacks.

5. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Ég fór fyrst að spá í þessari plötu eftir að hafa grúskað í árslistum frá árinu 2010. Þannig í janúar rataði hún í tölvuna mína og hún hefur verið í spilun síðan. Það er allt gott við hana! Kanye hellir sér öllum í hana, talar um ástina, kynlíf, sjálfsfyrirlitningu, frægðina og allt. Textarnir eru frábærir og melódíurnar sömuleiðis. Einhverntíman í sumar var ég að skíta á mig í 10 km hlaupi með ekki nógu góða tónlist. Þá setti ég Kanye í gang og hann reddaði mér síðustu kílómetrana. Þar sem búið er að tala nóg um My Beautiful Dark Twisted Fantasy ætla ég ekki að hafa fleiri orð um hana. Ég mæli hins vegar með að þú skoðir stuttmyndina sem var gerð með plötunni og gefin út á YouTube. Lagið sem fylgir með heitir Lost in the World og Bon Iver einmitt syngur í því.

Þetta var Topp 5 “too late” listinn. Íslenski listinn og erlendi listinn koma á næstu vikunni. Lifið heil og munið að skilja eftir athugasemdir þó það gagnist ekki neitt. Þetta er jú minn listi 🙂

Advertisements
3 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s