Podcasts

Fyrsta kynslóð iPod

Hlaðvörp (e. podcasts) eru eins konar útvarpsþættir á netinu. Hver sem er getur tekið upp hlaðvarp og sett það á netið sem þýðir að næstum hver sem er getur hlustað á það sem útvarpað er á tíma sem honum hentar. Hlaðvörp fóru að verða vinsæl með útbreiðslu iPod-ana góðu en þá fór fólk að sækja þau í gegn um iTunes og svo hlusta á þau í iPod spilaranum sínum.

Fyrir stuttu síðan var ég búinn að ákveða að hlaðvörp væru bara fyrir nörda. Af einhverjum ástæðum var ég búinn að ákveða að þeir sem byggju til og hlustuðu á hlaðvörp væru myndasögulúðar í Bandaríkjunum. Hvað gaf mér þá hugmynd veit ég ekki, en á síðustu vikum hef ég byrjað að hlusta á hlaðvörp sjálfur. Kannski flokkast ég undir skilgreininguna á myndasögulúða en þá er það bara svalt.

Það sem fyrst opnaði glufu fyrir hlaðvörpin hjá mér var bókin The New Rules of PR and Marketing eftir David Meerman Scott, sem ég hef verið að reyna að lesa. Ég segi reyna að lesa af því ég held ég hafi byrjað á henni í september og svo glugga ég í hana á köflum, eftir því hversu mikið er að gera hjá mér. Vonandi næ ég að klára hana fyrir áramót. Nokkrum vikum síðar var ég að tala við frænda minn sem alltaf hlusta á hlaðvörp þegar hann er að vinna. Á endanum keypti ég hugmyndina um hlaðvörp þegar vinnufélagi minn sagðist vera orðinn háður því að hlusta á þau í gegn um forrit í símanum sínum.

Þegar ég heyrði að það væri til forrit í símann var ég undireins seldur. Auðvitað var það eina sem þurfti forrit í símann, það er svo geðveikt sniðugt! Þannig ég sótti forritið Pocket Casts og fór að sækja mér nokkra þætti. Og viti menn, ég er háður. Það vill nefnilega þannig til að það er hægt að finna hlaðvörp um allan fjandann. Ég hlusta mest á eitthvað sem tengist tækni, samfélagsmiðlum og markaðsfræði, en þú gætir fundið allt frá uppistandi til tónlistarþátta, hagfræði eða Sesame Street. Ricky Gervais er til dæmis með geysivinsælt hlaðvarp sem hægt er að gerast áskrifandi að.

Pocket Casts fyrir Android

Síðustu vikuna hef ég m.a. hlustað á This Week in Google (TWIG), vikulegan þátt um hvað Google er að brasa, viðtal við forstjóra Coca Cola á Harvard Business Review rásinni auk nokkurra viðtala á Marketing Profs rásinni. Ég hef verið að hlusta á þetta þegar ég er á leiðinni í vinnuna, úti að hlaupa eða ef ég hef 10 mínútur þar sem ég hef ekkert annað að gera. Þetta er frábær leið til að ná sér í smá fróðleik, og það besta er að maður getur verið að gera eitthvað annað á meðan. Ef fólk fer inn á iTunes og í iTunes Store er hægt að skoða öll þau hlaðvörp sem í boði eru. Ég mæli endilega með að þið prófið þetta.

En hvernig er það, eru einhverjir Íslendingar að taka upp hlaðvörp og senda þau út á netið fyrir okkur hin að hlusta? Ef einhver er með ábendingar má sá hinn sami endilega stíga fram. Ef einhver veit um fleiri góð er ég meira en tilbúinn að hlusta.

Hér fyrir neðan er Michael Porter að tala í podcasti sem heitir Rethinking Capitalism frá Harvard Business Review.

Advertisements
6 comments
 1. RÚV á mikinn heiður fyrir að vera duglegir að setja alla sína útvarpsþætti á netið sem podcasts. Ég hleð alltaf Nei,hættu nú alveg og Speglinum inná símann minn og hlusta þegar ég get.Audible.com er svo frábær hljóðbókarsíða sem er auðvitað náskylt en þar kostar efnið, opið Íslendingum og þeir eru með gott app fyrir Android og iOS. Ég nota þetta hrikalega mikið ásamt því að hlusta á podcasts.Og ég er ekki myndasögulúði 🙂

 2. Þeir á http://www.kop.is eru með podcast. Það fjallar að vísu mestu um Liverpool sem er ákveðin galli en þeir ræða nú líka eitthvað um enska boltann svona almennt. Helvíti flott framtak hjá þeim og getur einmitt verið gaman, eins og þú segir, að hlusta á þetta þegar maður er að gera eitthvað annað.

 3. Hjalti R said:

  Ég var einmitt að uppgötva Audible um síðustu helgi. Þægilegt að vera með svona í eyrunum á meðan maður er að dunda sér eitthvað. Erfitt samt þegar maður er að vinna eða að reyna að einbeita sér. Þá er betra að hafa tónlist.Talandi um Audible þá get ég t.d. bent þér á þarsíðustu færslu um Seth Godin og Tribes 🙂

 4. saevarhb said:

  Já, við vorum með hlaðvarp lengi vel á Stjörnufræðivefnum. Þau eru enn aðgengileg, líka í gegnum iTunes. http://www.stjornufraedi.is/visindathatturinn Þú getur hlustað á Ottó vin þinn þarna einhvers staðar. Svo mæli ég með Tilraunaglasinu á Rás 1. Besti þátturinn.

 5. Hjalti R said:

  Ég tek hatt minn ofan fyrir Stjörnufræðivefnum. Þeir sem ekki hafa skoðað hann ættu að gera það núna.En vitiði um einhverja, utan við Kop.is, sem eru einungis að framleiða podcast? Semsagt ekki að taka upp útvarpsþættina sína, eins og t.d. Biggi í Maus gerir, og streyma þeim heldur taka upp bara til að setja á netið?

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s