Vinsamleg tilmæli til vegfarenda

Það er kominn 21. nóvember. Dagurinn verður sífellt styttri og ennþá er heill mánuður í vetrarsólstöður. Við megum því búast við allavega tveimur mánuðum þar sem við förum til vinnu í myrkri og það sé orðið dimmt þegar við komum heim. Nýverið hafa orðið tvö hræðileg slys. Hjólreiðarmaður slasaðist lífshættulega á Dalvegi þegar gámabifreið var keyrt í veg fyrir hann. Þá lést ung stúlka á Siglufirði í síðustu viku eftir hræðilegt slys og önnur liggur illa haldin á sjúkrahúsi. Ég þekki hvorugan aðila en hugur minn er hjá þeim báðum og þeirra nánustu.

Þegar maður heyrir svona hrikalegar fréttir fer maður ósjálfrátt að hugsa um það sem manni er kært og hvað maður vill innilega að ekkert komi fyrir þá sem manni þykir vænt um. Að því tilefni langar mig að koma með vinsamleg tilmæli til allra vegfarenda, akandi, gangandi, hjólandi eða hlaupandi.

Verum sjáanleg. Allt of algengt er að sjá fólk alveg svartklætt á gangi úti á kvöldin og morgnana. Þegar þú labbar um svartklæddur í myrkri eru engar líkur á að akandi vegfarendur sjái þig. Að fara í ljósa yfirhöfn eða að vera með endurskinsmerki gerir þig sýnilegan í myrkri og eykur öryggi þitt. Bæði VÍS og Arion Banki hafa verið að gefa endurskinsmerki þannig það er engin afsökun að segjast ekki eiga þau.

Keyrum varlega. Það er byrjað að frysta og fæst okkar erum komin á almennileg vetrardekk. Í umferðarörtröðinni sem myndast á morgnana er mikilvægt að fara sér engu óðslega og keyra varlega. Þó þú sért aðeins of seinn í vinnuna þá munar þig ekkert um þær 2 mínútur sem það tefur þig að stoppa á rauðu ljósi í stað þess að æða yfir á gulu.

Kveikjum ljósin á bílnum. Það getur vel verið að þú sjáir ágætlega með hjálp ljósastauranna en það þýðir ekki að við hin sjáum þig eins vel. Segjum sem svo að ég sé í svartri úlpu að labba yfir götu og þú kemur keyrandi með slökkt ljósin, hvernig eigum við að vita af hvorum öðrum? Venjum okkur á að kveikja ljósin á bílunum okkar alltaf.

Taktu leigubíl heim af jólahlaðborðinu. Þú hefur gott af tímanum sem það tekur að rölta og ná í bílinn daginn eftir. Ekki taka sénsinn.

Börn eru hvatvís. Lítið smáfólk er á leið í skólann snemma á morgnanna þegar er ennþá dimmt. Þau eiga það því miður til að hlaupa út á götu án þess að horfa til beggja hliða. Hugsum sérstaklega um þetta þegar við erum að flýta okkur út úr íbúðahverfum. Þegar ég lærði á bíl var mér sagt að hafa í huga máltækið “á eftir bolta kemur barn”. Það á jafn mikið við í dag og þegar ég var 17 ára.

Slysin eiga því miður alltaf eftir að gerast. Við getum samt gert það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þau, og við eigum að gera það!

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s