Ekki vera of corporate maður!

Í Bandaríkjunum í dag þykir töff að klára ekki háskóla heldur elta drauminn og stofna eigið sprotafyrirtæki. Sögur af fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Groupon heilla mörg ungmennin og allt í einu þykir ekki flott að vera með gráðu frá Harvard heldur er meira töff að hafa einmitt HÆTT í Harvard. Flest þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að þau eru byggð á einhverskonar vefsamfélagi og flest þeirra eiga það sameiginlegt að eigendurnir vilja ekki ganga með bindi. Skoðum þetta aðeins nánar.

Það fylgir því venjulega að þegar fyrirtækið þitt er skráð í kauphöll þá ertu orðinn frekar mikilvægur maður. Ég vinn í frekar afslöppuðu umhverfi þegar kemur að fatnaði en það er munur á að vera snyrtilegur eða líta út eins og þú sért nýkominn frá því að lana með vinum þínum.

Hvað er pælingin á bakvið þetta? Er þetta einhver uppreisn gegn heiminum sem þeir starfa í, eða er þetta viljandi gert til að ýta undir einfalt og þægilegt umhverfi á vinnustaðnum? Þetta virðist allavega vera trend í tækniheimum og mín kenning er sú að þetta sé þeirra leið til að verða ekki of “corporate”. Þeir semsagt vilja halda í háskólaandann og ekki sýnast vera eins gráðugir og fjárfestarnir sem þeir hafa þurft að leita á náðir til.

Tökum nokkur dæmi:

Nafn: Mark Zuckerberg
Aldur: 27 ára
Fyrirtæki: Facebook
Virði: $80,000,000,000 (sept 2011)

Zuckerberg hefur verið tíður gestur í hugrenningum mínum enda sennilega sá sem setti staðalinn fyrir þessa nýju Kísildals-nörda. Mark kemur alltaf fram í stuttermabol og sandölum, en þegar hann vill poppa sig upp hendir hann jafnvel hettupeysu yfir sig.

Nafn: Seth Priebatsch
Aldur: 22 ára
Fyrirtæki: SCVNGR
Virði: $100,000,000 (maí 2011)

Seth Priebatsch er enn eitt undrabarnið. Hann er aðeins 22 ára og á og stýrir leikjafyrirtækinu SCVNGR sem byggir á sömu hugmynd og Foursquare. Hann titlar sig “Chief Ninja” og labbar um með appelsínugul sólgleraugu á hausnum. Hann einmitt hætti í Princeton til að láta drauminn rætast.

Nafn: Mark Pincus
Aldur: 45 ára

Fyrirtæki: Zynga
Virði: $15,000,000,000 (júní 2011)


Marc Pincus er forstjóri leikjafyrirtækisins Zynga sem bjó til leikina Farmville og Cityville á Facebook. Zynga stefnir á að skrá sig á hlutabréfamarkað núna á næstu vikum. Ætli það komi Pincus úr stuttermabolnum í jakkafötin?

Nafn: Dennis Crowley
Aldur: 35 ára

Fyrirtæki: Foursquare
Virði: $600,000,000 (júní 2011)


Foursquare er ennþá eitt af heitustu sprotunum ytra. Dennis Crowley er annar stofnandi fyrirtækisins og hann stýrir öllum 70 starfsmönnunum í hettupeysu.

En tískan er ekki aðeins bundin við Bandaríkin. Hún teygir sig að sjálfsögðu líka hingað heim. Tökum sem dæmi flottasta tæknifyrirtækið á Íslandi í dag, CCP. Hefur Hilmar Veigar Pétursson einhverntíman komið fram í fjölmiðlum öðruvísi klæddur en í stuttermabol?

En þá spyr maður sig, er þetta ekki bara bransinn? Þeir sem eru í tölvubransanum aðgreina sig greinilega frá þeim sem eru í fjármálabransanum. Fatnaður er ein leið til þess. Eiga fötin að skipta einhverju máli? Eiga verkin ekki frekar að tala frekar en klæðnaður og aldur? Eða eru þeir allir að herma eftir manni sem kom aldrei fram nema í rúllukragabol, gallabuxum og hvítum strigaskóm? Setti hann staðalinn fyrir klæðaburð í tölvugeiranum.

Þetta var svona léttur pistill um tískuna í tölvuheimum, svona eftir alvarleika síðustu færslu.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s