Sjálfbærni í fjárfestingum

Þessa dagana er ég að vinna verkefni um áhættu og áhættustýringu í námi mínu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Efnið finnst mér mjög spennandi sérstaklega í ljós þeirra hræringa sem hafa átt sér stað síðustu ár, hvernig Íslendingar tókum þátt í einni stærstu bólu síðustu áratuga sem svo sprakk og við enduðum á Austurvelli að segja helvítis fokking fokk. Vissulega sprakk bólan á Íslandi og víðar og allt fór til andskotans, en er ekki hægt að gera þetta rétt? Það hlýtur að vera hægt að fjárfesta og eiga hlutabréf án þess að setja heila þjóð á hausinn.

Ég las bókina Random Walk Down Wall Street eftir Burton Malkiel í sumar. Burton Malkiel er fjárfestir og prófessor í hagfræði við Princeton og þar að auki er hann fæddur árið 1932. Hann hefur því lifað tímana tvenna. Fyrsta útgáfa af Random Walk, eða “Slembigangur niður Wall Street” eins og vinur minn vill þýða titilinn, kom út árið 1973. Hún fjallar um fjárfestingar, hvernig á að haga sér í þeim og hvernig best er að forðast alvarleg skakkaföll. Árið 2011 kom út 10 útgáfa bókarinnar og það er virkilega merkilegt hversu vel hún hefur staðist tímans tönn, þar sem innihald bókarinnar hefur lítið sem ekkert breyst, heldur hefur dæmunum bara fjölgað.

Bókin byrjar á fjármálasögunni, hvernig bólur hafa myndast í gegn um tíðina allt frá Túlipana-æðinu í Hollandi á 17. öld fram til netbólunnar í kringum 2000. Grunnurinn í kenningum Malkiels er svokölluð “efficient market theory”, en hún gengur út á að sama hversu mörg stökk uppávið markaðurinn tekur þá mun hann alltaf leiðrétta sig á endanum. Við förum í gegn um bólur og lægðir en á endanum leiðréttir markaðurinn sig alltaf. Það merkilega er að þetta er hárrétt, ef við skoðum fullyrðinguna í sögulegu samhengi.

Samkvæmt Malkiel eru tvær aðferðir við lýði á markaðnum. Fjárfestar vinna annað hvort eftir, “Skýjaborgarkenningin” (e. Castles in the Air theory) eða “Traustur grunnur kenningin” (firm foundation theory”. Þeir sem vilja búa til skýjaborgir hugsa að það skiptir ekki máli hvað þú borgar fyrir hlutabréf, svo lengi sem þú getur selt einhverjum öðrum það á hærra verði. Þessi hugsunarháttur býr til bólur þar sem fjárfestar reyna alltaf að keyra virði sinna bréfa upp til að geta selt þau á hærra verði, án þess að það sé kannski innistæða fyrir öllu virðinu. Þeir sem fjárfesta á traustum grunni, velja sér hlutabréf í fyrirtækjum sem munu vaxa og/eða greiða út arð í framtíðinni.

Burton Malkiel

Ef þú ert alltaf að reyna að giska á hvaða fyrirtæki munu hækka hverju sinni ertu að öllum líkindum að búa til fullt af peningum fyrir miðlarann þinn en þú munt að öllum líkindum ekki hagnast neitt mikið meira en markaðurinn gerir að meðaltali. Í sögulegu samhengi í Bandaríkjunum eru ekki margir sem eru klárari en markaðurinn, til lengri tíma allavega þó svo einstaka stjörnum skjóti upp annað slagið.

Titill þessarar færslu er “Sjálfbærni í fjárfestingum”. Hvernig tengist það efni færslunnar? Markaðurinn tekur sveiflur, hann muna alltaf gera það. Að mínu mati er það sjálfbær fjárfestingarstefna að fjárfesta í fyrirtækjum sem byggja á traustum grunni. Það getur vel verið að vöxturinn sé hægari, en til lengri tíma litið er betra að hafa peningana sína í einhverju sem skilar traustri og stöðugri ávöxtun í stað skammfengins gróða hér og þar. Þennan hugsunarhátt skorti hér á landi og víðar á uppgönguárunum eftir síðustu aldamót. Skellurinn sem við tókum á okkur fyrir vikið var harður og sár. Kannski var þetta lexían sem þurfti?

Ein besta dæmisaga bókarinnar hljómar einhvernvegin svona:

Tveir hagfræðingar eru að ganga niður Wall Street þegar þeir sjá $100 seðil á götunni. Annar þeirra beygir sig niður til að taka hann þegar hinn segir “Ekki eyða tíma þínum, ef það væri í alvörunni $100 seðill á götunni væri einhver annar búinn að taka hann.”

Skilaboðin í þessari sögu eru að þú átt ekki að vera að eyða tíma þínum í að leita að $100 seðlum á götunni. Það verður enginn ríkur yfir nótt og það tekur tíma og vinnu að byggja upp traust safn af fjárfestingum.

Advertisements
3 comments
  1. Minnir mig á fjárfestingastefnu Warren Buffett, tekið vel á henni í bókinni The Warren Buffett Way – Robert G. Hagstrom.Traustur grunnur og langtíma fjárfesting. Mér finnst fjárfesting til 3-10 ára vera svona beisik, þó auðvitað sé flott að grípa aðrar gæsir ef að uppá það býðst. 🙂

  2. Hjalti R said:

    Takk fyrir það Keli. Ég smelli henni jafnvel inn á Kindle-inn við tækifæri!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s