Dæmisaga af samfélagsmiðlum – Justin Bieber

Ég ætla að byrja þennan pistil á því að viðurkenna eitt. Ég horfði á Justin Bieber myndina – Never Say Never.

Ég hef ekki hlustað mikið á strákinn utan við eitt og eitt lag í útvarpinu og hef ekki skoðun á hvort hann sé góður eða ekki, enda er ég ekki 13 ára stelpa. Það hlýtur samt að vera að hreyfa við einhverjum að þessi 17 ára gutti er vinsælasti maðurinn á internetinu. Hann á hátt í 37 milljón aðdáendur áFacebook og 13,5 milljón elta hann á Twitter. Justin Bieber var mest gúglaða manneskjan á internetinu árið 2010, enginn annar átti séns.

Ég semsagt horfði á Never Say Never. Það var mælt með henni við mig í vinnunni fyrir allt markaðsfólk sem frábært “case study” fyrir samfélagsmiðla. Og það var rétt! Sagan er nokkuð mögnuð verð ég að segja. Justin Bieber er fæddur í Kanada 1. mars árið 1994. Hann hefur gefið út eina plötu og verið frægur í ca. korter. Samt er hann vinsælasti maðurinn á internetinu. Hver er ástæðan fyrir þessu?

Frá því Justin var lítið barn hefur hann haft gaman að því að syngja og spila og er mjög hæfileikaríkur. Eins og flestir á hans reki var hann byrjaður að nota netið ungur og fór því snemma að hlaða myndböndum af sér að syngja inn á YouTube. Allt í einu fór hann að fá fullt af áhorfi og á endanum fékk hann upphringingu frá manni að nafni Scooter Braun. Sá tók hann undir sinn verndarvæng, flutti hann frá Kanada til Atlanta og byrjaði að koma honum á framfæri. Í fyrstu gekk ekkert. Ekkert plötufyrirtæki vildi fá þennan krakka á samning og útvarpsstöðvarnar vildu ekki spila tónlistina hans. Honum var tjáð að hann þyrfti einhvern risa í barnaafþreyingu til að dæmið myndi ganga upp.

Hvað gerðu þeir? Snéru sér að netinu. Markhópurinn þeirra eru ungir krakkar, hvar nær maður til þessara krakka? Í sjónvarpinu? Í dagblöðum? Nei, þau neyta sinnar afþreyingar á internetinu, síðum eins og Facebook og YouTube. Svo fóru þeir í heimsóknir á hinar og þessar útvarpstöðvar, fengu viðtöl og spiluðu í beinni útsendingu. Eftir því sem á leið fóru krakkarnir að mæta þar sem hann var. Fyrst mættu 10, svo 20 svo 50 og áfram hélt það. Á sama tíma byrjaði hann á Twitter að segja fólki hvað hann var að gera og hvar hann myndi vera hverju sinni. Þetta varð til massífrar vinsældaaukningar og restina þekkja allir. Drengurinn var orðin súperstjarna aðeins 16 ára gamall.

Myndin sjálf er frekar samhengislaus verð ég að segja. Henni hefur greinilega verið ætlað að koma út til að hámarka söluna á plötunni og þannig hámarka tekjurnar. Ekkert að því svosem, þetta er jú auðvitað bissness. En dæmið af Justin Bieber er ágætis “case study” fyrir fólk með áhuga á samfélagsmiðlum. Þetta er líka enn ein áminningin um mikilvægi samfélagsmiðla í markaðssetningu, sérstaklega þegar verið er að reyna að höfða til ungs fólks.

Unglingar í Bieber göngu. Tekið af Visir.is

Justin Bieber er orðinn að alþjóðlegu vörumerki sem veltir milljónum dollara. Hann hefur áhrif á marga og spilar út um allan heim. Fólk elskar hann, hatar eða jafnvel elskar að hata. Hann hefur áhrif á tísku, sem dæmi eru hundruðir 16 ára stráka hér á landi klæddir í hettupeysu og buxur eins og Bieberinn gengur í. Þeir kannski gera sér ekki grein fyrir því, en endilega bendið þeim á það, viðbrögðin eru mjög fyndin. Að lokum var farin svokölluð Bieber-ganga niður Laugaveginn núna í haust og 5-600 unglingar tóku þátt.

Hver er lexían? Ekki vanmeta mátt samfélagsmiðlanna. Eigum við ekki að enda þetta á einu Bieber lagi?

 

Advertisements
2 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Ég ætla bara að vona að þú sért enn við hestaheilsu kallinn minn, því heil færsla um Justin Bieber bendir til annars. Þó svo að hún sé með viðskiptalegu eðli þá inniheldur færslan of mikið af upplýsingum um Justin Bieber.Svo finnst mér líka eðlilegt að áætla að þegar menn hafa horft á heila bíómynd um barnastjörnu gæti eitthvað hafa farið úrskeðis í höfðinu á þeim…

  2. Hjalti R said:

    Ég ætla að vitna í hana Tinnu mína: "Sama hvaða rök þú notar þá horfðirðu samt á Justin Bieber myndina."Ég stend og fell með því

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s