Samfélagsmiðlar

Eftirfarandi grein eftir mig birtist í 2. tbl af vefritinu Kavalér. Blaðið má skoða hér.

Samfélagsmiðlar – hvað er nú það?

Fæst okkar muna hvernigheimurinn var áður en netið kom. Hvernig hópaði fólk sig eiginlega saman áður en Facebook kom? Keypti fólk sér í alvörunni vínylplötur? Og af hverju að skrifa bréf þegar þú getur sent tölvupóst? Með tilkomu netsins minnkaði heimurinn. Áður fyrr misstirðu samband við fólk þegar það flutti til útlanda –nú eða bara út á land! Núna þarft þú ekki að fara út í búð heldur pantar beint heim af Amazon. Áður fyrr voru blaðamennirnir sérfræðingarnir en með tilkomu blogga hafa allir penna og allir hafa vettvang til að tjá sig.

Orðið samfélagsmiðlar er íslensk þýðing á hugtakinu „social media“. Þetta eru netmiðlar þar sem fólk deilir skoðunum, myndum, hlekkjum og hverju sem er. Á samfélagsmiðlum hafa allir rödd. Á sumum þeirra er hægt að deila með lokuðum hópi notenda en á öðrumer allt opið og hver sem er getur tjáð sig. Þessir miðlar hafa breytt heiminumá örstuttum tíma. Samfélagsmiðlar get verið upplýsingaveita fyrir fyrirtæki,staðurinn þar sem þú sýnir myndirnar þínar, eða samkomustaður fyrir byltingarsinna.

Mig langar að opna fyrir ykkur heim samfélagsmiðla með því að kynna fyrir ykkur áhugaverðar síður sem eru að eiga stærstan þátt í að móta hinn síbreytilega heim internetsins.

Facebook

Það þekkja allir Facebook. Þeir sem ekki eru á Facebook býsnast yfir Facebook. Mark Zuckerberg er þekktur víðast hvar enda var gerð óskarsverðlaunamynd um hann og fyrirtækið hans: Facebook. Um síðustu áramót voru rúm 80% Íslendinga skráðir inn á vefinn, eða um 265 þúsund. Á heimsvísu eru notendur Facebook rétt undir 750 milljónir og munar þar um Kína þar sem vefurinn er bannaður. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað haustið 2012.

Fyrir þá sem ekki eru á Facebook þá er það aðal samfélagsmiðill heimsins í dag. Hann hefur á örfáum árum farið úr því að vera vefsamfélag fyrir háskólanema í Bandaríkjunum í að vera einn aðalsamskiptamáti fólks í heiminum. Mjög einfalt er að spjalla, deila myndum, myndböndum, fréttum og hverju sem er með vinum þínum. Þú ræður hverjir verða vinir þínir og getur skipt þeim upp í mismunandi flokka. Þaðbesta við Facebook er hversu útbreyddur vefurinn er. Flest allir á bilinu 20-40 í hinum vestræna heimi eru skráðir á Facebook og því er auðvelt að halda sambandi við vini sína í útlöndum. Með tilkomu snjallsíma er ennþá auðveldara að vera í sambandi og deila myndum og öðru efni í rauntíma. En nóg um risann, það eru fleiri spennandi samfélög þarna úti.

Twitter

Langar þig að tala beint við stjörnurnar? Eða viltu taka þátt í umræðunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu? Ertu kannski að reyna að kollvarpa ríkisstjórn? Þá er Twitter málið fyrir þig. Á Twitter hefurðu 140 stafi til að skrifa skilaboð til heimsins. Allt sem þú skrifar er á opnum vettvangi, en þú getur líka sent einkaskilaboð til einstakra notenda.

Margir heimsfrægir aðilar eiga Twitter aðgang sem þeir nota til að tala beint við aðdáendur sína. Þannig er Lady Gaga vinsælasta manneskjan á Twitter með yfir 13 milljónir aðdáenda. Þá vissu Íslendingar af því að Ben Stiller og Tony Hawk voru á landinu þegar þeir hlóðu inn mynd af sér á Twitter þar sem þeir voru að ferðast um landið. Íþróttamenn eru mjög vinsælir á samskiptavefnum og þannig hefur enska úrvalsdeildin sérstaklega hvatt menn til að gæta orða því sem þeir segja þar inni. Dæmi eru um að leikmenn hafi hellt úr skálum reiði sinnar yfir dómara og mótherja í brjálæðiskasti eftir leik.

Besta leiðin til að nota Twitter er að finna fólk sem hefur svipuð áhugamál og þú. Svo fylgist þú með hvað það hefur að segja og getur átt samskipti við það. Til að taka þátt í umræðum eða byrja að tala um eitthvað þá stimplarðu inn það sem þú vilt segja ásamt því að merkja það efninu sem það tengist. Til dæmis ef þú vilt leggja orð í belg í fótboltaumræðu þá myndirðu nota #fotbolti. Þá sjá allir sem leita að fotbolti þitt innlegg. Þannig töluðu byltingarsinnar í Egyptalandi sín á milli með því að nota símana sína og merktu með #TahirSquare. Þá vissu allir hvað var að gerast hverju sinni.

Google+

Google Plús fékk stóra og flotta umfjöllun í síðasta blaði. Google hafði reynt áður að taka þátt í samfélagsmiðlabyltingunni, fyrst með Google Buzz sem var ömurlegt flopp, og svo með Google Wave sem var of flókið til að ná útbreiðslu.Google Plus sameinar kosti Facebook og Twitter í stílhreinu og fallegu viðmóti. Fyrirtækjum hefur ekki ennþá verið hleypt þar inn þannig allt spamm-ið sem er á Facebook hefur ekki ennþá ratað þangað.

Gallinn við Google+ er klárlega notendafjöldinn. Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa tengt sig. Þeim fer samt fjölgandi hægt og bítandi, enda er það opið öllum sem eru með Gmail netfang. Stærsti kosturinn fyrir Plús-notendur sem sá að þetta tengir saman allar Google þjónusturnar – Google Docs fyrir skjöl og ritvinnslu, Picasa fyrir myndir, dagbók, tölvupóst og áfram má halda. Flestir netnotendur nota einhverja þjónustu frá Google þannig þetta er ágætis hattur til að ná yfir allt. Google+ er nýjasti meðlimurinn í samfélagsmiðlafjölskyldunni og spennandi verður að vita hvernig honum mun ganga í framtíðinni.

LinkedIn

Ef Facebook er besta leiðin til að halda utan um vini þína þá er LinkedIn besta leiðin til að halda utan um tengslanetið þitt. Forstjórar, sölumenn, tæknimenn, rithöfundar, íþróttaþjálfarar – það eru allir inni á þessu! LinkedIn er frábær leið til að viðhalda tengslanetinu þínu, uppfæra það og síðast en ekki síst auglýsa sjálfan sig. Þú setur inn ferilskrá og getur beðið um meðmæli frá fólki og þannig haldið sambandi við fólk sem þú hefur kynnst í gegn um vinnu, skóla eða hvaðan sem er, án þess þó að hleypa þeim inn á þinn persónulega vegg eins og t.d. með Facebook.

Tumblr

Tumblr er mjög skemmtilegur miðill. Í grunninn er þetta bloggsíða þar sem hægt er að skrifa pistla eins og við öll þekkjum. En það sem flestir notendur nýta miðilinn í er að deila myndum, myndböndum, hlekkjum eða tilvísunum. Að sama skapi er takki á hverju bloggi sem heitir „follow“ þannig þú færð uppfærslur frá fólki sem þér finnst áhugavert eða skemmtilegt inn í þína tímalínu. Munurinn á þessu og t.d.Twitter er að myndin sést um leið og þú hefur ótakmarkað pláss fyrir texta. Fræga fólkið hefur ekki hafið innreið sína inn á Tumblr en ég mæli engu að síður með að það sé prófað.

Blogg

Það þekkja allir blogg. Fólk hefur orðið frægt af bloggum einum saman. Man einhver eftir Kallarnir.is og manni sem heitir Egill Einarsson? Hann er bloggstjarna. Það frábæra við bloggin er að hver sem er getur tjáð skoðun sína svo lengi sem hann kann að pikka inn á lyklaborð. Flest bloggviðmót leyfa athugasemdir og svör þannig ef þú ert sammála eða ósammála pennanum geturðu tjáð honum það á opnum vettvangi. Flest blogg eru opin og öllum aðgengileg, sérstaklega ef þau eru á miðlum eins og Eyjunni, Pressunni, DV.is eða Moggablogg.

Bloggsamfélögin eru einsog áður segir fjölmörg. Dæmi um íslensk samfélög eru Bloggar.is, Blogcentral.isog Nino.is, til viðbótar við þau sem ég nefndi áðan. Auðvitað eru svo til stærri samfélög úti í heimi sem eru einnig notuð af Íslendingum eins og Blogger ogWordpress – en þessi samfélög eru með þeim stærri í heiminum.

Foursquare

Með snjallsímavæðingunni hafa svokallaðir staðsetningarmiðlar verið að skjóta upp kollinum. Þeir ganga flestir út á að það deila staðsetningu þinni með vinum þínum. Foursquare er klárlega vinsælasti miðillinn í heiminum í dag í þessum geira. Þú eignast vini, svipað og á Facebook, deilir staðsetningu þinni með þeim og getur sótt þér allskonar ráð eins og t.d. hver sé besti rétturinn á Vegamótum eða hvar er hægt að finna innstungur á Kastrup.

Foursquare hefur líka verið framarlega í því aðtengja saman kaupmenn og neytendur með því að bjóða kaupmönnum upp á að eigna sér sína staði og geta í staðinn boðið viðskiptavinum sínum upp á tilboð gegn því að þeir stimpli sig inn. Sem dæmi um fleiri svona miðla má nefna SCVNGR, Gowalla, Facebook Places og Yelp. Foursquare er sá eini sem hefur náð einhverri útbreiðslu hér á landi, enda sá mest notaði í heiminum, en Facebook Places hefur samt líka verið að láta á sér kræla.

Íslenskir samfélagsmiðlar?

Eru ekki til einhverjir íslenskir samfélagsmiðlar, fyrir utan bloggsíðurnar? Já auðvitað! Samkvæmt skilgreiningunni í byrjun greinarinnar eru samfélagsmiðlar „netmiðlar þar sem fólk deilir skoðunum, myndum, hlekkjum og hverju sem er“. Einn elsti samfélagmiðill landsins er sennilega Einkamál.is, þar sem fólk hefur verið að hittast og kynnast í skjóli nafnleyndar í fjöldamörg ár. Ein mest sótta síða landsins er líka samfélagsmiðill, en það er Bland.is, sem var áður ER.is og Barnaland.is. Öll spjallborð flokkast sem samfélagsmiðlar, t.d. Málefnin.com eða BMWkraftur.is.

Fleiri?

Auðvitað eru fleiri sem ekki er minnst á hér. Youtube og Vimeo fyrir myndbönd, Flickr og Picasa fyrir myndir, gamla góða MySpace, það tæki viku að lista allar síðurnar upp. En þetta er allavega til að gefa fólki smjörþefinn af samfélagsmiðlaheiminum, sem er jú svo stór partur af lífi flestra.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s