Iceland Airwaves 2011

Ég fór fyrst á Airwaves árið 2004, þá 17 ára gamall með nokkrum vinum mínum. Hvernig okkur var hleypt inn á alla tónleikana veit ég ekki en það var allavega tryllt sjúkt gaman – ég leyfi mér að nota þessi lýsingarorð –  að sjá öll böndin sem þá voru að spila. Ég var í pyttinum á Mínus, sá Maus í Listasafninu, labbaði út af Keane og hlustaði á The Shins, sem ég svo uppgötvaði ekki fyrr en nokkrum áður síðar. Síðan þá hef ég farið 2005, 2008 og 2010 og alltaf skemmt mér jafnvel.

Það frábæra við Airwaves er á hversu litlu svæði hátíðin er haldin. Það tekur ekki lengur en 10 mínútur að labba á milli þeirra tónleikastaða sem lengst eru frá hvorum öðrum. Að vísu verður að taka hugsanlega biðröð með í reikninginn.

Hátíðin hefur lengi verið þekkt fyrir að vera stökkpallur fyrir íslenskar hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri en einnig fyrir að ná til sín minna þekktar erlendar hljómsveitir, sem síðan blómstra á heimsvísu. Þannig hafa The Rapture, Keane, The Bravery, Florence and the Machine, White Lies, The Shins, Clap Your Hands Say Yeah og CSS allar spilað á Airwaves – ásamt miklu fleirum!

Tónlistarhátíðin hefur svo sannarlega undið upp á sig frá því hún var haldin í flugskýli Flugfélags Íslands fyrst árið 1999. Núna eru yfir 5000 gesta, þar af stór hluti af útlendingum og þetta hefur færst úr því að vera lokuð hátíð fyrir fáa, yfir í að breyta borginni í iðandi suðupott menningar alla helgina. Fjöldinn allur af tónleikum á svokölluðum “off-venues” eru skipulagðir en þar geta þeir sem eru svo óheppnir að vera ekki með miða fengið smjörþefinn af hátíðinni sér að kostnaðarlausu.

James Murphy

Á Iceland Airwaves í ár verður einvalalið hljómsveita. Allar helstu íslensku hljómsveitanna verða á svæðinu, t.a.m. Gusgus, HAM, Hjaltalín, Vicky, Agent Fresco og Of Monsters and Men. Meðal erlendra gesta í ár má nefna Beach House, Sinead O´Connor, John Grant og James Murphy úr LCD Soundsystem. Einn okkar helsti tónlistamaður, Björk, mun einnig halda tvenna tónleika á hátíðinni í tengslum við nýju plötuna sína Biophilia í Hörpunni og er takmarkað magn miða í boði þar.

Ég á eftir að fínpússa þetta og hella mér almennilega yfir dagskrána en hérna eru drög að því sem ég ætla að sjá:

Wednesday:
20:30 – Gang Related
21:40 – Mammút
23:20 – Dikta
23:20 – Agent Fresco
00:10 – Of Monsters and Men

Thursday:
22:00 – Retro Stefson
23:00 – Beach House

Friday:
19:10 – Gang Related
20:50 – Svavar Knútur
21:00 – Sinéad O’Connor
21:40 – Mugison
22:00 – Agent Fresco
22:30 – Who Knew
00:00 – HAM
00:10 – Of Monsters and Men

Saturday:
21:40 – Berndsen
00:00 – James Murphy DJ Set
00:10 – John Grant

02:20 – Legend

Airwaves Android

Þessa dagskrá setti ég saman með nýju appi sem Síminn framleiddi sérstaklega fyrir Airwaves. Þar er að finna alla dagskrána, hægt að velja sína eigin dagskrá, skoða myndbönd og upplýsingar um einstaka flytjendur, tékka sig inn á Foursquare fylgjast með röðum og margt margt fleira. Appið er mjög skemmtilegt vegna alls efnisins sem þar er að vinna, til dæmis viðtölin við hljómsveitirnar. Einnig eru tekin viðtöl við íslenska tónlistarspekúlanta sem fara yfir erlendu gestina. Ég mæli sérstaklega með að það sé sótt og prófað. Í augnablikinu er það bara til fyrir Android en iPhone útgáfan ætti að detta inn næstu daga. Skannið kóðan til að prófa appið. Ég er yfir og út en skil eftir mig QR kóða með appinu ásamt YouTube myndbandi úr því.

Update 8/10/2011 – Nú geta iPhone notendur líka verið súperkúl og verið með Airwaves Appið

Airwaves fyrir iPhone

Advertisements
2 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Rugl! Ég kommentaði hér daginn áður en SJ dó og spurði hvort þú þyrftir ekki að fara að skrifa um 4S fljótlega. Meeen.

  2. Hjalti R said:

    Ég get alveg tekið stutta samantekt um iPhone 4S ef þú vilt Villi minn. Ég gæti líka tekið langa samantekt um líf Steve Jobs, þetta hvarflaði bæði að mér. Síðan ákvað ég að vera bara aðeins meira frumlegur og skrifa um eitthvað annað. Það kemur í vikunni

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s