Hver verður næsti Steve Jobs?

Stórfréttir heyrðust í tækniheimum Bandaríkjanna í þessari viku þegar Steve Jobs ákvað að segja starfi sínu lausu sem forstjóri Apple. Þar með líkur 14 ára valdatíð Jobs og einu lengsta blómaskeiði nokkurs fyrirtækis, en Steve Jobs kom aftur til Apple árið 1997 eftir að hafa verið hrakinn í burtu frá fyrirtækinu sem hann tók þátt í að stofna árið 1984. Til að gefa gróft dæmi um hvaða stakkaskiptum Apple hefur tekið undir stjórn Jobs þá var verð á hlutí ársbyrjun árið 1997 um $4 en núna er verðið um 8300% hærra og stóð í $383.58 við lokun markaða á föstudag (Google Finance). Auðvitað skiptir verð á hlut ekki öllu máli en það hefur ákveðna hugmynd um stækkunina sem hefur átt sér stað.

Söguna af Steve Jobs þekkja mjög margir. Manískt tölvunörd sem stendur á bakvið margar af helstu uppfinningum síðasta áratuginn – iPod, iPhone, Macbook, iPad o.s.frv. Hann kemur fram við lófatak í svörtum rúllukragabol og kynnir nýjungar fyrir æstum eyrum lýðsins. Hann er semsagt hættur sem forstjóri næst verðmesta fyrirtækis í heimi en situr þó ennþá sem stjórnarformaður. Steve vinur okkar hættir þó ekki af vilja heldur af nauðsyn. Síðustu mánuði og ár hefur hann glímt við erfitt krabbamein og hefur staðgengill hans, Tim Cook stýrt fyrirtækinu meira og minna frá 2009. Ég vona að Steve nái sér að fullu og haldi áfram að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins enda er alltaf gaman að sjá karlinn á sviði.

En hver er þessi Tim Cook?

Tim Cook er fæddur 1960 í Alabama. Hann er með gráðu í iðnaðarverkfræði frá Auburn University í Alabama en sá skóli er einmitt vel þekktur meðal Íslendinga þar sem þeir hafa verið duglegir að sækja sér knattspyrnumenn í lið sitt hingað til lands. Svo er hann með MBA gráðu frá Duke University. Hann hefur verið hjá Apple síðan 1998 en áður vann Tim hjá Compaq og þar áður IBM í 12 ár. Þar að auki situr hann í stjórn Nike.

Tim Cook hefur þurft að leysa Steve Jobs af sem forstjóri nokkrum sinnum síðustu 7 árin á meðan hann hefur farið í veikindaleyfi. Fyrst árið 2004 þegar Jobs glímdi við krabbamein í brisi, svo árið 2009 þegar hann fékk nýja lifur og svo núna frá því í vetur. Cook var því rökrétt ráðning þar sem hann hefur verið lengi hjá fyrirtækinu og í raun hægri hönd Steve Jobs í gegn um árin. Hann hefur verið rekstrarstjóri (chief operation officer, COO) fyrirtækisins frá árinu 2005.

Tim Cook er sagður vera íþróttafrík og vinnualki. Hann á það víst til að kalla saman fundi á sunnudögum til að plana vikuna framundan og fyrstu póstarnir frá honum eru farnir að detta inn upp úr hálf 5 á morgnana. Sem rekstrarstjóri hefur hann tekið í gegn alla verkferla hjá fyrirtækinu og er hann sagður vera aðalmaðurinn á bakvið það að Apple hætti allri framleiðslu. Núna eru Apple vörur settar saman úr pörtum sem framleiddir eru hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, sem dæmi eru örgjörvarnir í allar Macbooks framleiddir af Intel og myndavélarnar í iPhone hjá Sony.

Þegar kemur að vinnu er hann kaldur, harður og æsir sig aldrei. Hann hefur víst rifið fólk í sig á milli þess sem hann hámar í sig orkustykki, spyr spurninga sem fólk á ekki að vita svarið við og heldur alltaf áfram. Þrátt fyrir það er honum lýst sem “skemmtilegt að vinna með“. Utan vinnu virðist hann eiga fáa vini og kemur ekki mikið fram opinberlega. Hvort hann er feiminn, félagsfælinn eða bara illa við fólk veit enginn en þegar hann er ekki á skrifstofunni er hann í ræktinni, að hjóla eða úti að ganga á fjöll.

En hvað með framtið Apple?

Tim Cook er hæfur forstjóri, á því leikur enginn vafi. Undirmenn treysta honum og hann hefur mikla reynslu í stjórnun. Honum tókst að lækka gjöld hjá Apple og spara milljarða í leiðinni. En sama hvað hann gerir og hefur gert þá er hann ekki Steve Jobs. Steve Jobs er sífellt hugsandi um einfaldar lausnir fyrir notandann og vill hugsa út fyrir kassann í leit að nýjum vörum. Mun Apple halda þessu áfram þó foringinn sé farinn og nýr kominn í staðinn?

Auðvitað eigum við eftir að sjá nýja iSíma, iPöddur og Macbækur á næstu misserum. Það sem Cook þarf að gera er að finna og halda í það fólk sem bætir upp það sem hann hefur ekki. Karlinn er náttúrulega brjálæðislega gáfaður og eldri en tvævetur í þessum bransa þannig ég hef ekki áhyggjur í bili. Steve Jobs er líka þarna handan við hornið að fylgjast með úr stjórnarhásætinu.

Fyrir þá sem vilja vita meira um Steve Jobs geta horft á þáttinn um hann í Game Changers þáttaröðinni frá Bloomberg. Hann má sjá hér.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Tim_Cook
http://money.cnn.com/2008/11/09/technology/cook_apple.fortune/index.htm
http://thenextweb.com/apple/2011/08/25/who-is-the-new-apple-ceo-tim-cook/?awesm=tnw.to_1AW5A&utm_campaign=&utm_medium=tnw.to-other&utm_source=t.co&utm_content=spreadus_master
http://www.apple.com/pr/bios/tim-cook.html
http://mashable.com/2011/08/24/tim-cook-apple-ceo/

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s