Að hlaupa er góð skemmtun

Helsveittur en glaður

Nú nálgast maraþonið óðfluga. Það er hægt að velja úr þremur vegalengdum – 42 km, 21 km og 10 km – auk 3 km Latabæjarhlaupsins. Það kostar ákveðið gjald að keppa en innifalið í því er bolur, mótsgjald, drykkir frá Powerade og miði í sund. Ég er skráður í 10km hlaupið í ár. Í fyrra fór ég hálft maraþon og satt best að segja þá var það bara of langt, ég nenni hreinlega ekki aftur.

En hvað ber að hafa í huga þegar maður undirbýr sig fyrir víðavangshlaup? Ég vil taka það fram að ég er ekki lærður þjálfari en ég hef mikla reynslu úr frjálsum íþróttum, Crossfit, fótbolta, skíðum og svo lengi mætti telja.

Æfðu þig!

Já ekki falla í þá gryfju að ætla að taka þetta bara á hörkunni. Það SÖKKAR að fara óæfður í hlaup. Í fyrsta lagi getur maður fengið blöðrur, meiðsl eða aðra verki og í öðru lagi nærðu engan veginn tímanum sem þú vilt, sem er næstum því jafn slæmt og að meiðast. Ef þú ert að fara að hlaupa 10km, hlauptu þá 5-10km þrisvar í viku. Ef þú ert að fara 21 þá skaltu hlaupa 10-15 km þrisvar í viku. Ef þú færð blöðrur eða verki í fæturnar þá mæli ég með öðrum þolæfingum eins og t.d. hjólreiðum eða sundi til að halda þér við.

Góðir skór

Fólk getur fengið beinhimnubólgu og blöðrur og markt fleira óskemmtilegt. Sjálfur hleyp ég í Asics Nimbus skóm sem hægt er að kaupa á sanngjörnu verði alls staðar annars staðar en á Íslandi. Ég kaupi mína hlaupaskó í gegn um síðu sem heitir Eastbay sem er ein fremsta íþróttavörusíðan vestanhafs. Þess má geta að hún sendir heim til Íslands.

Horfðu á Rocky

Það gildir það sama með undirbúning fyrir hlaup og að ná árangri í ræktinni. Ekkert pumpar mann upp jafn mikið og að horfa á Rocky. Það ég fór yfir það áður í annarri færslu og það er ekki hægt að ítreka það of oft.

Hlauptu til góðs

Það eru margir þarna úti sem eru ekki jafn heppnir og ég og þú. Þegar þú skráir þig í maraþonið gefst þér kostur á að velja þér góðgerðarfélag til að hlaupa fyrir. Eins og í fyrra þá hleyp ég fyrir CP félagið. CP stendur fyrir “cerebral paralysis” en það er ákveðin heilalömun sem veldur hreyfihömlun. Félagið er með marka skjólstæðinga en er alfarið rekið á sjálfboðastarfi og frjálsum framlögum. Ég hvet ALLA sem ætla að hlaupa til þess að hlaupa fyrir Félag CP á Íslandi. Til þess að skrá sig þarf að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og svo skrá sig inn á www.hlaupastyrkur.is og þá er hægt að heita á þig.

Að sjálfsögðu ætla ég að nýta mér aðstöðu mína og biðja alla sem þetta lesa að heita á mig en allar mínar upplýsingar má finna hér. Hver einasta króna skiptir máli.

Hafðu gaman

Höfum ungmennafélagsandann í heiðri og höfum gaman að þessu öllu saman. Annars er þetta allt til einskis!

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s