Old Spice – frumkvöðull í netmarkaðsetningu?

Old Spice á heiðurinn af einni mest umtöluðu netherferð ársins 2010. Þeir gerðu auglýsinguna “The man your man could smell like” árið 2010 með Isaiah Mustafa í aðalhlutverki. Mustafa er lítt þekktur leikari sem fram að þessu hlutverki hafði spilað ruðning og leikið í litlum hlutverkum í sjónvarpsþáttum. Eftir þessa auglýsingaherferð fyrir Old Spice er hann þekktur út um allan heim, enda hefur þessi auglýsing verið spiluð um 35 milljón sinnum á YouTube – og það bara á Old Spice kanalnum! Hún fór fyrst í loftið á meðan Superbowl 2010 var í gangi en í hálfleik keppa fyrirtæki um að sýna flottustu auglýsingar ársins í Bandaríkjunum. Herferðin er margrómuð og vann m.a. Emmy verðlaun og einnig verðlaun á Alþjóðlegu auglýsingaverðlaununum í Cannes.

Auglýsingin sjálf fékk gríðargóðar viðtökur. Milljónir sáu hana í sjónvarpinu og enn fleiri á mismunandi netsíðum í kjölfarið. Það sem hélt herferðinni gangandi og er í raun það sem var svo sniðugt er að eftir að auglýsingin kom inn á YouTube þá fékk hún að lifa þar í svolítinn tíma. Í kjölfarið sendi Old Spice-maðurinn út nokkur tvít og bað aðdáendur sína um að spyrja sig spurninga. Í kjölfarið svaraði hann spurningunum á handklæðinu einum fata. Er ekki besta leiðin til að láta tala um sig á netinu að fá ofvirka Twitter notendur og bloggara til að spyrja þig spurninga? Þeir svöruðu notendanafninu t.d. ef að ég hefði spurt þá hefði hann sagt “Dear @hjaltir…:” og svarað spurningu minni. Þeir tóku við spurningum í gegn um Twitter, Facebook, YouTube og Reddit.

Hér er svar frá Old Spice-manninum við spurningu frá Perez Hilton. 

Árangurinn stóð heldur ekki á sér en skv Adweek jókst salan á Old Spice sturtu geli um 107%! Þarna sér maður hvernig hægt er að breyta góðum sýnileika og umtali á samfélagsmiðlum í raunverulegar tekjur. Einnig eru þeir að ná að virkja aðdáendur sína og taka þátt í að móta auglýsingarnar, sem er frábært.

En Old Spice voru ekki hættir þarna. Fyrir helgina fóru að birtast auglýsingar frá Old Spice með nýjum leikara. Gamla brýnið Fabio var mættur sem New Old Spice Guy. Hver notar Fabio, útbrunnið ítalskt módel/leikara til að höfða til karlmanna árið 2011? Það hlaut að búa eitthvað meira á bakvið. Loksins kom skýringin: Fabio skoraði Mustafa á hólm í einvígi hvort ætti skilið að vera Old Spice-maðurinn. Mustafa svaraði í gær, á handklæðinu að sjálfsögðu, og tók áskoruninni. Aðdáendur voru hvattir til þess að mæta á YouTube kanal Old Spice og horfa á þennan sögufræga bardaga.

Ég veit ekki hvað aðdáendurnir voru að vonast eftir en viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Bardaginn sögufrægi fór fram á YouTube þar sem aðdáendurnir áttu að kjósa á milli Fabio og Mustafa, hvor ætti að vera Old Spice-maðurinn. Einnig var hægt að senda á þá spurningar sem þeir skiptust á að svara.

Twitter, Facebook og YouTube hafa logað af spurningum og umræðum um þetta þannig ég segi kudos til Old Spice manna fyrir vel heppnað markaðstrikk á netinu. Vonandi sjáum við fleiri svona í framtíðinni. Hægt er að skoða öll herlegheitin frá í dag á YouTube síðu Old Spice.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s