Inside Job

Inside Job er alveg frábær heimildarmynd. Ég er búinn að horfa á hana 2 eða 3 sinnum núna og hef alltaf jafn gaman af. Hún er mjög hátt metin í kvikmyndaheiminum og fékk m.a. Óskarsverðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á síðasta ári. Einnig er hún með 8.2 af 10 í einkunn inni á IMDB, sem er mjög hátt.

Inside Job fjallar um alheims efnahagshrunið sem varð haustið 2008. Byrjun myndarinnar er tekin upp á Íslandi. Þar er lauslega snert á okkar þætti í fjármálakreppunni og tekin eru m.a. viðtöl við Andra Snæ Magnason rithöfund og Gylfa Zoega hagfræðiprófessor. Ég mæli hiklaust að allir horfi á þessa mynd þar sem þetta hjálpar fólki að skilja hvað gerðist. Flóknir hlutir eru einfaldaðir og sagðir á mannamáli. Eina leiðin til að koma í veg fyrir aðra eins vitleysu og hörmung sem hér hefur gengið yfir er að læra af mistökum sem gerð hafa verið.

Alan Greenspan

Myndin tekur á sögunni og segir frá því hvernig breytingar á regluverkinu höfðu áhrif á það sem síðar varð og nefnir alla helstu leikmenn eins og forsetana fimm – Reagan, Bush, Clinton, Bush og Obama, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna Alan Greenspan, Larry Summers forseti Harvard og fleiri góðar hetjur. Í henni er sett fram réttmæt gagnrýni á bandarísku ríkistjórnina, Wall Street, lánshæfisfyrirtækin (Moody’s, S&P og Fitch) og bransann allan.

Matt Damon talar inn á myndina og viðmælendurnir eru margir hverjir virtir hagfræðingar og fjármálagúrúar eins og Christine Lagarde, Nouriel Roubini, George Soros og Paul Volcker ásamt Dominique Strauss-Kahn, sem eins og staðan er í dag er ekki eins virtur og áður. Einnig eru viðtöl við minna virta hagfræðinga eins og Robert Mishkin sem skrifaði fræga skýrslu ásamt Tryggva Þór Herbertsyni, núverandi alþingismanni. Mishkin er tekinn all svakalega fyrir í myndinni enda er hann orðinn svo hvítur í framan undir lok viðtalsins að það er eins og hann hafi séð draug.

Myndin útskýrir á mannamáli hvað afleiðuviðskipti snúast um – hugtak sem er svo flókið í sjálfu sér að til þarf doktorsgráðu að skilja það. Hún fjallar um húsnæðislánin í Bandaríkjunum, sem komu af stað snjóbolta sem felldi Bear Stearns og Lehman Brothers bankana og olli að lokum alheimskreppu. Bónusana sem ýttu undir bóluna. Hún fer yfir atburðarásina undir lok góðærisins og atburðina sem fylgdu og að lokum hverjir öxluðu og ættu að axla ábyrgð í málinu.

Eins og ég sagði áðan þá mæli ég með að ALLIR sjái þessa mynd, sama hvort þeir hafi áhuga á fjármálum eða ekki. Þetta ætti að vera skylduáhorf fyrir alla þá sem vilja skilja betur hvað gerðist fyrir þremur árum.

Allar ábendingar um góðar heimildarmyndir eru vel þegnar.

Advertisements
4 comments
  1. Ari said:

    Tékka á henni sem fyrst! Þangað til mæli ég með:— The King of Kong (sú besta)— The Devil and Daniel Johnston— Afghan Star (um afghanska Idol-ið)— Anvil— The Thin Blue Line (rosaleg)— Crumb— Air Guitar Nation— Word Wars (um Scrabble)

  2. The Devil and Daniel Johnston er æði.Black Tar Heroin er líka mögnuð mynd um heróinfíkla, sjokkerandi mjög.

  3. Sjúl said:

    Nokkrar góðar/erfiðar/skemmtilegar:Grizzly ManMurderballCapturing the FriedmansMicrocosmosEnron: The Smartest Guys in the RoomMan on WireThe King of Kong: A Fistful of QuartersSuper Size Me

  4. Enron: Smartest guys in the room er geðveik!Er líka búinn að sjá Capturing the Friedmans – mjög átakanleg og oft erfitt að horfa

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s