Google Plus

Nú er ég búinn að vera tengdur inn á Google+ í rúma viku. Twitterinn logar af umræðum og það hefur myndast hið fínasta nördasamfélag þarna inni. Sökum anna hef ég ekki gefið mér gríðarlegan tíma í það að kynna mér hvað Plúsinn hefur upp á að bjóða en maður er svona að átta sig á þessu hægt og rólega.

Stutt yfirlit

Það fyrsta sem ég gerði var að sjálfsögðu að sækja mér forritið í símann. Þið þurfið að sækja það hér til hliðar þar sem það er aðeins í boði fyrir BNA inni á Android Market. Forritið er mjög stílhreint og fallegt, rosalega Google-legt á hvítum bakgrunni og ekkert verið að flækja hlutina. Það er búið að samræma spjallið (Google Talk) og mjög auðvelt að deila hlutum með vinum sínum. Einnig er núna tekið sjálfvirkt afrit af öllum myndum og myndböndum sem þú tekur á símann þinn. Það er þá komið beint í skýið og þú getur deilt með vinum þínum eins og þér hentar. Ég mæli eindregið með að þið breytið stillingum hjá ykkur kæru lesendur í að þessi afritun gangi einungis yfir WiFi því að annars munið þið sprengja gagnamagnið hjá ykkur og rafhlöðuna á núll einni (tala af reynslu).

Google+ fyrir Android

Vefviðmótið er einnig mjög fallegt og stílhreint, ennþá allavega. Fólksmassinn er ekki orðinn það mikill að spam-ið sé að gera vart við sig. Circles eða hringir er frábær nýjung. Þar velurðu með hverjum þú vilt deila hlutum. Þetta er mun betur útfært en t.d. Facebook Groups af því að t.d. Google+ er glænýtt, sem þýðir að þú getur flokkað vini þína frá byrjun. Með því að búa til huddle eða “hnapp” eins og ég ætla að kalla það, getur maður auðveldlega búið til hópspjall í hringjum hjá sér.

Erum við að tala um nýtt Facebook?

Ég var ekki hrifinn af þessu fyrst. Fannst tímasóun að vera að reyna að stela fólki frá Facebook þar sem allir eru. Facebook hefur náð á örfáum árum svo brjálaðri læsingu á fólk að það er ekki einu sinni fyndið. Allir elska Facebook en fólk elskar líka að hata Facebook. Ef þú ert ekki á Facebook er þér ekki boðið í partý – sönn saga

Geðþekka nördið Mark Zuckerberg

En þá sló það mig allt i einu. Google er ekki að reyna að gera nýtt Facebook. Þeir eru ekki að reyna að stela notendum frá risanum per se, heldur eru þeir að búa til nýttsamfélag. Ef þú spáir í þessari grein hér þá mun Blogger bráðum fá nýtt nafn – Google blogs – og Picasa á að fá nafnið Google photos og fyrir ekki svo löngu síðan var Google Videos hent út af netinu og leitarrisinn ætlar í staðinn að einbeita sér alfarið að YouTube.

Þegar þú spáir í öllum þessum vörum þá er greinilegt að læsingin sem Google hefur er líka svakaleg. Sem dæmi þá nota ég Gmail, Google Docs, YouTube, Android og Blogger – allt Google vörur. Ég sé Google+ sem frábæra tilraun hjá Google að veita notandanum yfirsýn yfir þær allar á einum stað og þannig búa til Google samfélag, allt undir einum hatti. Þeir munu aldrei slá Facebook út af vefnum, massinn er of stór, enda held ég að það sé engan vegin ætlunin.

Ef þú ert ekki ennþá viss með Google+ og finnst tilgangslaust að prófa þá skil ég það vel. En hugsaðu þér hvað þetta gerir gott fyrir þig sem Facebook notanda. Stærsti samkeppnisaðilinn var að rúlla út svakalegu trompi. Hvað gerir Facebook? Nú auðvitað rífur þetta risann upp á tærnar. Félagi Zuckerberg mun svo sannarlega ekki vilja láta Google skilja sig eftir í tækniþróun þannig hann mun setja af stað alls kyns vinnu á viðmótum og vörum sem gera Facebook að þægilegri miðli fyrir notandann. Samkeppni er af hinu góða af því að neytandinn – ég og þú – hagnast á því.

Og ef þú ert ekki ennþá sannfærð/-ur þá skaltu bara gefa þessu smá tíma. Þjónustan er ennþá bara með boðssniði, þ.e. núverandi notandi þarf að bjóða þér svo þú megir taka þátt. Þróunarvinnan er bara rétt að byrja og ég hef engar áhyggjur af því að þeir séu að fara að klúðra þessu. Allt er þegar þrennt er – Buzz – Wave – Plus!

Ef þú vilt prófa láttu mig þá vita og ég skal senda á þig boð.

Endum þetta á Google+ auglýsingunni. Alltaf gaman að auglýsingunum frá þeim.

Advertisements
5 comments
  1. Ég var að fara inná þetta og einmitt sá lítinn tilgang í þessu þangað til ég fattaði það sem þú ert að segja með þetta Google 'samfélag'. Sniðugt, en ég er held ég ekki að fara nota þetta Google+ mikið, að minnsta kosti til að byrja með.

  2. Nei þetta þarf að ná smá flugi fyrst. Ég hef samt engar áhyggjur af því, eftir aðeins viku í loftinu eru strax komnir yfir 10 milljón notendur!

  3. Fegurðin við Google+ er einfalt og þægilegt viðmót, meiri lógík í tengingum milli fólks, auk frábærs mobile apps. Fyrir utan það að þetta er Google!Það sem pirrar mig mest við Facebook er þetta endalausa spam. Applications, like leikir og drasl. Það er í undantekningartilfellum nú orðið að ég sjái status uppfærslur frá fólki.Auk þess finnst mér agalega pirrandi þessi one-way tenging á Facebook. Ef ég er vinur þinn þá ert þú vinur minn. En í raunveruleikanum er þetta ögn flóknara – meira í líkingu við Google+Annars held ég að Facebook tapi þessum bardaga (já, bardaga) í þetta skiptið. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir hlusta ekki á notendur sína – og hafa aldrei gert.

  4. Las þetta einmitt í sumar – flott samantekt.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s