Kísildals-mafían

Eins og áður hefur komið fram hefur undirritaður mikinn áhuga á tækni og peningum. Enginn getur neitað því að til þess að góð hugmynd geti orðið að veruleika og skapað eitthvað virði þá þarf til fjármagn. Akkurat núna eru fjárfestar út um allan heim að eyða rosalegum peningum í sprotafyrirtæki, og þá sérstaklega í Kýsildalnum í Bandaríkjunum. Þessir fjárfestar eru svokallaðir “venture capitalists”, en besta þýðingin á því orði sem ég hef fundið er áhættufjárfestir. Við notum það orð hérmeð. Ég viðurkenni fúslega að mín þekking er svotil eingöngu bundin við Bandaríkin, enda eru áhættufjárfestar í Evrópu og annars staðar efni í aðra færslu.

Don Valentine

Ef við byrjum á gömlu rótgrónu sjóðunum þá kemur Sequoia Capital fyrst upp í hugann. Sequoia eru það stórir að þegar þetta nafn skítur upp kollinum í fréttum þá sperrir maður ósjálfrátt eyrun. Sjóðurinn var stofnaður árið 1972 af Don Valentine (mafíósalegasta nafn sögunnar?) og hefur tekið þátt í uppbyggingu tækniheimsins eins og við þekkjum hann í dag. Sequoia fjárfesti í Oracle, Cisco, Apple og Atari þegar þessi fyrirtæki voru að byggjast upp. Síðustu 15 árin hefur sjóðurinn einnig fjárfest í Dropbox, LinkedIn, YouTube, PayPal, Square og svo miklu fleiri. Mörg þessara nafna eru heimsþekkt þannig Don Valentine hefur augljóslega marga fjöruna sopið í þessum bransa.

Greylock Partners eru ennþá eldri í hettunni. Sá sjóður var stofnaður árið 1965. Fjárfestingar þeirra Greylock félaga liggja meðal annars í Red Hat, Pandora, Groupon og LinkedIn. Þess má geta að Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn sér um stóran sjóð hjá þeim núna. Ef horft er yfir listann þá hafa þeir verið mest verið í tæknifyrirtækjum sem hafa síðan verið yfirtekin eða sameinast öðrum fyrirtækjum í svipuðum geira. Æj já svo eiga þeir líka ca. 1,5% í Facebook. Sá hlutur er um $1.25 milljarða virði ef miðað er við að áætlað markaðsvirði Facebook sé $75 milljarðar. EKKI slæmt!

Talandi um Facebook þá eru Accel Partners einn stærsti hluthafinn þar. Fyrirtækið var stofnað árið 1983 og hefur síðan verið eitt af leiðandi tæknifjárfestum í Kýsildalnum. Önnur helsta fjárfesting Accel er líklega í kínversku leitarvélinni Baidu, en sú leitarvél er með 75% markaðshlutdeild í Kína. Aðalmaðurinn á bakvið Accel Partners er Jim Breyer. Hann á í eigin nafni um 1% hlut í Facebook.

Peter Thiel

Og ennþá höldum við okkur við Facebook. Peter Thiel er merkilegur maður. Hann fæddist í Frankfurt, Þýskalandi en ólst upp í Bandaríkjunum. Hann er með heimspekigráðu frá Stanford og var einn af stofnendum PayPal, sem gjörbylti öllum viðskiptum á netinu eins og allir vita. Hann var sá sem átti fyrstu alvöru fjárfestinguna í Facebook, fyrir utan stofnendurna að sjálfsögðu. $500.000 árið 2004 tryggðu honum 10% hlut í fyrirtækinu, sem er um 3% í dag. Ef við miðum aftur við $75 milljarða markaðsvirði  þá er fjárfesting hans 4500 sinnum verðmætari í dag! Að auki hefur hann fjárfest í LinkedIn, Yelp og Friendster, ásamt fleiri góðum. Ein skemmtileg staðreynd er að hann tók þátt í að framleiða myndina Thank You for Smoking, sem er í miklu uppáhaldi hjá mé

Marc Andreessen

Að lokum verð ég að minnast á Andreessen-Horowitz. Marc Andreessen hef ég fjallað um áður, en hann var stofnandi Netscape. Ben Horowitz stofnaði, rak og seldi síðan Opsware til Hewlett Packard. Í sínu hvoru laginu voru þeir að fikta við áhættufjárfestingar en árið 2009 stofnuðu þeir Andreessen-Horowitz sjóðinn, til þess að geta aukið fjárfestingagetu sína. Saman eiga þeir núna í Foursquare, Zynga, Instagram, Groupon, Twitter og fleiri. Þeir hafa farið mjög geyst í sínar fjárfestingar að mínu mati en tíminn mun náttúrulega bara leiða í ljós hvernig þeim gekk.

Það er áhugavert að sjá trendið. Allir þessir menn eru einhvernveginn að fjárfesta í sömu fyrirtækjunum. Á einum stað las ég að ef við erum í miðri tæknibólu og ef að hún springur þá mun hún ekki hafa eins djúp áhrif á heiminn eins og sú fyrri heldur mun hún bara ákveðinn hóp. Sú kenning er kjaftæði ef þau halda áfram að sækja á opinn markað eins og Zynga, Groupon, LinkedIn og Facebook eru að gera, eða ætla að gera. En eins og ég sagði áður þá mun tíminn leiða þetta allt í ljós.

Svo ég viti þá er einn svona sjóður á Íslandi sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Thule Investments undir forystu Gísla Hjálmtýssonar. Með því að líta yfir eignasafn Thule þá má sjá að sérhæfingin er aðallega í upplýsingatæknifyrirtækjum, en í safninu er líka líka skip sem gerir út frá Las Palmas. Mest þekkta fyrirtækið er sennilega Caoz, en þau eru einna fremst á landinu í gerð í tölvuteiknaðra teiknimynda og framleiddu meðal annars Svala og Klóa auglýsingarnar. Það verður gaman að sjá hvernig Thule mun ganga ef að einhverntíman losnar um gjaldeyrishöftin og líf fer að glæðast á fjármálamörkuðum á ný.

Advertisements
2 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s