Vörumerkt efni á netinu

Grjótið alveg með þetta

Allir þekkja auglýsingar. Auglýsingar geta verið augljósar eins og þær sem við sjáum í auglýsingahléum í sjónvarpinu og svo eru líka til faldar auglýsingar eins og t.d. vörulauma (e. product placement). Fyrirtæki reyna að auglýsa sig á sem flestan hátt, til dæmis með því að setja upp merkingar, styrkja íþróttamót, gefa markaðsvörur eins og sólgleraugu og listinn telur áfram.

Ein ágætis leið til þess að koma vöru sinni á kortið er í gegn um vörulaumur. Ef þið sáuð t.d. myndina Fast Five þá var The Rock aldrei klæddur í neitt annað en Under Armour og ef þið horfið á Modern Family þá á heimilisfaðirinn Phil Dunphy iPad sem hann elskar og allir hinir nota Apple tölvur. Ég hef rosalega gaman af svona vörulaumum og skima sérstaklega eftir þeim þegar ég horfi á bíómyndir.

Auglýsendur vilja að sjálfsögðu að sem flestir sjái efnið sem þeir eru að framleiða. Flestir sem framleiða sjónvarpsauglýsingar setja þær einnig á YouTube en ef einhverjum finnst auglýsingin fyndin og/eða skemmtileg þá deilir viðkomandi henni jafnvel til vina sinna. Það eru til mýmörg dæmi um auglýsingar sem fá mikla umfjöllun á netinu og verða “viral” eins og sagt er. Auglýsingin hérna fyrir neðan hefur fengið rétt undir 40 milljón áhorf á netinu, eitthvað sem Volkswagen menn eru mjög stoltir af.

Netið býður upp á marga nýja möguleika í skemmtilegri markaðssetningu. Á síðastu árum hafa dúkkað upp tvö fyrirtæki sem taka að sér að gera “branded content” eins og þeir kalla það. Rauði þráðurinn er sá að fyrirtækin framleiða skemmtilega stiklu um einhverja vöru og svo fer hún í birtingu á netinu. Þetta er semsagt skemmtilegur skets sem framleiddur er í markaðslegum tilgangi. Það má kalla þetta sketsa með mjög augljósri vörulaumu.

Funny or Die er í eigu Will Ferrell og Adam McKay. Þeir byrjuðu seint árið 2006 með stutta sjónvarpsþætti og sketsa á netinu. eins og til dæmis Between two ferns með Zach Galifianakis. Í þessari stiklu unnu þeir með Keystone bjór og gerðu fyndinn skets með Keith Stone, frontmanni Keystone. Þetta var bara framleitt og sýnt á netinu sem skemmtiefni og því ekki um hefðbundna auglýsingu að ræða.

DumbDumb var stofnað í fyrra af Jason Bateman og Will Arnett. Þeir nýta frítíma sinn milli þess að þeir leika í bíómyndum til að taka upp svipaða sketsa og minnst var á hér fyrir ofan. Stiklan hér fyrir neðan er framleidd fyrir Orbit tyggjóið.

Man einhver eftir Merzedes Club? Sumarið 2008 var framleitt tónlistarmyndband í samstarfi við Símann, þar sem Egill “Gillz” Einarsson og félagar í hljómsveitinni sýndu hvað það var sniðugt að vera á MSN í símanum og svo á einum tímapunkti öskrar Jóhann Ólafur, eða Partý-Hans, “1-2-3 VINIR!”. Mér fannst þetta skemmtilegt framtak á sínum tíma og það væri gaman að fá að sjá fleiri svona myndbönd gerð hjá íslenskum fyrirtækjum.

Ef einhver veit um fleiri dæmi má sá hinn sami endilega láta mig vita.

Advertisements
1 comment

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s