Plötur sumarsins

Það lítur ekki út fyrir að vera komið sumar. Þó það skíni sól nær hitinn ekki uppfyrir 10 stig, sundlaugar eru tómar og veitingahúsin á Austurvelli líka. En þótt kalt sé í veðri og fótboltinn í fríi þá látum við það ekki á okkur fá. Til þess að fá smá yl í hjörtu landsmanna hef ég ákveðið að benda á þær plötur sem ég sé fyrir að verði Sumarplötur 2011! Það er fullt að gerast í tónlist þessa dagana. Fyrir nokkrum vikum kom út ný Strokes plata. Sú ber nafnið Angles og er, tjah ágæt. Ekkert sem virkilega grípur mann svosem. Einnig kom nýlega út níunda breiðskífa Beastie Boys, Hot Sauce Committee Pt. 2. Að lokum kom út ný plata með snillingunum í The Lonely Island. Það eru mennirnir á bakvið Jizz in my pants og I’m on a boat. Mæli með henni fyrir góðan fílíng.

Eins og staðan er í dag eru samt nokkrar plötur sem rúlla bara á repeat hjá mér þessa dagana. Þær fylla hjartað af sumaryl og koma mér alltaf í gott skap.

Awolnation – Megalithic Symphony

Það sem þessi plata kom mér á óvart! Ég hafði aldrei heyrt um Awolnation fyrr en ég fékk þessa plötu í hendurnar. Það er ómögulegt að henda reiður á tónlistarstefnuna hjá þessum manni, eitt skiptið er hann í þungu synthapoppi í anda Nine Inch Nails, t.d. í laginu Sail, en dettur þess á detta inn léttir slagarar eins og People. Mitt uppáhaldslag í augnablikinu er Not your fault, en það má finna hér að neðan. Ég er nokkuð viss um að öll lögin á disknum sé að finna á YouTube þannig að go nuts!

The Naked and the Famous – Passive Me, Aggressive You

Þessi plata er náttúrulega tryllt. Hún kom út í september 2010 en fór greinilega ekki í almennilega spilun fyrr en eftir áramót. Slagarinn Young blood hefur verið í mikilli spilun á X-inu síðustu mánuði og Ómar hefur t.d. fullyrt það að þetta verði sumarhljómsveitin í ár. Önnur smáskífa þeirra, Punching in a dream er nú í spilun. Það sem ég fíla sérstaklega er að það er bara eitthvað svo mikill kraftur í þeim! Þau eru upprunalega frá Nýja Sjálandi en eru á rúnti um Evrópu eins og er og eru til dæmis bókaðir á Glastonbury og Oxegen hátíðina. Mitt uppáhaldslag er Girls like you.

The Vaccines – What did you expect from The Vaccines


Við þurftum klárlega að fá hressa rokkstráka inn á listann. The Vaccines er hljómsveit frá London með ásamt íslenskum bassaleikara. Fyrsta smáskífan þeirra var Post breakup sex sem komst í 32. sæti í Bretlandi. If you wanna fylgdi þar á eftir og komst í 52. sæti. Vaccines eru með hressan gítarhljóm í anda The Ramones. Við fyrstu hlustun eru þeir mjög líkir hljómsveitinni Glasvegas, sem ég hélt mikið upp á fyrir nokkrum árum. Ég hlakka mikið til á sjá þá í haust á Iceland Airwaves. Uppáhaldslagið mitt frá fyrstu hlustun á plötunni er All in white, ég fæ ekki nóg.

The Wombats – This Modern Glitch


Þessi plata er æðisleg. Ég var búinn að bíða eftir henni með mikilli eftirvæntingu og hún stóðst þær. Ég var löngu búinn að merkja 26. apríl inn í dagbókina mína því þá vissi ég að platan kæmi út. Mér fannst fyrri platan þeirra, Guide to love, loss and desparation mjög skemmtileg. Hress gítarlög með textum sem fjalla um stelpur og hvað það er ömurlegt að vera unglingur. Á nýju plötunni tóku þessir strákar frá Liverpool skref framá-við og bættu synthum inn, sem heppnaðist svona líka vel. Já ég elska The Wombats, það er ekkert hægt að lesa neitt annað úr þessu. Það voru 3 lög komin í spilun áður en nýja platan kom út, Vampires and wolves, Jump into the fog og Anti-D, öll frábær. Uppáhaldslagið mitt engu að síður er lag númer 7, 1996.

Endurkoma sumarsins 2011

Að lokum verð ég að minnast á endurkomu sumarsins 2011. Þið megið vera ósammála mér en ég býð mjög spenntur eftir nýrri plötu frá Passion Pit. Sögur segja að þeir séu að vinna að henni en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Fyrsta platan þeirra, Manners, var í spilun á hverjum einasta degi í Sumarverslun Símans á Laugarvegi sumarið 2009. Í fyrra hlustaði ég á hana líka og satt best að segja hefur hún verið í spilun statt og stöðugt núna í 2 ár. Ég ætla að klára þennan pistil á laginu Moth’s wings með Passion Pit.

Advertisements
2 comments
  1. Flottur Póstur Hjalti, ég þarf að tékka á þessum plötum um helgina.Eins og maður segir alltaf í vinnunni : "Takk fyrir ábendinguna" 🙂 hehe

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s