Apple Worldwide Developers Conference

WWDC – Worldwide Developers Conference – er árleg ráðstefna sem Apple heldur til þess að sýna nýjustu vörur og hugbúnað sem eru á leiðinni frá fyrirtækinu. Það var einmitt á WWDC 2007 sem fyrsti iPhone-inn leit dagsins ljós, og síðan þá hefur nýjasta útgáfan af iPhone alltaf verið kynnt við þetta tilefni, þangað til núna! Margir bíða spenntir eftir iPhone 5 en þeir þurfa víst að halda í sér fram á haust. Ástæðan fyrir seinkunninni í ár hefur ekki verið gefin upp en líklegt er að meira púður hafi verið sett bæði í iPad 2, iOS 5 stýrikerfið og iCloud, nýju hýsingarþjónustuna. iPadinn var kynntur til sögunnar í mars en iOS 5 og iCloud voru frumsýnd í dag, auk nýja Lion stýrikerfisins fyrir Apple fartölvur.

iOS 5

iOS er stýrikerfið sem keyrir iPhone, iPad og iPod touch. Nýjungar í þessu stýrikerfi eru t.d. breytingar á tilkynningunum, í stað þess að þær poppi upp á skjáinn eins og núna lætur stýrikerfið þig vita efst á skjánum. Þú þarft svo bara að renna fingrinum niður til að sjá tilkynningarnar þínar, hvort sem það er tölvupóstur, SMS eða hvað eina. iMessage er önnur nýjung, sem er eins og Blackberry Messenger fyrir þá sem það þekkja. Þannig verður hægt að senda SMS, myndir, myndbönd o.s.frv. frítt á milli Apple tækja (iPod touch, iPhone og iPad). Þar að auki voru flottar umbætur á myndavélinni, póstforritinu og innsláttaraðferðinni. Og nú er LOKSINS er hægt að kveikja á nýja símanum sínum og byrja að nota hann án þess að þurfa að stinga honum í samband við tölvu. Einnig er hægt að uppfæra símann yfir WiFi tengingu.

Það sem mér finnst einna skemmtilegast er að það er búið að bæta við Twitter-samkeyringu. Twitter forritið kemur uppsett í símanum. Núna er hægt að deila með einum smelli linkum úr Safari, myndavélinni, myndböndum af YouTube o.fl.

Í flestum þessum uppfærslum er ekkert verið að finna upp hjólið. iMessage er eins og áður sagði það sama og BBM. Þetta er samt góð læsing til að ná heilum vinahópum og vinnustöðum yfir í iPhone. Tilkynningarnar eru núna orðnar alveg eins og í Android og meiri hlutinn af „The Twitter integration“ var hægt að gera nú þegar í gegn um Twitter forritið. En það er verið að taka gamlar hugmyndir, þær settar í nýjar umbúðir og þeim pakkað skemmtilega inn og notaðar til að búa til enn fullkomnara tæki. Hægt verður að fá uppfærsluna í iPhone 3GS og iPhone 4 auk þess sem hún mun keyra iPhone 5 í haust.

iCloud

Steve Jobs kynnti iCloud

Hérna erum við með frekar flotta þjónustu sem fylgir frítt með hverju iOS 5. Núna er virknin orðin meira Google-leg. Tengiliðir, tölvupóstur, myndir, forrit og dagbók er geymd í skýinu og tala sjálfkrafa saman á milli tækja sem þú velur að deila með. Þannig ef þú átt iPhone 3GS og keyptir þér Sleep Cycle forritið, þá geturðu syncað það saman við nýja iPhone 5 sem þú kaupir þér í haust án nokkurs auka kostnaðar.Það er almennileg uppfærsla! Þetta þýðir enginn skiptikostnaður, engar snúrur og sjálfvirk samtenging.

Þessi þróun er ekkert nema eðlileg, sérstaklega miðað við það sem Google hefur verið að gera. Það stefnir allt upp í skýin eins og ég talaði um hér. Ef einhver vill horfa á WWDC fyrirlesturinn er hægt að horfa á hann hér.

iCloud er samt ekki alveg gagnrýnislaust. Nokkrir af pennunum hjá Engadget hafa litla trú á því að kerfið hjá AT&T muni þola alla þessa auknu gagnanotkun. Einnig hefur þetta verið talað niður þar sem þetta hefur nú þegar verið gert, t.d. hjá Google. Ég vil samt ekki gera lítið úr Apple í þessum málefnum af því þarna hafa þeir tekið, eins og ég sagði áðan, hluti sem eru til og sett þær í notendavænar umbúðir sem fáir samkeppnisaðilar geta mætt.

iPhone 5

Þessi mynd lak á netið.
Er þetta iPhone 5?

Við verðum að snerta aðeins á iPhone 5 þó svo að ekki hafi verið minnst á hann í aðalstefnuræðu Steve Jobs. Mikið af slúðri hefur verið í gangi í kring um nýja iSímann enda er hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Mashable tók saman skemmtilegt infograf þar sem þeir taka saman helstu sögusagnirnar sem eru í gangi. Nokkrir hlutir sem hægt er að lofa eru til dæmis 8mp myndavél sem forstjóri Sony missti út úr sér í viðtali. Einnig verður að teljast líklegt að hann verði með tvöföldum örgjörva eins og iPad 2. Ég mæli með því að þið skoðið grafið frá Mashable til gagns og gamans.

Advertisements
5 comments
  1. Apple taka þarna það besta úr notifications kerfinu í Android og Windows Phone 7.Taka svo share hlutann úr Android (hægt að deila öllu á twitter,facebook, gmail, exchange osfrv) og gera hann betri en í Android (fyrir Twitter notendur að minnsta kosti). Vandamálið er samt sem áður en hinn almenni notandi á oft erfitt með að skilja tilganginn með Twitter þannig að mögulega er þetta fídus sem yrði aðallega notaður af powerusers.Taka svo Blackberry messenger og gera að sínu.Apple voru komnir upp við vegg enda upptaka Android orðin fáránleg, 400.000 nýjir Android símar seldir á hverjum degi í heiminum.Ég hlakka til að sjá hvað Google gerir núna. Þeir hafa nóg af hæfu fólki,peningum og getu til að taka Android upp á næsta plan og núna er pressan á þeim.WWDC í ár setur samt RIM mest upp við vegg af öllum. Þeir eru að tapa markaðshlutdeild á öllum mörkuðum, nema í S-Ameríku og á Spáni en þar er ungt fólk með BlackBerry Messenger æði og menn kaupa BlackBerry síma eins og það sé nýjasta nýtt.Ég elska þessa samkeppni á snjallsímamarkaði. Verst þykir mér þó hvað uppfærsla Microsoft á WP7 sem kemur í haust og kallast Mango hefur farið undir radarinn. Flottasta snjallsímakerfi fyrir augað sem ég hef séð miðað við að það er í fyrstu útgáfu.

  2. Já sammála með WP7. Verður líka gaman að sjá hvernig nýju Nokia símarnir koma út. Þeir hafa náttúrulega mjög góða aðgreiningu þegar kemur að myndavélum og sérstaklega í GPSinu.RIM virðist halda sínu í Enterprise hluta heimsins en svo virðist sem þeir séu að þurrkast út á einstaklingsmarkaði.Annars þökkum við Gumma Jóh fyrir ágætis viðbót á mínum pistli 🙂

  3. croax said:

    Þess má til gamans geta að Mac OS X Lion er líka fyrir Apple borðtölvur, en ekki einungis fartölvur 😉

  4. Ég þakka fyrir þá leiðréttingu Danni 🙂

  5. Don't be haters :DÞetta er fínn dagur fyrir fanboy. Það sem Apple græðir á er að hafa fullt control yfir software og hardware. Þannig geta þeir græjað flottari messaging og twitter integration.Vissulega kynna þeir smáatriði sem sín og major shift. Jú Android á eftir að taka massann. En það er helvíti hressandi að vita af þessu væntanlegur í vasann eftir smá 😀

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s