Tími nördsins

Það hefur aldrei verið jafn svalt og núna að vera nörd. Ég hef haldið þessu fram í nokkurn tíma og fengið mismunandi svör og rök gegn mér. En ég vil samt meina að ég hafi nokkuð til míns máls.

Atvinnulífið

Í fyrsta lagi skulum við horfa á atvinnulífið. Spurðu einhvern hvað er flottasta fyrirtækið á Íslandi í dag? Miklar líkur eru á að viðkomandi svari CCP. Hagnaður CCP árið 2009 var um 800 milljónir króna . Önnur dæmi um flott fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika erlendis eru Datamarket og Clara.

Heitasti bitinn í Bandaríkjunum í dag Facebook var stofnað af nördi með það mikla félagsfóbíu að hann gat varla verið í jakka með bindi þegar hann hitti sjálfan Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem að öll vinsælustu og mest vaxandi fyrirtækin heimsins séu í upplýsinga eða tæknigeiranum, sbr. Apple og Google.

Til gamans má geta að nú er farið að verðlauna Nörd ársins í atvinnulífinu og sigurvegari ársins 2010 var Hjalli hjá Datamarket. Viðskiptaráð Íslands og stærstu fyrirtæki landsins birtu ennfremurauglýsingu þar sem auglýst var eftir fleira fólki til að mennta sig í tölvu- og tæknigeiranum.

Nörd ársins 2010 fyrir miðju. Myndin fengin að láni á Visir.is

Tæknin

iPhone 4 er ein vinsælasta græjan

Allir vilja eiga flottan síma, sjónvarp, tölvu, iPod – allir vilja eiga nýjustu græjuna. Fólk veigrar sér ekki við að kaupa 100 þúsund króna síma til að fylla hann af allskonar nothæfum forritum. Allir eyða ómældum tíma á internetinu, sama hvort það sé í samfélagsmiðla, skoða fréttir eða skoða myndbönd. Sem dæmi má nefna að meirihluti þeirra sem spila leiki eins og Farmville og Vikings of Thule á Facebook eru konur.

Hver og einn Íslendingur er að verða tölvufær og notar tækni í starfi námi og hinu daglega lífi. Fyrir nokkrum árum voru aðeins nördar með þessa hæfni, nú er hinn almenni borgari að verða nörd.

Menningin

X-Men var frumsýnd 14. júlí árið 2000 í Bandaríkjunum. Í dag er að koma út fimmta myndin í seríunni og til dagsins í dag hafa þær samtals halað inn einum og hálfum milljarði bandaríkjadollara. Þegar X-men var gefin út sem Marvel teiknimyndasaga naut hún vissulega vinsælda hjá nördinu sem komst ekki í íþróttaliðið, en í dag hafa allir séð myndirnar. Þeir sem hafa ekki séð myndirnar eru að missa af miklu!

Fyrsta Comic-Con hátíðin var haldin árið 1970. Fyrir þá sem ekki vita þá er Comic-Con eins konar ráðstefna fyrir myndasögu-(comics)nörda, haldin í San Diego.  Árið 1970 mættu 145 manns, 5000 manns 1980, 13.000 árið 1990, árið 2000 komu 48.500 gestir og árið 2000 mættu yfir 130 þúsund manns!

Í dag spila allir tölvuleiki. LA Noir hefur verið mikið auglýstur undanfarið og þú getur spurt hvaða strák á mínum aldri hvort hann hafi spilað Grand Theft Auto á sínum tíma og svarið er já. Fullorðnir menn OG KONUR eru að kaupa sér leikjatölvur undir því flaggi að þetta sé fyrir börnin þeirra. Persónulega veit ég um dæmi þar sem efnilegur fótboltastrákur hætti í íþróttum af því það tók of mikinn tíma frá Counter Strike. Hvort þetta er góð þróun eða ekki skal ég ekki segja, ég er bara að benda á hvað þetta er orðið útbreytt meðal hins almenna borgara.

Í dag spila allir tölvuleiki. LA Noir hefur verið mikið auglýstur undanfarið og þú getur spurt hvaða strák á mínum aldri hvort hann hafi spilað Grand Theft Auto á sínum tíma og svarið er já. Fullorðnir menn OG KONUR eru að kaupa sér leikjatölvur undir því flaggi að þetta sé fyrir börnin þeirra. Persónulega veit ég um dæmi þar sem efnilegur fótboltastrákur hætti í íþróttum af því það tók of mikinn tíma frá Counter Strike. Hvort þetta er góð þróun eða ekki skal ég ekki segja, ég er bara að benda á hvað þetta er orðið útbreytt meðal hins almenna borgara.

Við Íslendingar höfum ekki verið útundan í þessari þróun nördsins. Það er beðið í ofvæni eftir hverri ofurhetjubíómynd, og ég er viss um að ég sjái fleiri verðandi nörda í röðinni á X-Men: First Class á næstu vikum og mánuðum heldur en bara mig og mömmu.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s