Netbólan, taka 2

Núna á fimmtudaginn fór fram stærsta hlutafjárútboð hjá netfyrirtæki síðan Google fór á markað 2004. LinkedIn, sem ég hef talað um áður, var skráð á markað og það með hvelli! Upprunalegt verð á hlut var í kring um $45 en þegar líða tók á daginn voru hlutir að seljast á rétt yfir $120 en lækkaði síðan niður í $94 þegar markaðurinn lokaði. $94 x 94,50 m útgefnir hlutir gera fyrirtækið rétt undir $9 milljarða virði! Ef við reiknum þetta í krónum þýðir það að markaðsvirði LinkedIn er 1.035.000.000.000 krónur á gengi dagsins í dag! Til gamans má geta að það gerir LinkedIn verðmætara en t.d. Herbalife ($6,20ma), Abercrombie & Fitch ($6,5ma) og JC Penney ($7,8ma).

Menn segja að andrúmsloftið í kauphöllunum hafi minnt á tíunda áratuginn þegar allir voru að dæla peningum í þessi framtíðarfyrirtæki sem voru aðeins rekin á netinu. Það ævintýri endaði í “DotCom” bólunni sem sprakk upp úr árinu 2000 þegar kom í ljós að þessi ofur fyrirtæki voru ekki að hala inn neitt af tekjunum sem þau áttu að vera að gera og voru þannig ekki að skila fjárfestum neinu. Allir vildu selja sína hluti og búmm bólan sprungin.

Geðþekka nördið Mark Zuckerberg

Núna eru blikur á lofti að svipað sé í gangi. Fyrirtæki eins og FacebookTwitterLinkedIn og Groupon eru að tröllríða öllu og fjárfestar eru víst bankandi á dyrnar að bjóða peningana sína á hverjum degi. Allt virðist stefna í að stór hluti þeirra ætli sér í opið hlutafjárútboð (IPO) og sigra heiminn. Nú fyrir stuttu bar t.d. Google víurnar í Groupon, en það síðarnefnda hafnaði tilboði upp á 6 milljarða dollara og ætla frekar að sækja sér fé á opnum markaði. Við erum ekki að tala um neina smá peninga! Þegar Facebook fór í síðasta útboð var virði þess um $50 milljarðar og hefur bara hækkað síðan þá. Fregnir herma að vinir okkar hjá Facebook ætli sér í opið hlutafjárútboð á næsta ári. Það er eins og allir vegir liggi á opinn markað þessa dagana.

En er þá ekki hætta á að það sama gerist og fyrir réttum 10 árum, að allt fari á hausinn og hlutabréfin standi aldrei undir væntingum? Auðvitað er það möguleiki. Sérfræðingar The Economist segja til dæmis að við séum í miðri tæknibólu.

En það er hins vegar munur á fyrirtækjunum í dag og var á síðustu öld. Áætlað var að Facebook hafi verið með rétt undir $2 ma í tekjur á síðasta ári BARA frá seldum auglýsingum. LinkedIn skilaði hagnaði upp á $15 milljónir árið 2010, þar sem mest telur þóknanir frá stærri fyrirtækjum að leita sér að starfskrafti. Þar liggur munurinn, þessi fyrirtæki eru í einhverri sölu og eru að skila inn tekjum og hagnaði, ólíkt því sem var áður. Eina fyrirtækið sem ég hef einhverjar áhyggjur af eru vinir mínir Biz Stone og Jack Dorsey hjá Twitter, enda á Twitter ennþá eftir að sýna fram á stöðugt tekjustreymi.

Einnig virðast stofnendur þessara fyrirtækja vera þolinmóðari í dag og safna að sér fé í hægum skrefum, þar sem fjárfestarnir eru handvaldir. Til dæmis varð Facebook 7 ára í febrúar, LinkedIn varð 8 ára í mars og Twitter 5 ára í apríl. Til samanburðar þá var NetScape stofnað árið 1994 og sett á markað einu og hálfu ári seinna eftir að hafa orðið vinsælasti netvafri heims á stuttum tíma. Þess má til gamans geta að Netscape gerði Marc Andreessen að miljónamæringi og í dag á hann hluta í Facebook, Twitter, Foursquare og Zynga. Allt vaxandi fyrirtæki í netheimum.

Jack Dorsey er ögn svalari en Zuckerberg

Í þriðja lagi hafa þessi fyrirtæki verið að ná sér í pening, hingað til að minnsta kosti, hjá litlum hópi fjárfesta. Sú staðreynd hefur t.d. ekki áhrif á vísitölur Nasdaq eða NYSE. Og ef það skildi eitthvað koma upp á áður en allir fara í hlutafjárútboð þá hefur það aðeins áhrif á þennan litla hóp.

Framtíðin verður að leiða í ljós hvort tekjurnar sem fyrirtækin eru að skila í dag sé góð réttlæting á þessum svakalegu upphæðum sem við lesum um í fréttunum. En þangað til verðum við bara að fylgjast með og hafa gaman að þessu. En það eru spennandi tímar framundan í tækniheiminum, svo mikið er víst.

Advertisements
3 comments

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s