Chromebook

Þá er Google komið í tölvubransann. Það hefur lengi legið í loftinu að þeir séu að vinna í stýrikerfi fyrir tölvur og nú er komið að því að rúlla þeim út á markaðinn. Gripurinn ber nafnið Chromebook og frá og með 15. júní geta neytendur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu nálgast einn slíkan. Það er hægt að fá tvær útgáfur, eina framleidda af Samsung og hina af Acer. Tölvurnar líta þokkalega út, þeir hafa ákveðið að halda sig við svarta litinn eins og í næstum öllum símum sem þeir keyra.

Nýjungin sem fylgir Chromebook er að það er í raun ekkert innbyggt minni til að vista gögn eða forrit. Chrome viðmótið er alveg eins og Chrome netvafrinn (sem er að mínu mati BESTI netvafrinn, hægt að nálgast hann hér) og það er í raun enginn eiginlegur harður diskur. Öll forrit eru á netinu og öll gögn eru vistuð í skýi. Þeir lofa því að tölvan sé ægilega hröð, það á víst að taka hana 8 sekúndur að ræsa sig!

Netforrit segirðu? Hvað með forrit sem allir þurfa eins og Office pakkann, iTunes og MSN?

Óþarft! Google Docs verður fullkomnara með hverri vikunni og getur gert meirihlutann af því sem Office getur í Powerpoint, Word og Excel, Google kynnti Google Music Beta, þjónusta þar sem þú getur hlaðið inn allt að 20 þúsund lögum og nálgast þau hvar sem er í gegn um netið. Ég þarf ekki einu sinni að minnast á MSN, það notar það enginn lengur… Einnig verður hægt að nota Gmail, Google Calendar og Google Docs, þó að tölvan sé ekki nettengd.

Til þess að nota tölvuna þarf að sjálfsögðu að vera með Gmail netfang. Þú notar netfangið þitt til að skrá þig inn og út úr tölvunni. Svo ef vinur þinn vill fá að nota hana þá notar hann bara sitt netfang og þá þarf hann ekkert að sjá það sem þú hefur verið að skoða. Það er hægt að fá annað hvort bara með WiFi (þráðlausu neti) eða með 3G tengingu fyrir nokkra auka dollara.  Tölvan er á fínum prís, $499 fyrir 3G útgáfuna frá Samsung.

Þetta lítur allt mjög spennandi út. En hvernig er upplifunin? Snillingarnir hjá Engadget fengu prótótýpu í hendurnar fyrir jól og sögðu að Chrome stýrikerfið ætti ennþá langt í land með að ná hefðbundnum tölvum í virkni og þægindum. Það er einnig erfitt að tengja nokkurs konar utanáliggjandi búnað við tölvuna, en skv. FAQ flipanum á Chromebook síðunni, er einungis hægt að tengja headset, hátalara, USB drif, lyklaborð o.s.frv. Ekkert minnst á Android eða eitthvað slíkt. En hvernig ætli það sé að vera með tölvu sem er sítengd við netið? Þegar maður er farinn að streyma öllu, t.d. bíómyndum og tónlist þarf að passa gagnamagnið sem verið er að sækja, sérstaklega sé maður tengdur á 3G. Reyndar er gaman að segja frá því að Google var að setja í loftið YouTube Movies. Það er skemmst frá því að segja að úrvalið af fríu myndunum sem við getum horft á er vægast sagt hræðilegt!

Ætli niðurstaðan sé ekki sú að tölvan sé langt því frá að leysa tölvurnar sem við notum í dag af hólmi. En það má ekki gleyma að þetta er fyrsta tölvan sinnar tegundar. Þróunin á henni verður að öllum líkindum gríðarlega hröð. Ég held að í framtíðinni munu allar tölvur vera sítengdar við netið og öll gögn verði í skýi.

Auglýsingin frá Google fyrir Chromebooks:

Advertisements
7 comments
  1. Þetta er auðvitað frábært framlag hjá Google og skref framávið. Framtíðin er að sjálfsögðu að allt verði vista á skýji og maður þurfi ekki harðann disk.Maður getur gert í raun allt sem maður gerir í tölvunni sinni í dag, fx browsa netið, hlusta á tónlist (grooveshark), horfa á þætti/bíómyndir (surf the channel).Frábært líka að það sé innbyggður 3G móttakari.Þó maður muni ekki kaupa sér svona tölvu í bráð er þetta vissulega skref í rétta átt, eins og flest það sem Google gerir.

  2. Já klárlega!Kröfurnar um að geta nálgast gögnin sín hvar sem er og hvenær sem er eru alltaf að aukast. Ég veit að Apple er með svipaðar pælingar í gangi hvað varðar iPhone, þ.e. að allt sé vistað í skýi. En eins og gagnaáskriftir í heiminum eru í dag þá er það ekki möguleiki.

  3. Ég er búinn að reyna að kommenta þrisvar hérna í dag, fæ alltaf error.

  4. Týpískt að þegar ég svo skrifa eitthvað ómerkilegt, þá gengur það.Jæja, hvað um það.Ég ætlaði að segja að mér þykir Chromebook valda ákveðnum vonbrigðum og ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi:#1 – fara í samstarf með Acer. Really? Það vita allir sem keypt hafa Acer hjá Tölvulistanum frá 2004-2006 að Acer er ekki merkilegur pappír. Stór mínus hjá Google, hefðu betur valið Asus, Lenovo eða Dell (ekki að ég viti eitthvað hvort þeir hafi reynt það eða ekki).#2 – 500 dollara verðmiði á slíkum grip er bara rugl. Þá þætti mér skynsamlegra að fjárfesta í $300 Asus (nú eða Acer eða Samsung) netbook og setja upp á hana einfalt cloud stýrikerfi á borð við jolicloud, meira um það síðar.#3 – Að auglýsa þetta sem einhverja nýjung. Jú, vissulega er þessi tölva sem slík kannski ný – en hugmyndin hefur verið gerð áður, t.d. með Jolicloud (já, ég fýla jolicloud!). Ástæðan fyrir því að ég er svona hrifinn af jolicloud í samanburði við t.d. chromebook er sú að þegar ég keypti mér asus netbook ákvað ég að Windows 7 starter væri góð leið til þess að verða þunglyndur. Þessvegna ákvað ég að setja upp Ubuntu á vélina en áður en ég gerði það lék ég mér að mismunandi linux distroum. Einn þeirra var jolicloud, stýrikerfi sem er basicly bara netið – þú loggar þig inn og ert með þinn eigin "desktop bakgrunn" sem samanstendur af mynd og "forritum". Öll forritin eru svo internet applications, sem þú notar með því að smella á þau – einfalt og gott, og alveg líka fullkomið OS í Starbucks ferðir og auðvitað frítt líka. Með því getur þú, í staðinn fyrir að nota chromebook, átt 200 dollara í karamellu frappochino (nú eða Wendy's, ef það er málið), þessvegna dualbootað Win XP eða Win 7 og samt verið með helvíti skemmtilegt internet OS. Og ef það er ekki nóg þá er svona smá social networking fýlingur í jolicloud þar sem allir hafa sinn "profile". Voða töff.Ef þú átt gamlann Acer sem þú notar ekki daglega, hentu inn jolicloud ( http://www.jolicloud.com ), þú ættir ekkert að verða fyrir of miklum vonbrigðum.Kveðja að utan, Helmarinn

  5. Það var downtime á Blogger. Pósturinn datt meira að segja út í einn dag. En allavega..Það var enginn að tala um að finna upp hjólið :)Hefurðu heyrt talað um Facetime hjá Apple? Getur hringt svona símtöl með mynd frítt á milli Apple tækja! Öhh hefur enginn heyrt um Skype?Allavega, þá er það sniðuga sem Google er að gera að taka hugmynd sem er til og mun vera notuð í framtíðinni og smellir henni í notendavænar umbúðir. Google mun bjóða líka upp á tveggja ára samninga þar sem maður borgar 20$ á mánuði! Döhh ekkert verið að finna upp hjólið hér, hefur enginn heyrt um raðgreiðslur?Sammála með samstarf við Acer. Fail

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s