Hvernig áttu að ná árangri í ræktinni

Ég hef löngum verið kallaður Þjálfi. Gælunafnið kemur úr skálaferð í öðrum bekk í MA. Ég var í UFA íþróttajakkanum mínum á meðan strákarnir fóru bakvið hól að fá sér að reykja og þeim fannst ég það “þjálfa-legur” að ég uppskar gælunafnið og hefur það sprottið upp reglulega síðan. Ég hef mjög gaman af líkamsrækt og, eins og þeir sem mig þekkja vita, þá hef ég ennþá meira gaman af því að segja öðrum til, enda er ég Þjálfi. Það eru margir sem halda því fram að til að ná árangri þá þurfirðu ræktarprógram, alls konar fæðubótarefni og einkaþjálfara. Ég hef tekið saman þrjú rosalega einföld skref sem hafa skilað mér þeim árangri sem ég hef náð í dag. Ef þú fylgir þessu nærðu árangri (staðfest).

1. Agi, aðhald…og prótein!

Hefur enginn séð Venna Páer? Þetta er gullin regla! Smá agi og aðhald til að halda þér við efnið…og prótein… Frekar borgliggjandi.

“Er þetta viðurkennd aðferð?” “Jah, ég er að nota hana núna, þú hlýtur að viðurkenna það.”

2. Hlustaðu á Kanye West

Já þetta mun eflaust koma mörgum á óvart. Margir hefðu viljað setja Rammstein hér, sem er að sjálfsögðu gott og gilt. En kommon, það sem lætur þig ná bestum árangri er væntanlega að hlusta á sjálfhverfasta mann sögunnar: Kanye West. Lög eins og Stronger og Power innihalda frasa eins og “what don’t kill me, can only make me stronger” og “no one man should have all that power”. Ef þú hlustar á þetta er það bókuð leið til að ná árangri.

3. Horfðu á Rocky

Ef þú ert einhverntíman í vafa um eitthvað, spurðu þá sjálfan þig: “Hvað myndi Rocky gera?” Það er enginn karakter á síðustu öldum sem hefur yfirstigið jafn margar hindranir og Rocky. Kom inn í mynd 1 sem alger lúser en náði jafntefli við heimsmeistarann. Mynd 2, hann mætir heimsmeistaranum upp á nýtt og vinnur. Mynd 3 hann tapar titlinum en kemst svo í brjálað form á ströndinni og vinnur titilinn til baka. Mynd 4, hann hleypur upp á fjall í Rússlandi og vinnur síðan Dolph Lundgren, mynd 5, rústar einhverjum vitleysing í street fight, og mynd 6 mætir hann sextugur og til í slaginn. Það er ekkert sem keyrir mann jafn vel í gang og Rocky.

Ekki láta einhverja vitleysinga segja þér hvað þú átt að gera. Þú fylgir þessum skrefum og þá ertu með’etta!

Advertisements
3 comments
  1. ég held að Rocky sé mikilvægasta skrefið hjá þér ekki prótin né agi heldu rocky og hvað hann mundi gera!Villi

  2. Laukrétt, enda er það mitt lífsmottó: When in doubt, ask "What would Rocky do?". Solid

  3. vilhelmjensen said:

    Ég var að enda við að lesa besta blogg sem þú kemur til með að skrifa, á ævinni. Snilld!

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s