"Keynes and Hayek second round"

Um daginn horfði ég á mjög áhugaverða heimildarmynd í þremur þáttum. Serían ber nafnið “Commanding Heights: The battle for the world economy” og fjallar um þróun hagkerfa á síðustu öld til dagsins í dag. Myndirnar eru framleiddar af PBS stöðinni í Bandaríkjunum og komu út árið 2002. Þær eru unnar upp úr samnefndri bók eftir menn að nafni Daniel Yergin og Joseph Stanislaw. Myndirnar fara vel yfir sögu 20. aldarinnar og margir góðkunnir stjórnmálamenn og hagfræðingar dúkka þar upp höfðinu eins og Ronald Reagan, Margaret Thatcher, Lech Walesa, Milton Friedman, John M. Keynes og fleiri góðir.

Keynes skartaði grimmri mottu

Fyrsti hlutinn heitir “The Battle of Ideas”. Í honum er fjallað um hvernig mismunandi kenninar áttu við á mismunandi tímum aldarinnar. Þar er helst talað um nóbelsverðlaunahafana John Maynard Keynes og Friedrich Hayek. Keynes er oft nefndur faðir þjóðhagfræðinnar. Hann samdi meðal annars bækurnar Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga (e. The general theory of Employment, Interests and money) og Áhrif friðar á efnahag(e. The Economic Consequences of Peace). Hann var mikill hugsuður og kenningar hans um að ríkið eigi að stjórna heildareftirspurn í hagkerfinu hafa haft gríðarleg áhrif á hagstjórn í heiminum og gera enn þann dag í dag. Þær hafa þó ávallt verið umdeildar, og þá sérstaklega af austuríska hagfræðingnum Friedrich Hayek.

Friedrich Hayek var nefnilega þeirrar skoðunar að mörkuðum ætti að vera leyft að stjórna sér sjálfum eða “laissez-faire” hugsjónin úr frönsku byltingunni. Hann samdi bókina Leiðin til ánauðar (e. Road to Serfdom). Eftir seinni heimsstyrjöldina byggðu flestar ríkisstjórnir heimsins hagstjórn sína á kenningum Keynes. Upp úr miðri síðustu öld fór þó að glæða til fyrir hann Hayek karlinn en þá fóru vestrænir leiðtogar að reyna að draga úr miðstýringu ríkisvaldsins en þar má helst nefna Margaret Thatcher í Bretlandi sem fór í stríð við verkalýðinn og skar niður ríkisfjármálum. Hann fékk svo uppreisn æru góurinn, með afhendingu Nóbels verðlaunanna árið 1974.

Hayek

Ég ætla nú að láta mér fróðari menn tala um hvor spekingurinn hafi haft rétt fyrir sér en það er óumdeilt að báðir voru mjög færir á sínu sviði. Ég hafði mjög gaman af myndunum þremur og mæli með að allir kynni sér þær, til dæmis á Wikipedia.

En ástæðan fyrir að ég fór nú út að rekja þessa hagfræðisögu er að ég rakst á mjög svo skemmtilegt myndband á YouTube núna í vikunni. Það var framleitt af fyrirtækinu EconStories sem samanstendur af hagfræðingnum Russ Roberts og leikstjóranum John Papola. Myndbandið ber nafnið “Fight of the century: Keynes vs. Hayek Round Two”. Þetta er leikið rapp myndband sem er alveg stórskemmtilegt. Þar eru þeir félagar með nýja hljónema og ný yfirvaraskegg en sömu kenningarnar að rökræða í gegn um rapp. Ég mæli eindregið með áhorfi. Þess má geta að frá því að það var sett á netið þann 28. apríl 2011 og þangað til í dag (2. maí 2011) hefur það fengið yfir 420.000 áhorf. Það myndi ég kalla gott fyrir hagfræðimyndband á 5 dögum!

Þess má geta að heimildirnar eru teknar frá vinum mínum hjá Wikipedia.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s