OK Go

Mig langar til að deila með ykkur hljómsveit sem ég hef dálæti á. Ekki endilega af því hún gerir svo góða tónlist (þó svo ég kunni nú alveg að meta hana), heldur frekar af því þeir kunna að nota YouTube og netið. Það er eins og allt sem þeir gera verði “viral”. Þeir leggja gríðarlega mikla vinnu í myndböndin sín enda eru þau hrein sýning frá byrjun til enda! Ég hef aldrei byrjað að horfa á myndband með þeim og hætt í miðju kafi.

Fyrsta lagið sem gerði þá fræga er Here It Goes Again. Það kom út 2006 og sýnir meðlimi hljómsveitarinnar í allskonar samhæfðum æfingum á hlaupabrettum. Mjög “einfalt” að því leiti að þetta kostar ekki neitt og það er pott þétt að svona fer í dreifingu. Ég vil vekja athygli á því að myndbandið er allt tekið í einni töku og einnig að þeir tóku þetta LIVE á MTV tónlistarverðlaununum 2006.

Næsta myndband er við lagið “This too shall pass”. Það var fyrsta smáskífan af plötunni Of the blue colour of the sky. Í myndbandinu er búið til risastórt domino líkan sem var hannað af nemendum við California Institute of Technology! Hananú! Myndbandið fékk yfir 900.000 áhorf á fyrsta sólarhringnum! Talandi um að breiðast út eins og vírus… Þetta myndband er tekið í einni töku eins og það fyrra og það tók aðeins 3 tökur til að ná þessu fullkomnu. Ímyndaðu þér samt hvað það hefur verið pirrandi að setja brautina saman í þriðja skiptið.

Þriðja myndbandið er með laginu “White knuckles”. Því var leikstýrt af sama leikstjóra og “Here it goes again”. Enn of aftur er myndbandið tekið í einni töku og hefur fengið hátt í 10 milljónir áhorfa til dagsins í dag. Þeir fengu um 12 hunda og eina geit með sér í lið og tóku upp þetta stórskemmtilega myndband. Þess má geta að allir hundarnir komu frá dýraathvarfi og þeir notkuðu frægð sýna og útbreiðslu myndbandsins til þess að hjálpa hundum um öll Bandaríkin að finna sér ný heimili. Það sýnir greinilega að það er hægt að græða peninga og gera vel á sama tíma.

Rétt fyrir jólin tóku þeir upp á skemmtilegu bragði. Þeir smöluðu saman nokkrum vinum (100 manns), tóku hljóðfærin sín og héldu tónlistar-skrúðgöngu um Los Angeles-borg. Með hjálp Range Rover Pulse of the City forritinu skrifuðu þeir OK Go inn á kortið. Persónulega hefði ég náttúrulega viljað sjá þá nota Google Maps og Android síma en það er önnur saga 🙂

Þetta er eitt dæmi hvernig hægt er að nota YouTube og samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og þess vegna ná heimsfrægð. Það eru mun fleiri myndbönd inni á YouTube síðunni þeirra sem ég mæli með að þið skoðið, ég valdi einungis mín uppáhalds.

Advertisements

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s