TED.com

Það er kannski skrítið að uppfæra bloggið strax þar sem meðaltími sem líður milli þess sem ég hendi inn færslum virðist vera um það bil vika. En þannig er það nú að ég er í miðjum próflestri. Eins og allir sem hafa verið í skóla vita þá vill maður yfirleitt gera allt annað en að lesa. En þegar fólk tekur sér pásu þarf ekki endilega að eyða tímanum í að spila Bubbles eða Splash Back, þó svo að það sé sennilega besti leikur í heimi.

Næst þegar þú tekur þér hlé skalltu endilega eyða því í að horfa á fyrirlestur af TED.com. TED ráðstefnurnar hafa verið haldnar á hverju vori frá árinu 1984 í vesturhluta Bandaríkjanna, en hafa síðan undið upp á sig og allskonar afbrigði sprottið af því. Til dæmis TEDxToronto, TEDWomen og TEDxReykjavík sumarið 2009 og svo lengi mætti halda áfram. Upprunalega markmið ráðstefnunnar var að sameina hugi sérfræðinga úr hönnunar-, tækni og afþreyingarheiminum, en í dag eru flokkarnir svo sannarlega orðnir fleiri. Opinbert markmið TED hreyfingarinnar er að deila þekkingu eða “spread knowledge” á móðurmálinu.TED.com var sett í loftið 2007 og eru þar inni upptökur frá fyrirlestrum á TED ráðstefnunum. Það er hægt að horfa á þær frítt, hlaða þeim niður og dreifa að vild. Mig langaði til að segja frá nokkrum fyrirlestrum sem ég hef haft mjög gaman af.

Sir Ken Robinson er breskur snillingur. Hann stjórnaði teymi á vegum bresku ríkisstjórnarinnar undir lok síðustu aldar sem gerði úttekt á sköpunargáfu og -gleði í breska skólakerfinu. Hann var svo sleginn til riddara fyrir afrek sín. Hann segir í þessum fyrirlestri frá TED 2006, að skólakerfið drepi niður sköpunargáfu barna því það sé allt of niðurnjörvað. Börn fái ekki útrás fyrir sköpunarkraft sinn og þessu þurfi að breyta. En ætli það sé ekki best að  leyfa Sir Ken að tjá sig sjálfur.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

John Wooden var körfuboltaþjálfari við UCLA háskólann í Bandaríkjunum í fjöldamörg ár. Ég komst á snoðir um hann eftir að hafa horft á viðtal við Ólaf Stefánsson, handboltahetju. John Wooden náði á einstakan hátt á hvetja leikmenn sína áfram og vann marga titla með UCLA háskólanum. Það sem hann sagði og snerti mest við mér var að maður ætti alltaf að reyna að toppa sjálfan sig, í stað þess að vera endalaust að keppa við aðra. Hvernig áttu að verða betri en aðrir ef þú ert ekki að ná að hámarka þína getu? Þetta er frá TED 2001.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Neil Pasricha var maður með bjarta framtíð. Hann var nýgiftur og gekk vel í lífinu. Svo fór einn daginn að halla undan fæti hjá honum. Hjónabandið rann út í sandinn og hann skildi og svo til að toppa allt þá framdi góður vinur hans sjálfsmorð. Þegar honum leið sem verst ákvað hann að stofna bloggsíðu sem heitir 1000 awesome things. Einu sinni á dag setti hann in færslu af einhverju sem honum þótti vera æðislegt (awesome) til að minna mann á hvað litlu hlutirnir í lífinu skipta miklu máli. Bloggsíðan hans vakti það mikla athygli að áður en langt var liðið var það valið vinsælasta bloggið í heiminum og nú hefur hann gefið út bókina The Book of Awesome. Bloggið er enn við lýði, enda er hann bara kominn niður í 266 af 1000. Neil Pasricha talaði á TEDxToronto 2010.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Að lokum vil ég benda á Malcolm Gladwell. Hann í fyrirlestrinum að neðan talar hann um hina fullkomnu spaghetti sósu. Howard Moskowitz breytti tómatsósumarkaðnum í Bandaríkjunum. Þessi fyrirlestur fjallar samband milli neytenda og framleiðenda og sambandið milli vals og hamingju. Aðal málið er að framleiða vöru sem neytandinn vill, ekki endilega reyna að framleiða vöruna “eins og hún á að vera”. Látum markaðinn ráða. Frá TED 2004.
http://video.ted.com/assets/player/swf/EmbedPlayer.swf

Ætli ég verði ekki að halda áfram með þessa tölfræði. Endilega sendið mér ábendingar um fleiri fyrirlesara

Viðbót: Ég gleymi að sjálfsögðu að minna á TED appið! Hvað er að frétta? Nú geturðu fengið alla fyrirlestrana beint í Android símann! Bara með því að skanna kóðann til hliðar!

Advertisements
2 comments
  1. vilhelmjensen said:

    Ég fór beint í Splash back, hvað stendur eiginlega í þessari færslu ?

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s