Af leti afgreiðslufólks

Karlmaður gengur inn í verslun á konudaginn. Hann fer beint inn í kvennadeildina og stendur svo þar eins og hálfviti. Hvort ætli hann sé að perrast í kring um kvenmannsfötin eða ætli hann sé að leita að einhverju til að gefa konunni sinni? Ég myndi giska á það seinna. Hvað gerir afgreiðsludaman? Jú hún lítur ekki upp, bíður ekki góðan daginn og er hálfönug þegar ráðvillti maðurinn biður hana að hjálpa sér. Á endanum gengur hann út með báðar hendur tómar.

Hefði maður ekki haldið að hér væri á ferð örugg sala. Maðurinn veit ekki hvað hann á að kaupa, er í framandi aðstæðum (kvennadeildinni) og það er konudagur sem þýðir að hann er að leita að einhverju til að kaupa. Góður sölumaður myndi stökkva á viðkomandi og bjóða honum allt í búðinni. En í staðinn varð Facebook fyrir valinu.

Þetta er ástæðan fyrir að allir sölumenn eiga að vera á prósentum, það hvetur þá til þess að standa sig betur í vinnunni og viðskiptavinurinn labbar ánægðari út þar sem honum var sýnd sú athygli sem hann leitaði eftir.

Hvað segir þú?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s